Hverfisskipulag fjölgar bílastæðum við Bústaðaveg Ævar Harðarson skrifar 16. október 2021 07:00 Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Tveggja hæða hús Vinnutillögurnar gerir ráð fyrir að á þessu svæði geti risið sautján byggingar sem eru tvær hæðir við Bústaðaveg. Landhallinn gefur fyrirtaks möguleika á bílakjöllurum. Í þessum húsum er gert ráð fyrir að hafa 130 til 150 nýjar íbúðir á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónustu á götuhæð með hverfiskjarnann við Grímsbæ sem sterkan miðpunkt. Til samanburðar má nefna að nýju byggingarnar á RÚV reitnum standa á 43 þúsund fermetrum lands. Þar eru tveggja til sexs hæða hús og heildarbyggingamang með kjöllurum eru 53.527 fermetrar. Alls eru nýju íbúðirnar 340 talsins og bílastæðafjöldinn 705 stykki. Þessi uppbygging þykir afar vel heppnuð. Byggðamynstur við Bústaðaveg er fyrirmyndin Nýju vinnutillögur um byggingar við Bústaðaveg taka mið af byggðamynstri í hæð og formi núverandi bygginga ofan við Bústaðaveg. Fyrir neðan götuna eru þriggja hæða fjölbýlishús og ef af verður munu nýju byggingarnar vera í sömu hæð og þær. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Sniðmyndir sem fylgja sýna hvernig svæðið er í dag í samanburði við hvernig svæðið getur litið út eftir breytingar. Á þessum myndum sést hvernig byggingar falla inn í landið og eru í samræmi við aðliggjandi byggð. Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsina skapa rými við líflega borgargötu með hverfistorgi milli Grímsbæjar og Garðaborgar. Nýju byggingarnar eru lágreistar en skapa skjól og mynda ekki meira skuggavarp en húsin sem eru fyrir á svæðinu. Öruggari fyrir unga vegfarendur Íbúar í hverfinu hafa lengi kallað eftir að umferðaröryggi verði aukið á Bústaðavegi. Að meðaltali aka eftir götunni við Grímsbæ þrettán til fjórtán þúsund ökutæki á sólarhring. Mælingar lögreglu sýna að fjölmargir aka þarna nú yfir löglegum hámarkshraða sem eðli málsins samkvæmt skapar mikla hættu fyrir fjölmarga gangandi og hjólandi sem eru líka á ferðinni. Bústaðavegur er þannig meiriháttar farartálmi fyrir vegfarendur á leiðinni milli hverfa innan borgarhlutans. Nú þegar eru áætlanir um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi en ef vinnutillögur hverfisskipulags verða að veruleika skapast mun öruggara umhverfi fyrir unga vegfarendur en nú er raunin. Bústaðavegur er ein akrein í hvora átt í dag og ekki á að breyta því samkvæmt hverfisskipulagi. Áhrif á flutningsgetu götunnar eru því hverfandi. Mikilvægt er að hafa í huga að meðalhraði á háannatíma er nú þegar lægri en fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. Þeirri lækkun er því fyrst og síðast beint gegn háskalegum hraðakstri utan háannatíma. Íbúafundur 21. október Nú stendur yfir sýnis á þessum vinnutillögum í Austurveri. Sömu tillögur má skoða á sértökum kynningarvef á https://skipulag.reykjavik.is/. Fimmudaginn 21. október verður íbúum og hagsmunaaðilum á svæði boðið til sérstak umræðufundar í Réttarholsskóla kl 19. 30 meðal annars. til að heyra þeirra skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Tveggja hæða hús Vinnutillögurnar gerir ráð fyrir að á þessu svæði geti risið sautján byggingar sem eru tvær hæðir við Bústaðaveg. Landhallinn gefur fyrirtaks möguleika á bílakjöllurum. Í þessum húsum er gert ráð fyrir að hafa 130 til 150 nýjar íbúðir á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónustu á götuhæð með hverfiskjarnann við Grímsbæ sem sterkan miðpunkt. Til samanburðar má nefna að nýju byggingarnar á RÚV reitnum standa á 43 þúsund fermetrum lands. Þar eru tveggja til sexs hæða hús og heildarbyggingamang með kjöllurum eru 53.527 fermetrar. Alls eru nýju íbúðirnar 340 talsins og bílastæðafjöldinn 705 stykki. Þessi uppbygging þykir afar vel heppnuð. Byggðamynstur við Bústaðaveg er fyrirmyndin Nýju vinnutillögur um byggingar við Bústaðaveg taka mið af byggðamynstri í hæð og formi núverandi bygginga ofan við Bústaðaveg. Fyrir neðan götuna eru þriggja hæða fjölbýlishús og ef af verður munu nýju byggingarnar vera í sömu hæð og þær. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Sniðmyndir sem fylgja sýna hvernig svæðið er í dag í samanburði við hvernig svæðið getur litið út eftir breytingar. Á þessum myndum sést hvernig byggingar falla inn í landið og eru í samræmi við aðliggjandi byggð. Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsina skapa rými við líflega borgargötu með hverfistorgi milli Grímsbæjar og Garðaborgar. Nýju byggingarnar eru lágreistar en skapa skjól og mynda ekki meira skuggavarp en húsin sem eru fyrir á svæðinu. Öruggari fyrir unga vegfarendur Íbúar í hverfinu hafa lengi kallað eftir að umferðaröryggi verði aukið á Bústaðavegi. Að meðaltali aka eftir götunni við Grímsbæ þrettán til fjórtán þúsund ökutæki á sólarhring. Mælingar lögreglu sýna að fjölmargir aka þarna nú yfir löglegum hámarkshraða sem eðli málsins samkvæmt skapar mikla hættu fyrir fjölmarga gangandi og hjólandi sem eru líka á ferðinni. Bústaðavegur er þannig meiriháttar farartálmi fyrir vegfarendur á leiðinni milli hverfa innan borgarhlutans. Nú þegar eru áætlanir um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi en ef vinnutillögur hverfisskipulags verða að veruleika skapast mun öruggara umhverfi fyrir unga vegfarendur en nú er raunin. Bústaðavegur er ein akrein í hvora átt í dag og ekki á að breyta því samkvæmt hverfisskipulagi. Áhrif á flutningsgetu götunnar eru því hverfandi. Mikilvægt er að hafa í huga að meðalhraði á háannatíma er nú þegar lægri en fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. Þeirri lækkun er því fyrst og síðast beint gegn háskalegum hraðakstri utan háannatíma. Íbúafundur 21. október Nú stendur yfir sýnis á þessum vinnutillögum í Austurveri. Sömu tillögur má skoða á sértökum kynningarvef á https://skipulag.reykjavik.is/. Fimmudaginn 21. október verður íbúum og hagsmunaaðilum á svæði boðið til sérstak umræðufundar í Réttarholsskóla kl 19. 30 meðal annars. til að heyra þeirra skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Ph.D. arkitekt.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun