Arnar Gunnlaugsson: „Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. október 2021 20:31 Arnar Gunnlaugsson segir að leikurinn á morgun sé hans draumaúrslitaleikur. Mynd/Skjáskot Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn á morgun þar sem að ÍA bíður þeirra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Arnar segist telja að Víkingar séu sigurstranglegri, og að þetta sé í raun draumaleikur fyrir hann sjálfan. „Sem ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar þá myndi ég telja að við séum sigurstranglegri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Stöð 2. „Þeir eru reyndar á mjög góðu „rönni“ og búnir að vinna þrjá eða fjóra leiki í röð og með blússandi sjálfstraust. En við erum búnir að vinna einhverja átta eða níu leiki í röð líka.“ „Þetta verður leikur tveggja ólíkra liða með mismunandi áherslur í leik okkar, en hökuleikur. Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður. Þannig að það verður bara mjög gaman að kljást við þá og mér skilst að stemningin verði líka mjög góð fyrir utan völlinn.“ Þó að Arnar telji að Víkingarnir séu sigurstranglegri, gerir hann sér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur þar sem allt getur gerst. „Þetta er fótboltinn maður,“ sagði Arnar léttur. „Ég held að Íslandsmeistaratitill eða okkar árangur síðustu ára skipti engu máli í þessum leik. Þetta hjálpar aðeins upp á sjálfstraustið.“ „En þegar út á völlinn er komið þá er þetta bikarleikur þar sem allt getur gerst og ég held að það verði barist til síðasta blóðdropa.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs viðtal Skagamenn björguðu sér frá falli á ótrúlegan hátt undir lok tímabils, og hafa verið að leika vel í síðustu leikjum. Arnar segir að þeir geti verið mjög hættulegir, en að hans menn séu í einstakri stöðu þar sem að þeir eru að keppa um nánast hvern einasta titil. „Þeir eru hættulegir og eru með sterka og unga stráka, orkumikla stráka. Framan af sumri gekk ekkert svakalega vel hjá þeim, en hafa nú í síðustu leikjum lært það hvernig á að vinna leiki, og það er kúnst.“ „Þegar þú ert kominn á bragðið með að vinna leiki þá viltu alltaf vinna fleiri leiki, það er bara þannig. “ „En við Víkingar erum nú í þeirri einstöku stöðu sem alla íþróttamenn dreymir um, en fæstir ná, og það er að keppa nánast um titil á hverju einasta ári. Það er verkefni sem þarf að nálgast af mikilli auðmýkt og alls ekki fara í einhvern hroka eða vanmeta andstæðinginn. Hingað til hefur það gengið mjög vel og ég sé ekki ástæðu fyrir því að það ætti að fara að breytast eitthvað á laugardaginn.“ Arnar gerir sér þó einnig grein fyrir því að í gegnum tíðina hefur það reynst liðum erfitt að vinna tvöfalt hér á Íslandi. „Það er bara gríðarlega erfitt. Sagan hérna á Íslandi segir það. Það eru held ég fjögur lið sem hafa unnið tvöfalt og hefur gerst einu sinni á þessari öld þegar KR vann tvöfalt 2011.“ „Þannig að þetta er gríðarlega erfitt. Það er erfitt að vinna titil yfir höfuð, hvað þá tvöfalt. ÞEgar þú ert kominn nánast alla leið að vinna tvöfalt þá hljóta menn að gefa sig alla í það þegar þeir sjá þá gulrót í lokin, að verða eitt af fáum liðum sem hafa unnið töfalt í sögu fótboltans á Íslandi.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 14:50 á morgun. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
„Sem ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar þá myndi ég telja að við séum sigurstranglegri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Stöð 2. „Þeir eru reyndar á mjög góðu „rönni“ og búnir að vinna þrjá eða fjóra leiki í röð og með blússandi sjálfstraust. En við erum búnir að vinna einhverja átta eða níu leiki í röð líka.“ „Þetta verður leikur tveggja ólíkra liða með mismunandi áherslur í leik okkar, en hökuleikur. Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður. Þannig að það verður bara mjög gaman að kljást við þá og mér skilst að stemningin verði líka mjög góð fyrir utan völlinn.“ Þó að Arnar telji að Víkingarnir séu sigurstranglegri, gerir hann sér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur þar sem allt getur gerst. „Þetta er fótboltinn maður,“ sagði Arnar léttur. „Ég held að Íslandsmeistaratitill eða okkar árangur síðustu ára skipti engu máli í þessum leik. Þetta hjálpar aðeins upp á sjálfstraustið.“ „En þegar út á völlinn er komið þá er þetta bikarleikur þar sem allt getur gerst og ég held að það verði barist til síðasta blóðdropa.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs viðtal Skagamenn björguðu sér frá falli á ótrúlegan hátt undir lok tímabils, og hafa verið að leika vel í síðustu leikjum. Arnar segir að þeir geti verið mjög hættulegir, en að hans menn séu í einstakri stöðu þar sem að þeir eru að keppa um nánast hvern einasta titil. „Þeir eru hættulegir og eru með sterka og unga stráka, orkumikla stráka. Framan af sumri gekk ekkert svakalega vel hjá þeim, en hafa nú í síðustu leikjum lært það hvernig á að vinna leiki, og það er kúnst.“ „Þegar þú ert kominn á bragðið með að vinna leiki þá viltu alltaf vinna fleiri leiki, það er bara þannig. “ „En við Víkingar erum nú í þeirri einstöku stöðu sem alla íþróttamenn dreymir um, en fæstir ná, og það er að keppa nánast um titil á hverju einasta ári. Það er verkefni sem þarf að nálgast af mikilli auðmýkt og alls ekki fara í einhvern hroka eða vanmeta andstæðinginn. Hingað til hefur það gengið mjög vel og ég sé ekki ástæðu fyrir því að það ætti að fara að breytast eitthvað á laugardaginn.“ Arnar gerir sér þó einnig grein fyrir því að í gegnum tíðina hefur það reynst liðum erfitt að vinna tvöfalt hér á Íslandi. „Það er bara gríðarlega erfitt. Sagan hérna á Íslandi segir það. Það eru held ég fjögur lið sem hafa unnið tvöfalt og hefur gerst einu sinni á þessari öld þegar KR vann tvöfalt 2011.“ „Þannig að þetta er gríðarlega erfitt. Það er erfitt að vinna titil yfir höfuð, hvað þá tvöfalt. ÞEgar þú ert kominn nánast alla leið að vinna tvöfalt þá hljóta menn að gefa sig alla í það þegar þeir sjá þá gulrót í lokin, að verða eitt af fáum liðum sem hafa unnið töfalt í sögu fótboltans á Íslandi.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 14:50 á morgun. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira