Greindi frá því í beinni að hann væri með MS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 23:19 John King er ein helsta stjarna CNN. Ethan Miller/Getty Images) John King, einn af helstu fréttaþulum bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CNN, greindi frá því í dag í miðjum umræðuþætti hans á sjónvarpstöðinni að hann væri með taugasjúkdóminn MS. Hann segist vera þakklátur fyrir það að samstarfsfélagar hans séu bólusettir gegn Covid-19. King hefur vakið gríðarlega athygli í kringum kosningar í Bandaríkjunum, ekki síst í síðustu forsetakosningum þar í landi þar sem hann var tímunum saman á skjánum að greina stöðuna fyrir framan Töfravegginn svokallaða, sem sýndi stöðuna í kosningunum í rauntíma eftir ríkjum og sýslum í Bandaríkjunum. „Ég ætla að segja ykkur leyndarmál sem ég hef aldrei greint frá áður,“ sagði King. „Ég er með MS. Ég er þakklátur fyrir að þið eruð bólusett.“ —@JohnKingCNN: "I'm going to share a secret I've never shared before: I am immunocompromised. I have multiple sclerosis. So I'm grateful you're all vaccinated...." pic.twitter.com/7vOk2CxXRP— Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2021 Þeir sem eru með MS eru flestir á ónæmisbælandi lyfjum og flokkast þeir því í áhættuhóp vegna Covid-19 Hvatti King sem flesta til að láta bólusetja sig, ekki bara til þess að verja sig fyrir Covid-19, heldur einnig til þess að vernda aðra sem eiga á að hættu að þola það illa að sýkjast af Covid-19, líkt og King sjálfur. King sagði frá sjúkdómsgreiningunni í miðjum umræðum um andlát Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem lést í vikunni vegna fylgikvilla Covid-19. Powell var 84 ára gamall og fullbólusettur. Powell var með krabbamein sem veikti ónæmiskerfi hans. „Ég er ekki hrifinn af því að ríkisstjórnin segi mér hvað ég á að gera. Ég er ekki hrifinn af því þegar yfirmenn mínir gera það. En í þessu tilviki er það mikilvægt.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
King hefur vakið gríðarlega athygli í kringum kosningar í Bandaríkjunum, ekki síst í síðustu forsetakosningum þar í landi þar sem hann var tímunum saman á skjánum að greina stöðuna fyrir framan Töfravegginn svokallaða, sem sýndi stöðuna í kosningunum í rauntíma eftir ríkjum og sýslum í Bandaríkjunum. „Ég ætla að segja ykkur leyndarmál sem ég hef aldrei greint frá áður,“ sagði King. „Ég er með MS. Ég er þakklátur fyrir að þið eruð bólusett.“ —@JohnKingCNN: "I'm going to share a secret I've never shared before: I am immunocompromised. I have multiple sclerosis. So I'm grateful you're all vaccinated...." pic.twitter.com/7vOk2CxXRP— Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2021 Þeir sem eru með MS eru flestir á ónæmisbælandi lyfjum og flokkast þeir því í áhættuhóp vegna Covid-19 Hvatti King sem flesta til að láta bólusetja sig, ekki bara til þess að verja sig fyrir Covid-19, heldur einnig til þess að vernda aðra sem eiga á að hættu að þola það illa að sýkjast af Covid-19, líkt og King sjálfur. King sagði frá sjúkdómsgreiningunni í miðjum umræðum um andlát Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem lést í vikunni vegna fylgikvilla Covid-19. Powell var 84 ára gamall og fullbólusettur. Powell var með krabbamein sem veikti ónæmiskerfi hans. „Ég er ekki hrifinn af því að ríkisstjórnin segi mér hvað ég á að gera. Ég er ekki hrifinn af því þegar yfirmenn mínir gera það. En í þessu tilviki er það mikilvægt.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira