Ákall frá Cristiano Ronaldo: Okkar tími er að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 08:01 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal í síðasta Meistaradeildarleik liðsins. EPA-EFE/Peter Powell Cristiano Ronaldo sendi liðsfélögunum sem og stuðningsmönnunum Manchester United hvatningarorð á samfélagsmiðlum sínum í gær, degi fyrir mikilvægan leik á móti ítalska liðinu Atlanta í Meistaradeildinni. United liðið tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og Ronaldo sjálfur átti ekki góðan leik. Honum hefur ekki tekist að fylgja eftir góðri byrjun þar sem hann var kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Pressan er nú mikil á Ronaldo og öllu United liðinu því auk þess að vera að missa af lestinni í titilbaráttunni með sama áframhaldi þá gæti liðið flækt málin talsvert í Meistaradeildinni með slæmum úrslitum á móti Atalanta. Ronaldo sendi frá sér þessa kveðju hér fyrir neðan en hann er með 357 milljónir fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Okkar tími er að koma! Við þurfum að sýna hverjir við erum og úr hverju við erum gerðir. Meistaradeildin er fullkomin keppni til að sanna okkur fyrir heiminum. Engar afsakanir. Keyrum á þetta,“ skrifaði Cristiano Ronaldo í kveðju sinni. Yfir sex milljónir höfðu líkað við færslu hans í morgun. Ronaldo skoraði þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni en hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum og United fékk bara eitt stig af níu mögulegum í þeim. Hann hefur aftur á móti skorað í báðum Meistaradeildarleikjum liðsins þar á meðal sigurmarkið á móti Villarreal í uppbótartíma í síðasta leik. Lionel Messi skoraði tvö mörk í endurkomusigri í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það ætti að boða gott fyrir United liðið enda Ronaldo vanur að svara því inn á vellinum þegar Messi stelur fyrirsögnunum. Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
United liðið tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og Ronaldo sjálfur átti ekki góðan leik. Honum hefur ekki tekist að fylgja eftir góðri byrjun þar sem hann var kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Pressan er nú mikil á Ronaldo og öllu United liðinu því auk þess að vera að missa af lestinni í titilbaráttunni með sama áframhaldi þá gæti liðið flækt málin talsvert í Meistaradeildinni með slæmum úrslitum á móti Atalanta. Ronaldo sendi frá sér þessa kveðju hér fyrir neðan en hann er með 357 milljónir fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Okkar tími er að koma! Við þurfum að sýna hverjir við erum og úr hverju við erum gerðir. Meistaradeildin er fullkomin keppni til að sanna okkur fyrir heiminum. Engar afsakanir. Keyrum á þetta,“ skrifaði Cristiano Ronaldo í kveðju sinni. Yfir sex milljónir höfðu líkað við færslu hans í morgun. Ronaldo skoraði þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni en hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum og United fékk bara eitt stig af níu mögulegum í þeim. Hann hefur aftur á móti skorað í báðum Meistaradeildarleikjum liðsins þar á meðal sigurmarkið á móti Villarreal í uppbótartíma í síðasta leik. Lionel Messi skoraði tvö mörk í endurkomusigri í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það ætti að boða gott fyrir United liðið enda Ronaldo vanur að svara því inn á vellinum þegar Messi stelur fyrirsögnunum. Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira