Titlar sig vafaþingmann Árni Sæberg skrifar 17. október 2021 14:59 Eftir endurtalninguna datt Karl Gauti út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en Bergþór Ólason fór inn sem jöfnunarmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi í staðinn. vísir/vilhelm Karl Gauti Hjaltason titlar sig vafaþingmann eftir alþingiskosningarnar í haust. Hann fór yfir framkvæmd kosninganna á Sprengisandi í morgun. Karl Gauti hefur áratuga reynslu af framkvæmd kosninga hafandi verið sýslumaður. Hann segir alls kyns misskilning vera uppi um framkvæmd nýafstaðinna kosninga. Til að mynda telur hann að hlutverk umboðsmanna sé vanmetið. „Þetta er mjög mikilvægt í kosningum, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosningalögum, mjög stranglega. Til dæmis er hlutverk umboðsmanna mjög mikilvægt. þeir hafa rétt til að gera athugasemdir, þeir hafa rétt til að bóka ágreining. Meira að segja segir í lögunum að ef umboðsmenn gera ágreining um eitthvað sem þeir telja ólöglegt, þá eiga þeir rétt á því að bóka um það en þeir eiga líka rétt á að það fari til Alþingis sem skeri þá úr um lögmæti kosninganna,“ segir Karl Gauti. Hann segir að umboðsmenn í Norðvesturkjördæmi hafi verið óánægðir með boðun. Þá nefnir hann að galli á skipun umboðsmanna hafi verið eitt þeirra atriða sem leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Þá segir hann að umboðsmaður Pírata hafi gert ágreining í Norðvesturkjördæmi en að ekkert hafi verið bókað um það í fundargerð. „Heyrðu menn ekki neitt, gerðu menn ekki neitt?“ spur Karl Gauti. Ekkert um endurtalningu í lögunum Karl Gauti segir orðið endurtalningu hvergi vera að finna í kosningalögum. Einungis sé gert ráð fyrir því að talið sé aftur fyrir tilkynningu lokatalna ef villa er uppi. „Menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna, í það skiptið og það hefur nú tekist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það, eftir að tölur hafa verið kynntar, að það sé talið upp á nýtt. Það eru engin dæmi úr Alþingiskosningum, þannig að það að tala um einhverja endurtalningu það á sér enga stoð í kosningalögum,“ segir hann. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við talninguna í Norðvesturkjördæmi áður en ráðist var í endurtalningu. Gagnrýnir að kjörstjórnarmaður einn með atkvæðunum Karl Gauti gerir verulega athugasemd við það að kjörstjórnarmaður í Norðvesturkjördæmi hafi verið einn með atkvæðunum. „Það til dæmis að kjörstjórnarmaður sé einn með atkvæðunum og jafnvel tveir áður en kjörstjórn mætir og atkvæðin liggi þarna óinnsigluð og óvarin, búin að vera það í nokkra klukkutíma. Að það sé leyfilegt, að menn haldi að það sé eðlilegt þá stendur bara í kosningalögum mjög skýrum stöfum að þegar kosningaathöfn hefst þá er bannað, það er bókstaflega bannað að vera færri en tveir,“ Hlusta má á ítarlegt viðtal við Karl Gauta á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan: Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Karl Gauti hefur áratuga reynslu af framkvæmd kosninga hafandi verið sýslumaður. Hann segir alls kyns misskilning vera uppi um framkvæmd nýafstaðinna kosninga. Til að mynda telur hann að hlutverk umboðsmanna sé vanmetið. „Þetta er mjög mikilvægt í kosningum, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosningalögum, mjög stranglega. Til dæmis er hlutverk umboðsmanna mjög mikilvægt. þeir hafa rétt til að gera athugasemdir, þeir hafa rétt til að bóka ágreining. Meira að segja segir í lögunum að ef umboðsmenn gera ágreining um eitthvað sem þeir telja ólöglegt, þá eiga þeir rétt á því að bóka um það en þeir eiga líka rétt á að það fari til Alþingis sem skeri þá úr um lögmæti kosninganna,“ segir Karl Gauti. Hann segir að umboðsmenn í Norðvesturkjördæmi hafi verið óánægðir með boðun. Þá nefnir hann að galli á skipun umboðsmanna hafi verið eitt þeirra atriða sem leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Þá segir hann að umboðsmaður Pírata hafi gert ágreining í Norðvesturkjördæmi en að ekkert hafi verið bókað um það í fundargerð. „Heyrðu menn ekki neitt, gerðu menn ekki neitt?“ spur Karl Gauti. Ekkert um endurtalningu í lögunum Karl Gauti segir orðið endurtalningu hvergi vera að finna í kosningalögum. Einungis sé gert ráð fyrir því að talið sé aftur fyrir tilkynningu lokatalna ef villa er uppi. „Menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna, í það skiptið og það hefur nú tekist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það, eftir að tölur hafa verið kynntar, að það sé talið upp á nýtt. Það eru engin dæmi úr Alþingiskosningum, þannig að það að tala um einhverja endurtalningu það á sér enga stoð í kosningalögum,“ segir hann. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við talninguna í Norðvesturkjördæmi áður en ráðist var í endurtalningu. Gagnrýnir að kjörstjórnarmaður einn með atkvæðunum Karl Gauti gerir verulega athugasemd við það að kjörstjórnarmaður í Norðvesturkjördæmi hafi verið einn með atkvæðunum. „Það til dæmis að kjörstjórnarmaður sé einn með atkvæðunum og jafnvel tveir áður en kjörstjórn mætir og atkvæðin liggi þarna óinnsigluð og óvarin, búin að vera það í nokkra klukkutíma. Að það sé leyfilegt, að menn haldi að það sé eðlilegt þá stendur bara í kosningalögum mjög skýrum stöfum að þegar kosningaathöfn hefst þá er bannað, það er bókstaflega bannað að vera færri en tveir,“ Hlusta má á ítarlegt viðtal við Karl Gauta á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan:
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira