Sýknaður af því að hafa beitt blekkingum til að öðlast veiðirétt í sunnlenskri á Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 21:27 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands, sem staðsettur er á Selfossi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sakaður var um að hafa beitt blekkingum til að koma því til leiðar að félag í hans eigu væri með gildandi leigusamning um veiðirétt í ótilgreindri sunnlenskri á hefur verið sýknaður af ákæru þess efnis. Maðurinn var ákærður í mars síðastliðnum fyrir að hafa framvísað fölsuðum leigusamningi um leigurétt í umræddri á, og þannig með blekkingum reynt að koma því til leiðar að félag í hans eigu, væri með gildandi leigusamning um veiðirétt í ánni, frá 15. maí 2013 til 1. október 2016. Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu en málið má rekja til þess að þrír einstaklingar lögðu fram kæru á hendur manninum fyrir skjalafals. Í bréfi þeirra til lögreglunnar á Selfossi kom fram að í framhaldi af útboði á leigu veiðiréttar í tveimur ám hafi verið samið við áðurnefnt félag í eigu hins ákærða. Samningum var hins vegar rift árið 2013 vegna vanskila á leigugreiðslum. Eftir riftunina hélt ákærði því fram að á sama tíma og skrifað var undir samninginn sem var á endanum rift, hafi sömu aðilar gert annan samning um leigu á veiðirétt í þriðju ánni fyrir árin 2013 til 2016. Framvísaði hann samningi um það. Samningurinn ekki rannsakaður Kærendur töldu skjalið bera með sér að nöfn þeirra hefðu verið handrituð á það, en þeir könnuðust ekki við skjalið eða handritun sína á því. Kærendur töldu skjalið því falsað sem og handritun þeirra á það og óskuðu eftir rannsókn lögreglu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að engin rannsókn hafi farið fram á þeim undirritunum sem voru á umræddu skjali, auk þess sem að allmörg ár hafi liðið frá atvikum málsins. Þá hafi vitni ekki útilokað að hann hafi gefið ákærða leyfi til þess að prófa að veiða í umræddri á. Þá sagðist annað vitni hafa vottað einn samning í þremur eintökum, þó viðkomandi hafi aðeins lesið fyrsta eintakið. Segir í dómi héraðsdóms að miðað við þetta verði að telja að það leiki mikill vafi á því hvort að ákærða hafi verið ljóst að umræddur samingur hafi verið eða kunni að hafa verið falsaður. Því hafi ekki verið hjá því komist að sýkna manninn af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Stangveiði Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Maðurinn var ákærður í mars síðastliðnum fyrir að hafa framvísað fölsuðum leigusamningi um leigurétt í umræddri á, og þannig með blekkingum reynt að koma því til leiðar að félag í hans eigu, væri með gildandi leigusamning um veiðirétt í ánni, frá 15. maí 2013 til 1. október 2016. Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu en málið má rekja til þess að þrír einstaklingar lögðu fram kæru á hendur manninum fyrir skjalafals. Í bréfi þeirra til lögreglunnar á Selfossi kom fram að í framhaldi af útboði á leigu veiðiréttar í tveimur ám hafi verið samið við áðurnefnt félag í eigu hins ákærða. Samningum var hins vegar rift árið 2013 vegna vanskila á leigugreiðslum. Eftir riftunina hélt ákærði því fram að á sama tíma og skrifað var undir samninginn sem var á endanum rift, hafi sömu aðilar gert annan samning um leigu á veiðirétt í þriðju ánni fyrir árin 2013 til 2016. Framvísaði hann samningi um það. Samningurinn ekki rannsakaður Kærendur töldu skjalið bera með sér að nöfn þeirra hefðu verið handrituð á það, en þeir könnuðust ekki við skjalið eða handritun sína á því. Kærendur töldu skjalið því falsað sem og handritun þeirra á það og óskuðu eftir rannsókn lögreglu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að engin rannsókn hafi farið fram á þeim undirritunum sem voru á umræddu skjali, auk þess sem að allmörg ár hafi liðið frá atvikum málsins. Þá hafi vitni ekki útilokað að hann hafi gefið ákærða leyfi til þess að prófa að veiða í umræddri á. Þá sagðist annað vitni hafa vottað einn samning í þremur eintökum, þó viðkomandi hafi aðeins lesið fyrsta eintakið. Segir í dómi héraðsdóms að miðað við þetta verði að telja að það leiki mikill vafi á því hvort að ákærða hafi verið ljóst að umræddur samingur hafi verið eða kunni að hafa verið falsaður. Því hafi ekki verið hjá því komist að sýkna manninn af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Stangveiði Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira