Arnar Gunnlaugsson: „Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. október 2021 20:31 Arnar Gunnlaugsson segir að leikurinn á morgun sé hans draumaúrslitaleikur. Mynd/Skjáskot Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn á morgun þar sem að ÍA bíður þeirra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Arnar segist telja að Víkingar séu sigurstranglegri, og að þetta sé í raun draumaleikur fyrir hann sjálfan. „Sem ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar þá myndi ég telja að við séum sigurstranglegri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Stöð 2. „Þeir eru reyndar á mjög góðu „rönni“ og búnir að vinna þrjá eða fjóra leiki í röð og með blússandi sjálfstraust. En við erum búnir að vinna einhverja átta eða níu leiki í röð líka.“ „Þetta verður leikur tveggja ólíkra liða með mismunandi áherslur í leik okkar, en hökuleikur. Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður. Þannig að það verður bara mjög gaman að kljást við þá og mér skilst að stemningin verði líka mjög góð fyrir utan völlinn.“ Þó að Arnar telji að Víkingarnir séu sigurstranglegri, gerir hann sér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur þar sem allt getur gerst. „Þetta er fótboltinn maður,“ sagði Arnar léttur. „Ég held að Íslandsmeistaratitill eða okkar árangur síðustu ára skipti engu máli í þessum leik. Þetta hjálpar aðeins upp á sjálfstraustið.“ „En þegar út á völlinn er komið þá er þetta bikarleikur þar sem allt getur gerst og ég held að það verði barist til síðasta blóðdropa.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs viðtal Skagamenn björguðu sér frá falli á ótrúlegan hátt undir lok tímabils, og hafa verið að leika vel í síðustu leikjum. Arnar segir að þeir geti verið mjög hættulegir, en að hans menn séu í einstakri stöðu þar sem að þeir eru að keppa um nánast hvern einasta titil. „Þeir eru hættulegir og eru með sterka og unga stráka, orkumikla stráka. Framan af sumri gekk ekkert svakalega vel hjá þeim, en hafa nú í síðustu leikjum lært það hvernig á að vinna leiki, og það er kúnst.“ „Þegar þú ert kominn á bragðið með að vinna leiki þá viltu alltaf vinna fleiri leiki, það er bara þannig. “ „En við Víkingar erum nú í þeirri einstöku stöðu sem alla íþróttamenn dreymir um, en fæstir ná, og það er að keppa nánast um titil á hverju einasta ári. Það er verkefni sem þarf að nálgast af mikilli auðmýkt og alls ekki fara í einhvern hroka eða vanmeta andstæðinginn. Hingað til hefur það gengið mjög vel og ég sé ekki ástæðu fyrir því að það ætti að fara að breytast eitthvað á laugardaginn.“ Arnar gerir sér þó einnig grein fyrir því að í gegnum tíðina hefur það reynst liðum erfitt að vinna tvöfalt hér á Íslandi. „Það er bara gríðarlega erfitt. Sagan hérna á Íslandi segir það. Það eru held ég fjögur lið sem hafa unnið tvöfalt og hefur gerst einu sinni á þessari öld þegar KR vann tvöfalt 2011.“ „Þannig að þetta er gríðarlega erfitt. Það er erfitt að vinna titil yfir höfuð, hvað þá tvöfalt. ÞEgar þú ert kominn nánast alla leið að vinna tvöfalt þá hljóta menn að gefa sig alla í það þegar þeir sjá þá gulrót í lokin, að verða eitt af fáum liðum sem hafa unnið töfalt í sögu fótboltans á Íslandi.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 14:50 á morgun. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
„Sem ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar þá myndi ég telja að við séum sigurstranglegri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Stöð 2. „Þeir eru reyndar á mjög góðu „rönni“ og búnir að vinna þrjá eða fjóra leiki í röð og með blússandi sjálfstraust. En við erum búnir að vinna einhverja átta eða níu leiki í röð líka.“ „Þetta verður leikur tveggja ólíkra liða með mismunandi áherslur í leik okkar, en hökuleikur. Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður. Þannig að það verður bara mjög gaman að kljást við þá og mér skilst að stemningin verði líka mjög góð fyrir utan völlinn.“ Þó að Arnar telji að Víkingarnir séu sigurstranglegri, gerir hann sér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur þar sem allt getur gerst. „Þetta er fótboltinn maður,“ sagði Arnar léttur. „Ég held að Íslandsmeistaratitill eða okkar árangur síðustu ára skipti engu máli í þessum leik. Þetta hjálpar aðeins upp á sjálfstraustið.“ „En þegar út á völlinn er komið þá er þetta bikarleikur þar sem allt getur gerst og ég held að það verði barist til síðasta blóðdropa.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs viðtal Skagamenn björguðu sér frá falli á ótrúlegan hátt undir lok tímabils, og hafa verið að leika vel í síðustu leikjum. Arnar segir að þeir geti verið mjög hættulegir, en að hans menn séu í einstakri stöðu þar sem að þeir eru að keppa um nánast hvern einasta titil. „Þeir eru hættulegir og eru með sterka og unga stráka, orkumikla stráka. Framan af sumri gekk ekkert svakalega vel hjá þeim, en hafa nú í síðustu leikjum lært það hvernig á að vinna leiki, og það er kúnst.“ „Þegar þú ert kominn á bragðið með að vinna leiki þá viltu alltaf vinna fleiri leiki, það er bara þannig. “ „En við Víkingar erum nú í þeirri einstöku stöðu sem alla íþróttamenn dreymir um, en fæstir ná, og það er að keppa nánast um titil á hverju einasta ári. Það er verkefni sem þarf að nálgast af mikilli auðmýkt og alls ekki fara í einhvern hroka eða vanmeta andstæðinginn. Hingað til hefur það gengið mjög vel og ég sé ekki ástæðu fyrir því að það ætti að fara að breytast eitthvað á laugardaginn.“ Arnar gerir sér þó einnig grein fyrir því að í gegnum tíðina hefur það reynst liðum erfitt að vinna tvöfalt hér á Íslandi. „Það er bara gríðarlega erfitt. Sagan hérna á Íslandi segir það. Það eru held ég fjögur lið sem hafa unnið tvöfalt og hefur gerst einu sinni á þessari öld þegar KR vann tvöfalt 2011.“ „Þannig að þetta er gríðarlega erfitt. Það er erfitt að vinna titil yfir höfuð, hvað þá tvöfalt. ÞEgar þú ert kominn nánast alla leið að vinna tvöfalt þá hljóta menn að gefa sig alla í það þegar þeir sjá þá gulrót í lokin, að verða eitt af fáum liðum sem hafa unnið töfalt í sögu fótboltans á Íslandi.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 14:50 á morgun. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira