Gates hafi verið ráðlagt að láta af óviðeigandi tölvupóstsamskiptum Árni Sæberg skrifar 18. október 2021 21:56 Bill Gates er sagður hafa átt í kynferðislegum samskiptum við starfsmann Microsoft. Getty Images Yfirmenn hjá Microsoft eru sagðir hafa ráðlagt Bill Gates að hætta kynferðislegum tölvupóstsamskiptum við kvenkyns starfsmann fyrirtækisins árið 2008. Árið 2020 tilkynnti Bill Gates að hann myndi segja sig úr stjórn tæknirisans Microsoft í þeim tilgangi að einbeita sér að góðgerðarstarfsemi sinni. Hann hafði áður látið af daglegum störfum innan fyrirtækisins árið 2018. Fljótlega eftir afsögnina greindi Wall Street Journal frá því að Gates hefði í raun hætt vegna þess að rannsókn væri hafin innan fyrirtækisins á meintu ástarsambandi hans við verkfræðing sem starfaði hjá Microsoft. New York Times hafði áður greint frá því að Gates hefði verið þekktur fyrir að reyna við konur sem störfuðu hjá Microsoft og góðgerðastofnun þeirra Melindu Gates, þáverandi konu hans. Hjónin skildu fyrr á þessu ári. Samskiptin hafi verið kynferðislegs eðlis Í nýlegri grein Wall Street Journal segir að stjórnendur Microsoft hafi komist á snoðir um óviðeigandi tölvupóstsamskipti milli Gates og kvenkyns starfsmanns fyrirtækisins árið 2008, rúmum áratug áður en hann sagði sig frá stjórninni og skildi við eiginkonu sína. Gates er sagður hafa stigið í vænginn við konuna og átt í kynferðislegum samskiptum við hana í tölvupósti. Þá segir að stjórnendurnir Brad Smith, þáverandi yfirlögmaður, og Lisa Brummel, þáverandi mannauðsstjóri, hafi ráðlagt Gates að láta af samskiptunum. Hann hafi fallist á að þau væru ekki skynsamleg og samþykkt að binda enda á þau. Talsmaður Microsoft vísar fréttaflutningnum til föðurhúsanna í samtali við The Guardian. „Þessar fullyrðingar eru falskir, endurnýttir orðrómar frá heimildarmönnum sem hafa enga beina vitneskju, og í sumum tilvika hagsmunaárekstra,“ segir talsmaðurinn. Bandaríkin Microsoft Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Árið 2020 tilkynnti Bill Gates að hann myndi segja sig úr stjórn tæknirisans Microsoft í þeim tilgangi að einbeita sér að góðgerðarstarfsemi sinni. Hann hafði áður látið af daglegum störfum innan fyrirtækisins árið 2018. Fljótlega eftir afsögnina greindi Wall Street Journal frá því að Gates hefði í raun hætt vegna þess að rannsókn væri hafin innan fyrirtækisins á meintu ástarsambandi hans við verkfræðing sem starfaði hjá Microsoft. New York Times hafði áður greint frá því að Gates hefði verið þekktur fyrir að reyna við konur sem störfuðu hjá Microsoft og góðgerðastofnun þeirra Melindu Gates, þáverandi konu hans. Hjónin skildu fyrr á þessu ári. Samskiptin hafi verið kynferðislegs eðlis Í nýlegri grein Wall Street Journal segir að stjórnendur Microsoft hafi komist á snoðir um óviðeigandi tölvupóstsamskipti milli Gates og kvenkyns starfsmanns fyrirtækisins árið 2008, rúmum áratug áður en hann sagði sig frá stjórninni og skildi við eiginkonu sína. Gates er sagður hafa stigið í vænginn við konuna og átt í kynferðislegum samskiptum við hana í tölvupósti. Þá segir að stjórnendurnir Brad Smith, þáverandi yfirlögmaður, og Lisa Brummel, þáverandi mannauðsstjóri, hafi ráðlagt Gates að láta af samskiptunum. Hann hafi fallist á að þau væru ekki skynsamleg og samþykkt að binda enda á þau. Talsmaður Microsoft vísar fréttaflutningnum til föðurhúsanna í samtali við The Guardian. „Þessar fullyrðingar eru falskir, endurnýttir orðrómar frá heimildarmönnum sem hafa enga beina vitneskju, og í sumum tilvika hagsmunaárekstra,“ segir talsmaðurinn.
Bandaríkin Microsoft Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira