Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 21:13 Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neytendastofa sektaði fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. nýverið um þrjár milljónir króna fyrir auglýsingar um „krísu-útrýmingarsölu“ á teppum. Alan Talib, eigandi fyrirtækisins, sagðist vera í áfalli í gær vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Þórunn vildi ekki tala um mál Cromwell Rugs heldur talaði hún á almennum nótum. Aðspurð um það hvort ómögulegt væri fyrir ný fyrirtæki að bjóða tilboðsverð á fyrsta degi, sagði hún svo ekki vera. Meðal annars væri hægt að vera með kynningarverð en þá væri gerð krafa um að varan færi á auglýst fyrra verð þegar kynningartilboðinu lýkur. „Síðan er auðvitað ekkert sem bannar það að fyrirtæki kynni að það hafi góð verð eða eru með einhverjar aðrar fullyrðingar sem hægt er að sýna fram á,“ sagði Þórunn. Hún sagði að fyrirtæki þyrftu að geta sannað allar fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum og þær mættu ekki vera villandi fyrir neytendur. Hlusta má á Þórunni í spilaranum hér að neðan. Þórunn sagði Neytendastofu hafa fengið tilkynningar um að útsölur hafi staðið lengur en í sex vikur og mjög margar tilkynningar um að fyrri auglýst verð hafi ekki verið rétt í útsölum. Það sama sé gert í öllum málum sem þessum. Sjá einnig: Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Hún sagði sektina gegn Cromwell Rugs ekki vera þá hæstu sem Neytendastofa hefði beitt. Hún var ekki með á hreinu hver hæsta sektin í sambærilegu máli væri en sagði að almennt væri allur sektaramminn notaður. Hann væri að hámarki tíu milljónir. „En þetta er tiltölulega há sekt. Það er alveg rétt,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Fjölmargar ábendingar bærust til Neytendastofu en í flestum tilfellum gætu fyrirtækin sýnt fram á að fullyrðingar þeirra ættu rétt á sér. Nú er mikið verslunartímabil að hefjast og á þessum árstíma berist margar ábendingar til Neytendastofu. Neytendur Verslun Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Neytendastofa sektaði fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. nýverið um þrjár milljónir króna fyrir auglýsingar um „krísu-útrýmingarsölu“ á teppum. Alan Talib, eigandi fyrirtækisins, sagðist vera í áfalli í gær vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Þórunn vildi ekki tala um mál Cromwell Rugs heldur talaði hún á almennum nótum. Aðspurð um það hvort ómögulegt væri fyrir ný fyrirtæki að bjóða tilboðsverð á fyrsta degi, sagði hún svo ekki vera. Meðal annars væri hægt að vera með kynningarverð en þá væri gerð krafa um að varan færi á auglýst fyrra verð þegar kynningartilboðinu lýkur. „Síðan er auðvitað ekkert sem bannar það að fyrirtæki kynni að það hafi góð verð eða eru með einhverjar aðrar fullyrðingar sem hægt er að sýna fram á,“ sagði Þórunn. Hún sagði að fyrirtæki þyrftu að geta sannað allar fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum og þær mættu ekki vera villandi fyrir neytendur. Hlusta má á Þórunni í spilaranum hér að neðan. Þórunn sagði Neytendastofu hafa fengið tilkynningar um að útsölur hafi staðið lengur en í sex vikur og mjög margar tilkynningar um að fyrri auglýst verð hafi ekki verið rétt í útsölum. Það sama sé gert í öllum málum sem þessum. Sjá einnig: Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Hún sagði sektina gegn Cromwell Rugs ekki vera þá hæstu sem Neytendastofa hefði beitt. Hún var ekki með á hreinu hver hæsta sektin í sambærilegu máli væri en sagði að almennt væri allur sektaramminn notaður. Hann væri að hámarki tíu milljónir. „En þetta er tiltölulega há sekt. Það er alveg rétt,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Fjölmargar ábendingar bærust til Neytendastofu en í flestum tilfellum gætu fyrirtækin sýnt fram á að fullyrðingar þeirra ættu rétt á sér. Nú er mikið verslunartímabil að hefjast og á þessum árstíma berist margar ábendingar til Neytendastofu.
Neytendur Verslun Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira