Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2021 23:31 Donald Trump er ekki lengur forseti Bandaríkjanna. Scott Olson/Getty Images Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. Sérstök nefnd fulltrúadeildarinnar rannsakar nú árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í janúar og aðdraganda hennar. Meðal þess sem nefndin vill kanna eru skjöl frá forsetatíð Trumps. Trump hefur farið fram á að skjölin njóti sérstakrar forsetaverndar en ríkisstjórn Joe Biden, arftaka Trump á forsetastóli, hefur neitað að verða við þeirri bón. Í frétt CNN segir að Trump leggist gegn því að nefndin fái að skoða um fjörutíu skjöl og hefur hann stefnt nefndinni til þess að koma í veg fyrir að skjölin verði gerð aðgengileg. Búist er við að Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna, sem geymir skjölin, afhendi þau í byrjun næsta mánaðar. Segir Trump að gagnabeiðni nefndarinnar sé svo víð að engin lögmætur grundvöllur sé fyrir henni. Þá sé að hans mati ljóst að lög um forsetaskjöl standist ekki stjórnarskrá séu þau túlkuð svo vítt að sitjandi forseti geti lyft forsetavernd af skjölunum örfáum mánuðum eftir að forveri hans lætir af hendi, en Trump vill meina að Biden sé að koma á sig pólitísku höggi með því að koma í veg fyrir að forsetavernd gildi um skjölin. Trump var kærður fyrir embættisbrot vegna árásinnar á þinghúsið en hann var talinn hafa eggjað stuðningsmenn sína til hennar með þrálátum lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Öldungadeild þingsins sýknaði hann af kærunni. Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7. október 2021 22:30 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Sérstök nefnd fulltrúadeildarinnar rannsakar nú árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í janúar og aðdraganda hennar. Meðal þess sem nefndin vill kanna eru skjöl frá forsetatíð Trumps. Trump hefur farið fram á að skjölin njóti sérstakrar forsetaverndar en ríkisstjórn Joe Biden, arftaka Trump á forsetastóli, hefur neitað að verða við þeirri bón. Í frétt CNN segir að Trump leggist gegn því að nefndin fái að skoða um fjörutíu skjöl og hefur hann stefnt nefndinni til þess að koma í veg fyrir að skjölin verði gerð aðgengileg. Búist er við að Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna, sem geymir skjölin, afhendi þau í byrjun næsta mánaðar. Segir Trump að gagnabeiðni nefndarinnar sé svo víð að engin lögmætur grundvöllur sé fyrir henni. Þá sé að hans mati ljóst að lög um forsetaskjöl standist ekki stjórnarskrá séu þau túlkuð svo vítt að sitjandi forseti geti lyft forsetavernd af skjölunum örfáum mánuðum eftir að forveri hans lætir af hendi, en Trump vill meina að Biden sé að koma á sig pólitísku höggi með því að koma í veg fyrir að forsetavernd gildi um skjölin. Trump var kærður fyrir embættisbrot vegna árásinnar á þinghúsið en hann var talinn hafa eggjað stuðningsmenn sína til hennar með þrálátum lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Öldungadeild þingsins sýknaði hann af kærunni.
Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7. október 2021 22:30 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7. október 2021 22:30
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50