Þetta segir í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Manchester á Englandi við fyrirspurn fréttastofu.
Gylfi Þór var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni 16. júlí síðastliðinn. Síðan þá hefur hann verið laus gegn tryggingu en í farbanni en það fyrirkomulag rennur út á morgun, 16. október. Lögreglan verður því að taka ákvörðun fyrir morgundaginn um hvert framhaldið í málinu verði.
Samkvæmt svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu er ólíklegt að framhaldið verði tilkynnt fyrr en á mánudag, þar sem fyrirkomulagið rennur út um helgi.