Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2021 14:32 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svarar kröfu Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um tafarlausa uppbyggingu húsnæðis í borginni. vísir Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. Morgunblaðið greindi frá tillögu sjálfstæðismanna sem vilja reisa 3.000 íbúðir í Úlfarsárdal, Keldnalandinu og við BSÍ. „Það þýðir að þá verði framboðið eðlilegra, það þarf meira til. En þetta er allt svæði sem hægt er að fara í frekar hratt. Þarna eru innviðir eins og í Úlfarsárdal, það þarf ekki að fara í heildarendurskoðun á Keldnalandinu. Þetta eru 3000 íbúðir sem er hægt að fara í án tafar. BSÍ reit erum við að horfa á til viðbótar. Það eru fleiri staðir í borgarlandinu. Þessir þrír eru algjörlega í dauðafæri,“ segir Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé nægt framboð af hagstæðum lóðum svo íbúðarhúsnæði hækki ekki eins og það hefur gert um 14 til 16 prósent á síðustu 12 mánuðum. Það hefur hækkað óþægilega mikið af því það vantar lóðir. Um þetta er seðlabankastjóri, verkalýðshreyfingin og þeir sem eru að selja íbúðir sammála um.“ Borgarstjóri segir þetta pólitísk útspil, ekki lausn á heildarvandanum. Koma þurfi jafnvægi á markaðinn og borgin sé nú með 10.000 íbúðir í bígerð næstu árin, að frátöldum reitum sem eru á vegum einkaaðila. Metuppbygging húsnæðis sé því leidd af borgaryfirvöldum áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. Dagur segir borgaryfirvöld leiða það átak nú þegar. „Við höfum byggt upp undanfarin ár mjög fjölbreytt húsnæði innan borgarmarkanna. Ekki síst í samvinnu við verkalýðshreyfinguna þar sem bjarg hefur verið að byggja fyrir tekjulægstu hópana, stúdenta og eldri borgara og svo framvegis. Það hefur munað verulega um þetta. Við erum að gera ráð fyrir okkar áætlunum að þetta haldi áfram,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins er svolítið púðurskot því keldnalandið er þannig í sveit sett að það þarf borgarlínuna til að þjóna samgöngunum þar. Það gengur ekki að bæta þessari umferð inn á Miklubrautina og ég held að allir viti það. Þetta er til að sýnast og draga athyglina frá þeim stórhuga áætlunum sem liggja fyrir og verða betur kynntar í lok næstu viku á árlegum húsnæðisfundi borgarinnar.“ Í upphafi árs benti Dagur á að bankarnir hefðu dregið í land ári 2019 því þeir sáu fram á offramboð á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkanir Seðlabanka, til að mæta samdrætti sem fygldi kórónuveirufaraldrinum í fyrra, hafi aftur aukið eftirspurnina. Þá hafi verið kallað eftir fleiri íbúðum. „Þá er borgin tilbúin með svæði og lóðir en ég vona jafnframt að við náum samstöðu um að við viljum hafa byggingarmarkaðinn öflugan en í jafnvægi. Þessar eilífu sveiflur sem hafa verið, eru ekki til góðs fyrir einn eða neinn og það er þess vegna sem við erum að gera þessar stórhuga áætlanir, ekki bara til eins árs eða til að hlaupa í eitthvað, heldur til lengri tíma.“ Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá tillögu sjálfstæðismanna sem vilja reisa 3.000 íbúðir í Úlfarsárdal, Keldnalandinu og við BSÍ. „Það þýðir að þá verði framboðið eðlilegra, það þarf meira til. En þetta er allt svæði sem hægt er að fara í frekar hratt. Þarna eru innviðir eins og í Úlfarsárdal, það þarf ekki að fara í heildarendurskoðun á Keldnalandinu. Þetta eru 3000 íbúðir sem er hægt að fara í án tafar. BSÍ reit erum við að horfa á til viðbótar. Það eru fleiri staðir í borgarlandinu. Þessir þrír eru algjörlega í dauðafæri,“ segir Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé nægt framboð af hagstæðum lóðum svo íbúðarhúsnæði hækki ekki eins og það hefur gert um 14 til 16 prósent á síðustu 12 mánuðum. Það hefur hækkað óþægilega mikið af því það vantar lóðir. Um þetta er seðlabankastjóri, verkalýðshreyfingin og þeir sem eru að selja íbúðir sammála um.“ Borgarstjóri segir þetta pólitísk útspil, ekki lausn á heildarvandanum. Koma þurfi jafnvægi á markaðinn og borgin sé nú með 10.000 íbúðir í bígerð næstu árin, að frátöldum reitum sem eru á vegum einkaaðila. Metuppbygging húsnæðis sé því leidd af borgaryfirvöldum áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. Dagur segir borgaryfirvöld leiða það átak nú þegar. „Við höfum byggt upp undanfarin ár mjög fjölbreytt húsnæði innan borgarmarkanna. Ekki síst í samvinnu við verkalýðshreyfinguna þar sem bjarg hefur verið að byggja fyrir tekjulægstu hópana, stúdenta og eldri borgara og svo framvegis. Það hefur munað verulega um þetta. Við erum að gera ráð fyrir okkar áætlunum að þetta haldi áfram,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins er svolítið púðurskot því keldnalandið er þannig í sveit sett að það þarf borgarlínuna til að þjóna samgöngunum þar. Það gengur ekki að bæta þessari umferð inn á Miklubrautina og ég held að allir viti það. Þetta er til að sýnast og draga athyglina frá þeim stórhuga áætlunum sem liggja fyrir og verða betur kynntar í lok næstu viku á árlegum húsnæðisfundi borgarinnar.“ Í upphafi árs benti Dagur á að bankarnir hefðu dregið í land ári 2019 því þeir sáu fram á offramboð á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkanir Seðlabanka, til að mæta samdrætti sem fygldi kórónuveirufaraldrinum í fyrra, hafi aftur aukið eftirspurnina. Þá hafi verið kallað eftir fleiri íbúðum. „Þá er borgin tilbúin með svæði og lóðir en ég vona jafnframt að við náum samstöðu um að við viljum hafa byggingarmarkaðinn öflugan en í jafnvægi. Þessar eilífu sveiflur sem hafa verið, eru ekki til góðs fyrir einn eða neinn og það er þess vegna sem við erum að gera þessar stórhuga áætlanir, ekki bara til eins árs eða til að hlaupa í eitthvað, heldur til lengri tíma.“
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira