Fóru ekki inn í daginn vitandi að hann myndi enda illa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2021 19:15 Björgunarsveitir björguðu 39 ferðamönnum af Langjökli þegar vélsleðaferð fór úrskeiðis. Vísir/Vilhelm Rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland segir fyrirtækið hafa lært af ferðinni afdrifaríku í janúar í fyrra þar sem stór hópur ferðamanna festist á Langjökli. Hann vill nú miðla þeirra reynslu og vonar að aðrir læri af mistökum þeirra. Þann 7. janúar 2020 festust 39 ferðamenn á jöklinum en ferðamennirnir voru þar staddir í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ferðin var farin þrátt fyrir að gular viðvaranir væru í gildi og þurfi fjölmennt lið viðbragðsaðila að koma þeim til bjargar þegar færðin spilltist allverulega. Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers, fór yfir atburðarrásina þennan erfiða dag í fyrirlestri sínum á slysavarnaráðstefnu Landsbjargar í dag. Að hans sögn komu verkferlar og öryggisráðstafanir í veg fyrir að það fór ekki verr en engu að síður hafi mistök verið gerð. Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland. „Það sem fór úrskeiðis í raun var það að færð var erfið þennan dag og við vorum ekki með nægilega góða tímastjórnun sem olli því að ferðin tók of langan tíma. Þannig við gátum ekki klárað ferðina innan þess veðurglugga sem við höfðum þennan dag,“ segir Haukur. „Það lagði enginn af stað þennan dag með það að leiðarljósi að þetta yrði niðurstaðan,“ segir hann en tíu leiðsögumenn voru einnig með í ferð og því um 50 manns sem björgunarsveitarfólk þurfti að bjarga. Aðspurður um hvort hann myndi gera hlutina öðruvísi í dag segir Haukur það auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef að sömu gögn lægju fyrir framan mig í dag þá vona ég að sjálfsögðu að ég tæki aðra ákvörðun, en þetta er mjög erfið spurning.“ Biðu úti í kuldanum í átta tíma Lagt var stað í ferðina um hádegisbilið og átti ferðin aðeins að taka rúma klukkustund. Þau lentu þó fljótlega í vandræðum vegna veðurs og átti staðan aðeins eftir að versna. Þurftu ferðamennirnir, meðal annars nokkur börn, að grípa til þess ráðs að grafa sig í fönn. Þau voru úti í kuldanum í átta klukkustundir áður en þau náðu að fá örlítið skjól í tveimur litlum bílum, sem gátu þó ekki flutt ferðamennina í almennilegt skjól sökum bilunar. Í bílunum þurftu þau að bíða í nokkrar klukkustundir til viðbótar þar til viðbragðsaðilar náðu til þeirra. Haukur bendir þó á að enginn hafi slasast líkamlega og að öryggisáætlun Mountaineers hafi uppfyllt skilyrði Ferðamálastofu. Þá hafi þau unnið í því að bæta það sem fór úrskeiðis í ferðinni örlagaríku, til að mynda tímastjórnun. Ráðstefnan Slysavarnir heldur áfram á morgun á Grand Hotel en í heildina munu ríflega 30 fyrirlesarar vera með erindi um allt milli himins og jarðar. Ferðamennska á Íslandi 39 bjargað á Langjökli Tengdar fréttir Minna á endurskinsmerkin á milli eldgosavakta Ráðstefnan Slysavarnir hófst í dag en ráðstefnan, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir, fer nú fram í fjórða sinn. Ríflega 30 fyrirlesarar munu í dag og á morgun fara yfir hin ýmsu málefni tengd slysavörnum og öryggismálum. Að sögn verkefnastjóra er af nægu að taka og mikilvægt að minna á mikilvægi slysavarna. 15. október 2021 13:50 Tveir með réttarstöðu sakbornings vegna vélsleðaferðar Tveir starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland eru með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins í janúar. 20. apríl 2020 15:00 Gera athugasemdir við öryggisáætlun Mountaineers of Iceland Ferðamálastofa gerir athugasemdir við einstaka þætti öryggisáætlunar ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland þótt áætlunin uppfylli formskilyrði 11. greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. 17. janúar 2020 10:45 Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57 Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Sjá meira
Þann 7. janúar 2020 festust 39 ferðamenn á jöklinum en ferðamennirnir voru þar staddir í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ferðin var farin þrátt fyrir að gular viðvaranir væru í gildi og þurfi fjölmennt lið viðbragðsaðila að koma þeim til bjargar þegar færðin spilltist allverulega. Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers, fór yfir atburðarrásina þennan erfiða dag í fyrirlestri sínum á slysavarnaráðstefnu Landsbjargar í dag. Að hans sögn komu verkferlar og öryggisráðstafanir í veg fyrir að það fór ekki verr en engu að síður hafi mistök verið gerð. Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland. „Það sem fór úrskeiðis í raun var það að færð var erfið þennan dag og við vorum ekki með nægilega góða tímastjórnun sem olli því að ferðin tók of langan tíma. Þannig við gátum ekki klárað ferðina innan þess veðurglugga sem við höfðum þennan dag,“ segir Haukur. „Það lagði enginn af stað þennan dag með það að leiðarljósi að þetta yrði niðurstaðan,“ segir hann en tíu leiðsögumenn voru einnig með í ferð og því um 50 manns sem björgunarsveitarfólk þurfti að bjarga. Aðspurður um hvort hann myndi gera hlutina öðruvísi í dag segir Haukur það auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef að sömu gögn lægju fyrir framan mig í dag þá vona ég að sjálfsögðu að ég tæki aðra ákvörðun, en þetta er mjög erfið spurning.“ Biðu úti í kuldanum í átta tíma Lagt var stað í ferðina um hádegisbilið og átti ferðin aðeins að taka rúma klukkustund. Þau lentu þó fljótlega í vandræðum vegna veðurs og átti staðan aðeins eftir að versna. Þurftu ferðamennirnir, meðal annars nokkur börn, að grípa til þess ráðs að grafa sig í fönn. Þau voru úti í kuldanum í átta klukkustundir áður en þau náðu að fá örlítið skjól í tveimur litlum bílum, sem gátu þó ekki flutt ferðamennina í almennilegt skjól sökum bilunar. Í bílunum þurftu þau að bíða í nokkrar klukkustundir til viðbótar þar til viðbragðsaðilar náðu til þeirra. Haukur bendir þó á að enginn hafi slasast líkamlega og að öryggisáætlun Mountaineers hafi uppfyllt skilyrði Ferðamálastofu. Þá hafi þau unnið í því að bæta það sem fór úrskeiðis í ferðinni örlagaríku, til að mynda tímastjórnun. Ráðstefnan Slysavarnir heldur áfram á morgun á Grand Hotel en í heildina munu ríflega 30 fyrirlesarar vera með erindi um allt milli himins og jarðar.
Ferðamennska á Íslandi 39 bjargað á Langjökli Tengdar fréttir Minna á endurskinsmerkin á milli eldgosavakta Ráðstefnan Slysavarnir hófst í dag en ráðstefnan, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir, fer nú fram í fjórða sinn. Ríflega 30 fyrirlesarar munu í dag og á morgun fara yfir hin ýmsu málefni tengd slysavörnum og öryggismálum. Að sögn verkefnastjóra er af nægu að taka og mikilvægt að minna á mikilvægi slysavarna. 15. október 2021 13:50 Tveir með réttarstöðu sakbornings vegna vélsleðaferðar Tveir starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland eru með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins í janúar. 20. apríl 2020 15:00 Gera athugasemdir við öryggisáætlun Mountaineers of Iceland Ferðamálastofa gerir athugasemdir við einstaka þætti öryggisáætlunar ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland þótt áætlunin uppfylli formskilyrði 11. greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. 17. janúar 2020 10:45 Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57 Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Sjá meira
Minna á endurskinsmerkin á milli eldgosavakta Ráðstefnan Slysavarnir hófst í dag en ráðstefnan, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir, fer nú fram í fjórða sinn. Ríflega 30 fyrirlesarar munu í dag og á morgun fara yfir hin ýmsu málefni tengd slysavörnum og öryggismálum. Að sögn verkefnastjóra er af nægu að taka og mikilvægt að minna á mikilvægi slysavarna. 15. október 2021 13:50
Tveir með réttarstöðu sakbornings vegna vélsleðaferðar Tveir starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland eru með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins í janúar. 20. apríl 2020 15:00
Gera athugasemdir við öryggisáætlun Mountaineers of Iceland Ferðamálastofa gerir athugasemdir við einstaka þætti öryggisáætlunar ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland þótt áætlunin uppfylli formskilyrði 11. greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. 17. janúar 2020 10:45
Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57
Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49