„Mjög gaman að vera svona mikið bleikur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2021 20:14 Þorgils Gunnarsson, starfsmaður BYKO, litaði meira að segja skeggið í tilefni dagsins. Fjölmargir landsmenn klæddust bleiku í dag í tilefni Bleika dagsins þar sem ætlunin er að sýna konum sem hafa greinst með krabbamein samstöðu. Mikil stemning var víða í samfélaginu. Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, og fer fram ár hvert í október. Á Bleika deginum er fólk hvatt til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Mikil stemning var víða í tilefni dagsins þar sem fjölmörg fyrirtæki, skólar og verslanir nýttu tækifærið til að skarta öllu því bleika sem þau áttu til í fataskápnum. Stemninginn var til að mynda frábær í BYKO Breidd í Kópvogi þar sem óhætt er að segja að allt hafi verið lagt í sölurnar. Starfsmenn klæddust þar allir bleiku og var til að mynda keppni milli deilda. „Við settum af stað í fyrra, á bleika deginum líka, keppni um bleikustu deildina, það er að segja hversu bleikir menn geta orðið og sameininguna í deildinni, og svo bleikustu einstaklingarnir,“ segir Kristján Birgisson, starfsmaður BYKO Breidd. „Menn eru að leggja dálítið í þetta.“ „Þetta er bæði gaman og hópefli fyrir fólkið í búðinni og svo til að sýna stuðning við konur þjóðarinnar,“ segir Kristján enn fremur. Samstaðan var mikil meðal starfsmanna sem fréttastofa ræddi við og sögðu þeir mikilvægt að sýna stuðning í verki. Kristján Birgisson segir daginn hafa verið skemmtilegan og keppnin gengið vel. Með bleikan hamar og litað skegg Þrátt fyrir að starfsmenn hafi fyrst og fremst klæðst bleiku í dag til að sýna samstöðu, er óhætt að segja að smá keppnisskap hafi verið í fólki. Einn bleikasti einstaklingurinn var meðal annars með bleikan hamar og bleikt málband til viðbótar við bleikan fatnað, bleika hárkollu, og bleikt skegg. „Þetta er búið að vera mjög gaman og bara mjög gaman að vera svona mikið bleikur og það vekur mikla athygli. Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið inn þegar ég geri eitthvað svona,“ segir Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, en hann fékk mikið hrós frá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum fyrir klæðaburðinn í dag. Hrærð yfir stuðningnum Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir daginn hafa gengið vonum framar. Salan á Bleiku slaufunni hefur gengið mjög vel og er hún nánast uppseld á flestum sölustöðum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Krabbameinsfélagið finnur fyrir alveg ótrúlegum stuðning og maður verður eiginlega bara svolítið væminn. Við erum alveg hrærð yfir þessum stuðningi og greinilegt að þjóðin hefur tekið til sín slagorðið; verum til, látum lífið ekki bara líða hjá og verum til taks fyrir allar þær konur sem greinast með krabbamein og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. „Það er bara um að gera núna að verða sér út um eitthvað bleikt til að skarta á næsta ári. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á skammdegið og sýna með því stuðning í verki,“ segir hún enn fremur. Hér fyrir neðan má finna myndir sem Krabbameinsfélagið fékk sent frá öðrum fyrirtækjum sem tóku þátt í bleika deginum. Ljóst er að gleðin var við völd víða. Heilbrigðismál Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, og fer fram ár hvert í október. Á Bleika deginum er fólk hvatt til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Mikil stemning var víða í tilefni dagsins þar sem fjölmörg fyrirtæki, skólar og verslanir nýttu tækifærið til að skarta öllu því bleika sem þau áttu til í fataskápnum. Stemninginn var til að mynda frábær í BYKO Breidd í Kópvogi þar sem óhætt er að segja að allt hafi verið lagt í sölurnar. Starfsmenn klæddust þar allir bleiku og var til að mynda keppni milli deilda. „Við settum af stað í fyrra, á bleika deginum líka, keppni um bleikustu deildina, það er að segja hversu bleikir menn geta orðið og sameininguna í deildinni, og svo bleikustu einstaklingarnir,“ segir Kristján Birgisson, starfsmaður BYKO Breidd. „Menn eru að leggja dálítið í þetta.“ „Þetta er bæði gaman og hópefli fyrir fólkið í búðinni og svo til að sýna stuðning við konur þjóðarinnar,“ segir Kristján enn fremur. Samstaðan var mikil meðal starfsmanna sem fréttastofa ræddi við og sögðu þeir mikilvægt að sýna stuðning í verki. Kristján Birgisson segir daginn hafa verið skemmtilegan og keppnin gengið vel. Með bleikan hamar og litað skegg Þrátt fyrir að starfsmenn hafi fyrst og fremst klæðst bleiku í dag til að sýna samstöðu, er óhætt að segja að smá keppnisskap hafi verið í fólki. Einn bleikasti einstaklingurinn var meðal annars með bleikan hamar og bleikt málband til viðbótar við bleikan fatnað, bleika hárkollu, og bleikt skegg. „Þetta er búið að vera mjög gaman og bara mjög gaman að vera svona mikið bleikur og það vekur mikla athygli. Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið inn þegar ég geri eitthvað svona,“ segir Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, en hann fékk mikið hrós frá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum fyrir klæðaburðinn í dag. Hrærð yfir stuðningnum Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir daginn hafa gengið vonum framar. Salan á Bleiku slaufunni hefur gengið mjög vel og er hún nánast uppseld á flestum sölustöðum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Krabbameinsfélagið finnur fyrir alveg ótrúlegum stuðning og maður verður eiginlega bara svolítið væminn. Við erum alveg hrærð yfir þessum stuðningi og greinilegt að þjóðin hefur tekið til sín slagorðið; verum til, látum lífið ekki bara líða hjá og verum til taks fyrir allar þær konur sem greinast með krabbamein og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. „Það er bara um að gera núna að verða sér út um eitthvað bleikt til að skarta á næsta ári. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á skammdegið og sýna með því stuðning í verki,“ segir hún enn fremur. Hér fyrir neðan má finna myndir sem Krabbameinsfélagið fékk sent frá öðrum fyrirtækjum sem tóku þátt í bleika deginum. Ljóst er að gleðin var við völd víða.
Heilbrigðismál Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira