Biður forseta loftslagsráðstefnunnar um að úthýsa olíuforkólfum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 10:46 Í bréfi sem Andrés Ingi Jónsson sendi forseta loftslagsráðstefnu SÞ og umhverfisráðherra vill hann að fólk og félagasamtök fái frekar aðgang að ráðstefnunni en forstjórar mengandi stórfyrirtækja. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur sent forseta loftslagsráðstefnunnar COP-26 sem fer fram í Glasgow í næsta mánuði um að sparka fulltrúum mengandi iðnaðar út af gestalista ráðstefnunnar. Tvö hundruð aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna eiga að kynna hert markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á COP-26 ráðstefnunni sem stendur yfir dagana 31. október til 12. nóvember. Árið 2015 samþykktu þau Parísarsamkomulagið sem kveður á um að halda skuli hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Auk þjóðríkja eiga alls kyns fyrirtæki og hagsmunasamtök fulltrúa á ráðstefnunni. Í bréfi sem Andrés Ingi sendi Alok Sharma, forseta COP-26, tekur þingmaðurinn undir áskorun alþjóðlegra samtaka græningja um að stórmengendur fái ekki sæti á þinginu. Presented @UKinIceland embassy with letter to @AlokSharma_RDG, urging him to kick polluters out of @COP26 and give their spots to people working on the frontlines of our future.Sign the petition organized by @FYEG @tilt_green here: https://t.co/ehYfDglu6f pic.twitter.com/kZqWiEClfn— Andrés Ingi (@andresingi) October 19, 2021 Í áskoruninni segir að forstjórar jarðefnaeldsneytisfyrirtækja fái sérstakan aðgang að ráðstefnunni á meðan ungt fólk, aðgerðarsinnar, frumbyggjar og fulltrúar samfélaga í framvarðarlínu loftslagsbreytinga þurfi að sitja heima. Þessi stjórnendur hafi margsannað að þeir séu tilbúnir til að skemma fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Andrés Ingi lýsir ráðstefnunni í Glasgow sem úrslitastund fyrir baráttuna við loftslagsbreytingar í bréfi sem hann sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, starfandi umhverfisráðherra, vegna áskorunarinnar. „[Þ]á þykir mér skjóta skökku við að hagsmunasamtök mengandi iðnaðar hafi greiðari aðgang að ráðstefnunni en fólk og félagasamtök sem er að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar. Við þekkjum allt of vel hvernig mengunarvaldar geta haft slæm áhrif á niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ,“ skrifar þingmaðurinn til ráðherrrans. Hvetur hann umhverfisráðherra til þess að taka undir áskorunina til að íslensk stjórnvöld sýni í verki að þau standi frekar með fólki en mengandi stórfyrirtækjum. Varað var við því að hnattræn hlýnun færi líklega umfram 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun á næstu árum í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, hefur lýst ráðstefnunni í Glasgow sem síðasta tækifæri heimsbyggðarinnar til að taka sig saman í andlitinu í loftslagsmálum. Verði ekki dregið nægilega mikið úr losun á allra næstu árum verði enginn möguleiki á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Píratar Skotland Alþingi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Tvö hundruð aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna eiga að kynna hert markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á COP-26 ráðstefnunni sem stendur yfir dagana 31. október til 12. nóvember. Árið 2015 samþykktu þau Parísarsamkomulagið sem kveður á um að halda skuli hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Auk þjóðríkja eiga alls kyns fyrirtæki og hagsmunasamtök fulltrúa á ráðstefnunni. Í bréfi sem Andrés Ingi sendi Alok Sharma, forseta COP-26, tekur þingmaðurinn undir áskorun alþjóðlegra samtaka græningja um að stórmengendur fái ekki sæti á þinginu. Presented @UKinIceland embassy with letter to @AlokSharma_RDG, urging him to kick polluters out of @COP26 and give their spots to people working on the frontlines of our future.Sign the petition organized by @FYEG @tilt_green here: https://t.co/ehYfDglu6f pic.twitter.com/kZqWiEClfn— Andrés Ingi (@andresingi) October 19, 2021 Í áskoruninni segir að forstjórar jarðefnaeldsneytisfyrirtækja fái sérstakan aðgang að ráðstefnunni á meðan ungt fólk, aðgerðarsinnar, frumbyggjar og fulltrúar samfélaga í framvarðarlínu loftslagsbreytinga þurfi að sitja heima. Þessi stjórnendur hafi margsannað að þeir séu tilbúnir til að skemma fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Andrés Ingi lýsir ráðstefnunni í Glasgow sem úrslitastund fyrir baráttuna við loftslagsbreytingar í bréfi sem hann sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, starfandi umhverfisráðherra, vegna áskorunarinnar. „[Þ]á þykir mér skjóta skökku við að hagsmunasamtök mengandi iðnaðar hafi greiðari aðgang að ráðstefnunni en fólk og félagasamtök sem er að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar. Við þekkjum allt of vel hvernig mengunarvaldar geta haft slæm áhrif á niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ,“ skrifar þingmaðurinn til ráðherrrans. Hvetur hann umhverfisráðherra til þess að taka undir áskorunina til að íslensk stjórnvöld sýni í verki að þau standi frekar með fólki en mengandi stórfyrirtækjum. Varað var við því að hnattræn hlýnun færi líklega umfram 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun á næstu árum í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, hefur lýst ráðstefnunni í Glasgow sem síðasta tækifæri heimsbyggðarinnar til að taka sig saman í andlitinu í loftslagsmálum. Verði ekki dregið nægilega mikið úr losun á allra næstu árum verði enginn möguleiki á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Píratar Skotland Alþingi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira