Colin Powell látinn vegna Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 12:17 Colin Powell var fyrsti þeldökki utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann gegndi herþjónustu og særðist í Víetnam og varð síðar æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna. Vísir/EPA Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. Fjölskylda Powell greindi frá andláti hans á Facebook í morgun, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð repúblikanans Georges W. Bush frá 2001 til 2005. Powell lætur eftir sig eiginkonu til sex áratuga og þrjú uppkomin börn. Áður en Powell tók sæti í ríkisstjórn var hann formaður hershöfðingaráðs Bandaríkjanna. Hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna því embætti. Naut hann mikilla vinsælda bandarísks almennings eftir fyrra Persaflóastríðið árið 1991. Hann var einnig þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Regan undir lok kalda stríðsins og stýrði innrás Bandaríkjahers í Panama árið 1989. Innrásin í Írak „blettur“ á ferlinum Aðdragandi seinna Íraksstríðsins setti svartan blett á feril Powell sem hann viðurkenndi sjálfur. Ríkisstjórn Bush reri að því öllum árum að ráðast inn í Írak og beitti fyrir sig röngum og gölluðum upplýsingum frá leyniþjónustunni til að rökstyðja innrás. Nýtti hún sér trúverðugleika Powell á meðal almennings til þess að berja stríðsbumbur. Powell verður þannig líklega einna helst minnst fyrir kynningu sína til stuðnings innrásar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2003, rétt áður en Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars. Í kynningunni fullyrti Powell meðal annars að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir færanlegri efnavopnaverksmiðju og að hann gæti beitt gereyðingarvopnum gegn nágrönnum sínum og heimsbyggðinni. Enginn fótur reyndist fyrir þeim ásökunum en þær byggðu nær alfarið á fullyrðingum íraks flóttamanns sem laug því að hann hefði unnið við verksmiðjurnar. Powell sagði skilið við stjórn Bush eftir fyrra kjöratímabil hans. Í síðari tíð varð hann afhuga Repúblikanaflokknum eftir að flokkurinn færði sig lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála. Studdi hann meðal annars Barack Obama í forsetakosningunum árið 2008. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherrann í ríkisstjórn Bush, lést í júní. Hann var einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Írak árið 2003. Powell er sagður hafa talað gegn innrásinni við Bush forseta en að hann hafi þurft að lúta í lægra hald fyrir Rumsfeld og Dick Cheney, varaforseta. George W. og Laura Bush sendu frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá andláti Powell þar sem þau sögðust afar hrygg yfir tíðindunum. Powell hafi verið mætur þjónn almennings sem naut mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Írak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Fjölskylda Powell greindi frá andláti hans á Facebook í morgun, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð repúblikanans Georges W. Bush frá 2001 til 2005. Powell lætur eftir sig eiginkonu til sex áratuga og þrjú uppkomin börn. Áður en Powell tók sæti í ríkisstjórn var hann formaður hershöfðingaráðs Bandaríkjanna. Hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna því embætti. Naut hann mikilla vinsælda bandarísks almennings eftir fyrra Persaflóastríðið árið 1991. Hann var einnig þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Regan undir lok kalda stríðsins og stýrði innrás Bandaríkjahers í Panama árið 1989. Innrásin í Írak „blettur“ á ferlinum Aðdragandi seinna Íraksstríðsins setti svartan blett á feril Powell sem hann viðurkenndi sjálfur. Ríkisstjórn Bush reri að því öllum árum að ráðast inn í Írak og beitti fyrir sig röngum og gölluðum upplýsingum frá leyniþjónustunni til að rökstyðja innrás. Nýtti hún sér trúverðugleika Powell á meðal almennings til þess að berja stríðsbumbur. Powell verður þannig líklega einna helst minnst fyrir kynningu sína til stuðnings innrásar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2003, rétt áður en Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars. Í kynningunni fullyrti Powell meðal annars að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir færanlegri efnavopnaverksmiðju og að hann gæti beitt gereyðingarvopnum gegn nágrönnum sínum og heimsbyggðinni. Enginn fótur reyndist fyrir þeim ásökunum en þær byggðu nær alfarið á fullyrðingum íraks flóttamanns sem laug því að hann hefði unnið við verksmiðjurnar. Powell sagði skilið við stjórn Bush eftir fyrra kjöratímabil hans. Í síðari tíð varð hann afhuga Repúblikanaflokknum eftir að flokkurinn færði sig lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála. Studdi hann meðal annars Barack Obama í forsetakosningunum árið 2008. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherrann í ríkisstjórn Bush, lést í júní. Hann var einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Írak árið 2003. Powell er sagður hafa talað gegn innrásinni við Bush forseta en að hann hafi þurft að lúta í lægra hald fyrir Rumsfeld og Dick Cheney, varaforseta. George W. og Laura Bush sendu frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá andláti Powell þar sem þau sögðust afar hrygg yfir tíðindunum. Powell hafi verið mætur þjónn almennings sem naut mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Írak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira