Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Árni Sæberg skrifar 16. október 2021 17:22 Theódór Skúli Sigurðsson er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Theódór Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, skrifaði skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hann fer hörðum orðum um yfirstjórn Landspítalans. Hann segir endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans ekki hafa farið framhjá nokkrum manni síðustu árin og að endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafi engum árangri skilað. Þá segir hann að upplifun Páls Matthíassonar, fyrrverandi forstjóra spítalans, og lýsingar hans af stöðu Landspítalans hafi verið í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Allsherjar uppstokkun sé þörf Theódór Skúli segir að vilji stjórnvöld á Íslandi raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum þurfi allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Óbreytt ástand sé einfaldlega ekki valkostur við núverandi aðstæður. „Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús,“ segir Theódór Skúli. Settur forstjóri hafi borið ábyrgð á Bráðamóttökunni Theódór Skúli segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settan forstjóra Landspítalans hafa borið ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug. Að mati hans er því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans frá henni. Ærandi þögn um framtíð heilbrigðismála Theódór Skúli segir þá þögn sem ríkt hefur um framtíð heilbrigðismála vekja upp ótta um að öll kosningaloforð muni fljótt gleymast. Þá segir hann það vera mjög sérkennilegt hversu skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. „Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili,“ segir hann. Starf forstjóra sé það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu Theódór Skúli segir starf forstjóra Landspítalans vera mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins, á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Hann segir ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot ekki vera við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. „Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
Theódór Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, skrifaði skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hann fer hörðum orðum um yfirstjórn Landspítalans. Hann segir endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans ekki hafa farið framhjá nokkrum manni síðustu árin og að endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafi engum árangri skilað. Þá segir hann að upplifun Páls Matthíassonar, fyrrverandi forstjóra spítalans, og lýsingar hans af stöðu Landspítalans hafi verið í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Allsherjar uppstokkun sé þörf Theódór Skúli segir að vilji stjórnvöld á Íslandi raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum þurfi allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Óbreytt ástand sé einfaldlega ekki valkostur við núverandi aðstæður. „Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús,“ segir Theódór Skúli. Settur forstjóri hafi borið ábyrgð á Bráðamóttökunni Theódór Skúli segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settan forstjóra Landspítalans hafa borið ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug. Að mati hans er því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans frá henni. Ærandi þögn um framtíð heilbrigðismála Theódór Skúli segir þá þögn sem ríkt hefur um framtíð heilbrigðismála vekja upp ótta um að öll kosningaloforð muni fljótt gleymast. Þá segir hann það vera mjög sérkennilegt hversu skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. „Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili,“ segir hann. Starf forstjóra sé það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu Theódór Skúli segir starf forstjóra Landspítalans vera mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins, á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Hann segir ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot ekki vera við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. „Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira