Stjórnarandstaðan sameinast um frambjóðanda gegn Orban Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 09:04 Peter Marki-Zay leiðir stjórnarandstöðuna í þingkosningum næsta vor. Hann er með gráður í hagfræði, markaðsfræðum og verkfræði. AP/Laszlo Balogh Íhaldssamur bæjarstjóri stóð uppi sem sigurvegari í sameiginlegu forvali ungversku stjórnarandstöðunnar fyrir þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Hann fær það hlutverk að leiða sameinaða stjórnarandstöðuna og freista þess að fella Viktor Orban, forsætisráðherra. Sex stjórnarandstöðuflokkar af öllu pólitíska litrófinu, allt frá vinstri sósíalistum til fyrrverandi hægriöfgamanna úr Jobbik-flokknum, stóðu saman að forvalinu til að velja einn frambjóðanda til þess að skáka Orban sem hefur verið við völd í meira en áratug. Fleiri en 650.000 manns greiddu atkvæði í forvlainu sem fór fram í tveimur umferðum. Peter Marki-Zay, íhaldssamur og óflokksbundinn bæjarstjóri smábæjar, stóð uppi sem sigurvegari með 57% atkvæða. Hann bar sigurorð af Klöru Dobrev, frambjóðanda vinstrisinnaða Lýðræðilega bandalagsins. Hún er varaforseti Evrópuþingsins og eiginkona Ferencs Gyurcsany, fyrrverandi forsætisráðherra. Dobrev lýsti yfir stuðningi við Marki-Zay eftir að úrslitin voru ljós. Marki-Zay er 49 ára gamall kaþólikki og sjö barna faðir. Kosningabarátta hans gekk út á að hann ætti meiri möguleika gegn Orban þar sem hann sækti að honum frá hægri, að sögn Washington Post. „Við viljum nýtt, hreinna, heiðarlegt Ungverjaland, ekki bara skipta úr Orban eða flokki hans,“ sagði Marki-Zay við sigurreifa stuðningsmenn sína í Búdapest í gær. Fjarað hefur undan lýðræði í Ungverjalandi í stjórnartíð Orban. Hann hefur tangarhald á fjölmiðlum og dómstólum í landinu. Forsætisráðherrann hefur rekið stefnu sem er sérstaklega fjandsamleg innflytjendum, hælisleitendum og hinsegin fólki. Stjórnarandstaðan vonast til þess að Viktor Orban forsætisráðherra sjái ekki til sólar í þingkosningunum á næsta ári.Vísir/EPA Velti Fidesz óvænt úr sessi í sveitabæ Stjórnarandstaðan er talin munu eiga á brattann að sækja í þingkosningunum sem fara fram í apríl. Sameinuð eygi hún þó besta möguleika sinn til að fella Orban um árabil. Orban hefur lengi notið góðs af því hversu tvístruð andstaðan gegn honum hefur verið. Skoðanakannanir nú benda til þess að lítill munur sé á fylgi Fidesz-flokks Orban og stjórnarandstöðubandalagsins. Sameiginlegt framboð hefur þegar skilað stjórnarandstöðunni árangri í sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram árið 2019. Þá vann hún meirihluta umdæma í Búdapest og fleiri borgum. Þetta verður í fyrsta skipti sem stjórnrandstaðan býður sameiginlega fram í þingkosningum. „Við getum aðeins unnið saman. Enginn getur brotið samstöðu stjórnarandstöðunnar á bak aftur,“ sagði Marki-Zay stuðningsfólki sínu í gær. Marki-Zay vakti fyrst verulega athygli þegar hann vann bæjarstjórnarkosningar í bænum Hodmezovasarhely sem hafði verið talið óárennilegt vígi Fidesz-flokksins árið 2018, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við viljum losna við stóru strákana sem leggja allan bekkinn í einelti,“ sagði Marki-Zay þegar hann vann bæjarstjórastólinn. Fidesz-flokkurinn gefur lítið fyrir sameiningu stjórnarandstöðunnar. Í yfirlýsingu sagði flokkurinn að Marki-Zay hefði gert samkomulag við vinstrisinna til að koma stjórnarandstöðunni aftur til valda og hækka skatta. Ungverjaland Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Sex stjórnarandstöðuflokkar af öllu pólitíska litrófinu, allt frá vinstri sósíalistum til fyrrverandi hægriöfgamanna úr Jobbik-flokknum, stóðu saman að forvalinu til að velja einn frambjóðanda til þess að skáka Orban sem hefur verið við völd í meira en áratug. Fleiri en 650.000 manns greiddu atkvæði í forvlainu sem fór fram í tveimur umferðum. Peter Marki-Zay, íhaldssamur og óflokksbundinn bæjarstjóri smábæjar, stóð uppi sem sigurvegari með 57% atkvæða. Hann bar sigurorð af Klöru Dobrev, frambjóðanda vinstrisinnaða Lýðræðilega bandalagsins. Hún er varaforseti Evrópuþingsins og eiginkona Ferencs Gyurcsany, fyrrverandi forsætisráðherra. Dobrev lýsti yfir stuðningi við Marki-Zay eftir að úrslitin voru ljós. Marki-Zay er 49 ára gamall kaþólikki og sjö barna faðir. Kosningabarátta hans gekk út á að hann ætti meiri möguleika gegn Orban þar sem hann sækti að honum frá hægri, að sögn Washington Post. „Við viljum nýtt, hreinna, heiðarlegt Ungverjaland, ekki bara skipta úr Orban eða flokki hans,“ sagði Marki-Zay við sigurreifa stuðningsmenn sína í Búdapest í gær. Fjarað hefur undan lýðræði í Ungverjalandi í stjórnartíð Orban. Hann hefur tangarhald á fjölmiðlum og dómstólum í landinu. Forsætisráðherrann hefur rekið stefnu sem er sérstaklega fjandsamleg innflytjendum, hælisleitendum og hinsegin fólki. Stjórnarandstaðan vonast til þess að Viktor Orban forsætisráðherra sjái ekki til sólar í þingkosningunum á næsta ári.Vísir/EPA Velti Fidesz óvænt úr sessi í sveitabæ Stjórnarandstaðan er talin munu eiga á brattann að sækja í þingkosningunum sem fara fram í apríl. Sameinuð eygi hún þó besta möguleika sinn til að fella Orban um árabil. Orban hefur lengi notið góðs af því hversu tvístruð andstaðan gegn honum hefur verið. Skoðanakannanir nú benda til þess að lítill munur sé á fylgi Fidesz-flokks Orban og stjórnarandstöðubandalagsins. Sameiginlegt framboð hefur þegar skilað stjórnarandstöðunni árangri í sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram árið 2019. Þá vann hún meirihluta umdæma í Búdapest og fleiri borgum. Þetta verður í fyrsta skipti sem stjórnrandstaðan býður sameiginlega fram í þingkosningum. „Við getum aðeins unnið saman. Enginn getur brotið samstöðu stjórnarandstöðunnar á bak aftur,“ sagði Marki-Zay stuðningsfólki sínu í gær. Marki-Zay vakti fyrst verulega athygli þegar hann vann bæjarstjórnarkosningar í bænum Hodmezovasarhely sem hafði verið talið óárennilegt vígi Fidesz-flokksins árið 2018, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við viljum losna við stóru strákana sem leggja allan bekkinn í einelti,“ sagði Marki-Zay þegar hann vann bæjarstjórastólinn. Fidesz-flokkurinn gefur lítið fyrir sameiningu stjórnarandstöðunnar. Í yfirlýsingu sagði flokkurinn að Marki-Zay hefði gert samkomulag við vinstrisinna til að koma stjórnarandstöðunni aftur til valda og hækka skatta.
Ungverjaland Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59
Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21
Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23