Samþætt þjónusta og snemmtækur stuðningur við börnin í Árborg Þorsteinn Hjartarson skrifar 18. október 2021 18:00 Starfsfólk á fjölskyldusviði Árborgar er þessa dagana að undirbúa innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en lögin taka gildi um næstu áramót. Undirbúningurinn felur meðal annarsí sér að endurskoða alla verkferla og leggja áherslu á samhæfingu verklags þvert á deildir. Í þessari vinnu kemur sér vel að hafa farið í gegnum skipulagsbreytingar á undanförnum árum og ítarlega skoðun á allri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins, ekki síst á þjónustuþáttum er snerta börn, frístundstarf, félagsþjónustu og skóla. Að margra mati var stofnun skólaþjónustu Árborgar árið 2014 stórt skref til framfara og einnig stofnun fjölskyldusviðs árið 2019, en þá voru skólar, skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístundaþjónusta sameinuð á eitt fagsvið. Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því á undanförnum mánuðum að efla snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Eitt af verkefnum okkar hefur verið að styrkja ráðgjafarteymi leikskólanna sem komið var á laggirnar fyrir nokkrum árum. Þar er um að ræða þverfaglegt teymi sem kemur saman einu sinni í viku með einum leikskóla í senn. Þar sitja, skólastjórnendur, deildarstjórar í viðkomandi leikskóla og sérfræðingar frá skólaþjónustu og félagsþjónustu. Frá heilsugæslu kemur hjúkrunarfræðingur frá ung- og smábarnavernd. Markmið fundanna er að vera ráðgefandi fyrir starfsfólk í leikskólum og stuðla að snemmtækum stuðningi við leikskólabörn og forráðamenn þeirra. Í öllum grunnskólum sveitarfélagsins eru starfrækt lausnateymi og ef þörf er á aðkomu fleiri sérfræðinga, sem ekki eru hluti af stoðþjónustu skólans, fara umsóknir um þverfaglega aðkomu sérfræðinga í gegnum nemendaverndarráð. Í kjölfarið er hvert mál kortlagt og þörf fyrir samþættingu þjónustu metin í samvinnu við foreldra. Þegar beiðni um samþættingu þjónustu liggur fyrir er málið sett til viðeigandi málstjóra sem vinnur í nánu samstarfi við tengiliði í leik- og grunnskólum. Málstjóri og tengiliður bera ábyrgð á því að koma á formlegu stuðningssteymi barns sem kortleggur þörf fyrir aðlögun og stuðning á grunni stuðningsáætlunar. Vinna okkar með fagteymum frá skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu gengur út á að móta verkferla innan kerfa og á milli kerfa sem styðja við það að samþætt þjónusta hefjist sem fyrst í ferlinu. Þátttaka fjölskyldusviðs Árborgar í landshlutateymi Suðurlands og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hefur stutt vel við þróunarferlið þar sem unnið var að því að auka samvinnu og samráð á milli GRR og þjónustuaðila í heimabyggð við greiningarferli, eftirfylgd, íhlutunarleiðir, ráðgjöf og skipulag fræðslu. Ávinningur þessa samstarfs er verulegur, því bæði verklag og hlutverk eru orðin skýrari hjá þeim sem vinna að þróun samþættrar þjónustu á fjölskyldusviði. Fjölskyldusvið hefur lagt mikla áherslu á vinnu í anda snemmtæks stuðnings við börn í Árborg og því var ráðinn ráðgjafi til félagsþjónustu sem sinnir sérstaklega barna- og fjölskyldumálum og nýlega var ráðið í nýtt starf unglingaráðgjafa. Þetta er liður í því að hafa þjónustu fjölskyldusviðs aðgengilega og koma henni að á fyrri stigum áður en vandinn verður stór og jafnvel að barnaverndarmáli. Í umbótavinnunni hefur frístundaþjónustan tekið virkan þátt og allt samstarf félagsmiðstöðvar við grunnskóla og félagsþjónustu hefur stóraukist, m.a. hafa sérstök stuðningsúrræði verið þróuð hjá félagsmiðstöðinni. Einnig hefur verið unnið að eflingu faglegs starfs á frístundaheimilum sveitarfélagsins. Kynningar- og samráðsfundir eru fyrirhugaðir á næstu vikum með stjórnendum í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöð og fleiri hagsmunaðilum vegna innleiðingar á farsældarlögunum. Góð fjármögnun og fjölbreytt úrræði fyrir börn eru forsenda árangurs Svo innleiðing nýrra laga gangi vel fyrir sig þarf að koma meira til en samþætting þjónustunnar í heimabyggð. Ljóst er að stóraukið fjármagn þarf að koma til sveitarfélaganna en á nýlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaga komu fram efasemdaraddir um að 1 milljarður myndi duga eins og áætlanir ríkisins gera ráð fyrir. Auk þess ber ríkið ábyrgð á mörgum mikilvægum þjónustuþáttum fyrir börn sem þurfa að vera í góðu lagi svo markmið farsældarlaganna náist fram. Því miður þarf starfsfólk skólanna og velferðarþjónustu sveitarfélaga oftar en ekki að eyða tíma og orku í verkefni sem ríkið á að sinna sem kemur niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í þessu sambandi er rétt að nefna langa biðlista á BUGL og Þroska- og hegðunarstöð. Jafnframt eru úrræði Barnaverndarstofu af skornum skammti og langir biðlistar eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn á heilsugæslustöðvum. Þá eru langir biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir sem Sjúkratryggingar Íslands eiga að fjármagna.Af þessu má sjá að yfirvöld félags- og heilbrigðismála þurfa að huga betur að skyldum sínum er varða þjónustuþætti sem ríkið ber ábyrgð á og blása til sóknar. Ef það verður ekki gert mun þetta ófremdarástand bitna á börnunum og gera okkur öllum erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Við á fjölskyldusviði Árborgar tökum þetta mikilvæga verkefni alvarlega enda er velferð barna okkar í húfi. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Starfsfólk á fjölskyldusviði Árborgar er þessa dagana að undirbúa innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en lögin taka gildi um næstu áramót. Undirbúningurinn felur meðal annarsí sér að endurskoða alla verkferla og leggja áherslu á samhæfingu verklags þvert á deildir. Í þessari vinnu kemur sér vel að hafa farið í gegnum skipulagsbreytingar á undanförnum árum og ítarlega skoðun á allri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins, ekki síst á þjónustuþáttum er snerta börn, frístundstarf, félagsþjónustu og skóla. Að margra mati var stofnun skólaþjónustu Árborgar árið 2014 stórt skref til framfara og einnig stofnun fjölskyldusviðs árið 2019, en þá voru skólar, skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístundaþjónusta sameinuð á eitt fagsvið. Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því á undanförnum mánuðum að efla snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Eitt af verkefnum okkar hefur verið að styrkja ráðgjafarteymi leikskólanna sem komið var á laggirnar fyrir nokkrum árum. Þar er um að ræða þverfaglegt teymi sem kemur saman einu sinni í viku með einum leikskóla í senn. Þar sitja, skólastjórnendur, deildarstjórar í viðkomandi leikskóla og sérfræðingar frá skólaþjónustu og félagsþjónustu. Frá heilsugæslu kemur hjúkrunarfræðingur frá ung- og smábarnavernd. Markmið fundanna er að vera ráðgefandi fyrir starfsfólk í leikskólum og stuðla að snemmtækum stuðningi við leikskólabörn og forráðamenn þeirra. Í öllum grunnskólum sveitarfélagsins eru starfrækt lausnateymi og ef þörf er á aðkomu fleiri sérfræðinga, sem ekki eru hluti af stoðþjónustu skólans, fara umsóknir um þverfaglega aðkomu sérfræðinga í gegnum nemendaverndarráð. Í kjölfarið er hvert mál kortlagt og þörf fyrir samþættingu þjónustu metin í samvinnu við foreldra. Þegar beiðni um samþættingu þjónustu liggur fyrir er málið sett til viðeigandi málstjóra sem vinnur í nánu samstarfi við tengiliði í leik- og grunnskólum. Málstjóri og tengiliður bera ábyrgð á því að koma á formlegu stuðningssteymi barns sem kortleggur þörf fyrir aðlögun og stuðning á grunni stuðningsáætlunar. Vinna okkar með fagteymum frá skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu gengur út á að móta verkferla innan kerfa og á milli kerfa sem styðja við það að samþætt þjónusta hefjist sem fyrst í ferlinu. Þátttaka fjölskyldusviðs Árborgar í landshlutateymi Suðurlands og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hefur stutt vel við þróunarferlið þar sem unnið var að því að auka samvinnu og samráð á milli GRR og þjónustuaðila í heimabyggð við greiningarferli, eftirfylgd, íhlutunarleiðir, ráðgjöf og skipulag fræðslu. Ávinningur þessa samstarfs er verulegur, því bæði verklag og hlutverk eru orðin skýrari hjá þeim sem vinna að þróun samþættrar þjónustu á fjölskyldusviði. Fjölskyldusvið hefur lagt mikla áherslu á vinnu í anda snemmtæks stuðnings við börn í Árborg og því var ráðinn ráðgjafi til félagsþjónustu sem sinnir sérstaklega barna- og fjölskyldumálum og nýlega var ráðið í nýtt starf unglingaráðgjafa. Þetta er liður í því að hafa þjónustu fjölskyldusviðs aðgengilega og koma henni að á fyrri stigum áður en vandinn verður stór og jafnvel að barnaverndarmáli. Í umbótavinnunni hefur frístundaþjónustan tekið virkan þátt og allt samstarf félagsmiðstöðvar við grunnskóla og félagsþjónustu hefur stóraukist, m.a. hafa sérstök stuðningsúrræði verið þróuð hjá félagsmiðstöðinni. Einnig hefur verið unnið að eflingu faglegs starfs á frístundaheimilum sveitarfélagsins. Kynningar- og samráðsfundir eru fyrirhugaðir á næstu vikum með stjórnendum í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöð og fleiri hagsmunaðilum vegna innleiðingar á farsældarlögunum. Góð fjármögnun og fjölbreytt úrræði fyrir börn eru forsenda árangurs Svo innleiðing nýrra laga gangi vel fyrir sig þarf að koma meira til en samþætting þjónustunnar í heimabyggð. Ljóst er að stóraukið fjármagn þarf að koma til sveitarfélaganna en á nýlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaga komu fram efasemdaraddir um að 1 milljarður myndi duga eins og áætlanir ríkisins gera ráð fyrir. Auk þess ber ríkið ábyrgð á mörgum mikilvægum þjónustuþáttum fyrir börn sem þurfa að vera í góðu lagi svo markmið farsældarlaganna náist fram. Því miður þarf starfsfólk skólanna og velferðarþjónustu sveitarfélaga oftar en ekki að eyða tíma og orku í verkefni sem ríkið á að sinna sem kemur niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í þessu sambandi er rétt að nefna langa biðlista á BUGL og Þroska- og hegðunarstöð. Jafnframt eru úrræði Barnaverndarstofu af skornum skammti og langir biðlistar eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn á heilsugæslustöðvum. Þá eru langir biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir sem Sjúkratryggingar Íslands eiga að fjármagna.Af þessu má sjá að yfirvöld félags- og heilbrigðismála þurfa að huga betur að skyldum sínum er varða þjónustuþætti sem ríkið ber ábyrgð á og blása til sóknar. Ef það verður ekki gert mun þetta ófremdarástand bitna á börnunum og gera okkur öllum erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Við á fjölskyldusviði Árborgar tökum þetta mikilvæga verkefni alvarlega enda er velferð barna okkar í húfi. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun