Innlent

Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Reykjanesbæ. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Reykjanesbæ. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri.

Í forsíðufrétt Víkurfrétta um málið segir að skólastjóri Myllubakkaskóla sé meðal nokkurra sem eru í veikindaleyfi vegna myglunnar.

Víkurfréttir hafa eftir Helga Arnarssyni, sviðsstjóra fræðslusviðs Reykjanesbæjar, að myglan hafi greinst fyrst fyrir tæpum tveimur árum. Það hafi þó reynst erfiðar að fjarlægja hana en talið var. Elsti hluti skólans var reistur árið 1952.

Stofna á starfshópa sem eiga að kanna umfang vandans og finna lausnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×