Tókst ekki að fá Diego Simeone til að svara gagnrýni Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 12:30 Knattspyrnustjórarnir Diego Simeone og Jürgen Klopp heilsast fyrir síðast leik milli sinna leikja. Getty/Nick Potts Atletico Madrid tekur á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld og blaðamann voru að reyna að veiða þjálfara spænska félagsins til skjóta til baka á þjálfara enska liðsins. Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var hins vegar í engu stuði til að hefja eitthvað orðastríð við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Atletico Madrid liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni vorið 2020 eftir 1-0 sigur í heimaleiknum og svo 3-2 sigur á Anfield í seinni leiknum þremur vikum síðar. Eftir þann leik þá gagnrýndi pirraður Klopp leikstíl Atletico liðsins. Jurgen Klopp explains his 'angry' criticism of Atletico Madrid and makes Diego Simeone claim #lfc https://t.co/8PWUk7jvfl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 18, 2021 „Ég er algjörlega ánægður með frammistöðuna. Það er svo erfitt að spila á móti svona liði. Ég skil ekki að lið með þessi gæði spili svona fótbolta. Ég skil það ekki en sigurvegarinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Jürgen Klopp í mars 2020 og hann hélt áfram: „Þegar ég sé leikmenn eins og (Marcos) Llorente, Koke og Saul. Þeir gætu verið að spila almennilegan fótbolta en þeir sitja djúpt á sínum vallarhelmingi og bíða eftir skyndisóknum. Þeir unnu okkur samt, við sættum okkur við það og óskum þeim til hamingju,“ sagði Klopp. Diego Simeone was asked about Jurgen Klopp's criticism of how his teams play football...He literally had nothing to say pic.twitter.com/v3OAvtXy8J— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 18, 2021 Argentínski þjálfarinn var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og það stóð á svari. Simone brosti þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við Klopp og svaraði: „Ekkert,“ sagði Simone sem var líka duglegur að hrósa liði Liverpool. „Chelsea, City og Liverpool eru öll á frábærum stað. Það er gaman að sjá öll þessi þrjú lið spila,“ sagði Simone. „Liverpool liðið vinnur vel saman, pressar hátt upp á vellinum og nýtir sér svæðin vel á vellinum,“ sagði Simone. „Endurkoma (Virgil) van Dijk gerir þeim kleift að spila aftur sinn flotta varnarleik. Ég býst ekki við neinu öðru en mjög áköfu Liverpool liðið en við mun reyna að særa þá,“ sagði Simone. „Þegar þú mætir Liverpool þá er ljóst að þú mátt ekki vera of ákafur og verður svo að leita að tækifærum í leiknum,“ sagði Simone. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var hins vegar í engu stuði til að hefja eitthvað orðastríð við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Atletico Madrid liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni vorið 2020 eftir 1-0 sigur í heimaleiknum og svo 3-2 sigur á Anfield í seinni leiknum þremur vikum síðar. Eftir þann leik þá gagnrýndi pirraður Klopp leikstíl Atletico liðsins. Jurgen Klopp explains his 'angry' criticism of Atletico Madrid and makes Diego Simeone claim #lfc https://t.co/8PWUk7jvfl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 18, 2021 „Ég er algjörlega ánægður með frammistöðuna. Það er svo erfitt að spila á móti svona liði. Ég skil ekki að lið með þessi gæði spili svona fótbolta. Ég skil það ekki en sigurvegarinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Jürgen Klopp í mars 2020 og hann hélt áfram: „Þegar ég sé leikmenn eins og (Marcos) Llorente, Koke og Saul. Þeir gætu verið að spila almennilegan fótbolta en þeir sitja djúpt á sínum vallarhelmingi og bíða eftir skyndisóknum. Þeir unnu okkur samt, við sættum okkur við það og óskum þeim til hamingju,“ sagði Klopp. Diego Simeone was asked about Jurgen Klopp's criticism of how his teams play football...He literally had nothing to say pic.twitter.com/v3OAvtXy8J— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 18, 2021 Argentínski þjálfarinn var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og það stóð á svari. Simone brosti þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við Klopp og svaraði: „Ekkert,“ sagði Simone sem var líka duglegur að hrósa liði Liverpool. „Chelsea, City og Liverpool eru öll á frábærum stað. Það er gaman að sjá öll þessi þrjú lið spila,“ sagði Simone. „Liverpool liðið vinnur vel saman, pressar hátt upp á vellinum og nýtir sér svæðin vel á vellinum,“ sagði Simone. „Endurkoma (Virgil) van Dijk gerir þeim kleift að spila aftur sinn flotta varnarleik. Ég býst ekki við neinu öðru en mjög áköfu Liverpool liðið en við mun reyna að særa þá,“ sagði Simone. „Þegar þú mætir Liverpool þá er ljóst að þú mátt ekki vera of ákafur og verður svo að leita að tækifærum í leiknum,“ sagði Simone.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira