Framganga SA í máli flugmanna setji hættulegt fordæmi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. október 2021 16:17 Bláfugl sagði upp ellefu flugmönnum FÍA fyrr á árinu. Mynd/ Vilhelm. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur skorað á Bláfugl og Samtök atvinnulífsins að standa við gildandi kjarasamning og fara eftir dómi sem féll nýverið í málinu í Félagsdómi. Lögmaður FÍA segir að um skýrt lögbrot sé að ræða af hálfu Samtaka atvinnulífsins. Málið varðar uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli fyrr á árinu en Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að uppsagnirnar hafi verið ólögmætar. Í yfirlýsingu Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé óásættanlegt að ekki sé farið eftir dóminum og gildandi kjarasamningum. Sonja Bjarnadóttir Backman, lögfræðingur FÍA, segir að um sé að ræða hættulega þróun. Það hafi komið skýrt fram í dóminum að kjarasamningar haldi gildi sínum og því eigi félagsmenn FÍA forgang í ellefu stöðugildi hjá Bláfugli. „Við teljum þetta vera alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og ef að eftirlitsaðilar grípa ekki inn í málið, að þetta félag og samtökin virði ekki gildandi lög kjarasamninga og fallna dóma, þá er verið að skapa hérna mjög hættulegt fordæmi fyrir íslenskan vinnumarkað í heild,“ segir Sonja. „Við höfum nú þegar séð anga af því að önnur fyrirtæki eru að fylgjast með þessu máli til að athuga hvort þau geti stigið þessi sömu skref og þetta þarf bara að stoppa,“ segir Sonja en hún bendir á að skömmu fyrir uppsagnirnar hafi þar verið ráðnir inn erlendir gerviverktakar á helmingi lægri launum. Með yfirlýsingu FÍA er einnig verið að kalla eftir viðbrögðum frá yfirvöldum og þau beðin um að láta sig málið varða. „Það eru eftirlitsaðilar með vinnumarkaðinum, eins og Vinnumálastofnun, sem að hefur heimildir til að grípa inn í á mörgum stöðum. Þarna er til að mynda íslenskt félag að ráða inn gerviverktaka frá erlendri starfsmannaleigu. Að okkar mati hefur eftirlit með þessu ekki verið með fullnægjandi hætti,“ segir Sonja. „FÍA er auðvitað líka með þessari yfirlýsingu að kalla eftir samstöðu stéttarfélaga landsins, því að í okkar augum er þetta ekkert nema en aðför að íslenskum vinnumarkaði og stéttarfélögum og kjarasamningum,“ segir Sonja. Samgöngur Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00 Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Málið varðar uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli fyrr á árinu en Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að uppsagnirnar hafi verið ólögmætar. Í yfirlýsingu Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé óásættanlegt að ekki sé farið eftir dóminum og gildandi kjarasamningum. Sonja Bjarnadóttir Backman, lögfræðingur FÍA, segir að um sé að ræða hættulega þróun. Það hafi komið skýrt fram í dóminum að kjarasamningar haldi gildi sínum og því eigi félagsmenn FÍA forgang í ellefu stöðugildi hjá Bláfugli. „Við teljum þetta vera alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og ef að eftirlitsaðilar grípa ekki inn í málið, að þetta félag og samtökin virði ekki gildandi lög kjarasamninga og fallna dóma, þá er verið að skapa hérna mjög hættulegt fordæmi fyrir íslenskan vinnumarkað í heild,“ segir Sonja. „Við höfum nú þegar séð anga af því að önnur fyrirtæki eru að fylgjast með þessu máli til að athuga hvort þau geti stigið þessi sömu skref og þetta þarf bara að stoppa,“ segir Sonja en hún bendir á að skömmu fyrir uppsagnirnar hafi þar verið ráðnir inn erlendir gerviverktakar á helmingi lægri launum. Með yfirlýsingu FÍA er einnig verið að kalla eftir viðbrögðum frá yfirvöldum og þau beðin um að láta sig málið varða. „Það eru eftirlitsaðilar með vinnumarkaðinum, eins og Vinnumálastofnun, sem að hefur heimildir til að grípa inn í á mörgum stöðum. Þarna er til að mynda íslenskt félag að ráða inn gerviverktaka frá erlendri starfsmannaleigu. Að okkar mati hefur eftirlit með þessu ekki verið með fullnægjandi hætti,“ segir Sonja. „FÍA er auðvitað líka með þessari yfirlýsingu að kalla eftir samstöðu stéttarfélaga landsins, því að í okkar augum er þetta ekkert nema en aðför að íslenskum vinnumarkaði og stéttarfélögum og kjarasamningum,“ segir Sonja.
Samgöngur Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00 Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00
Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49
Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53