Sport

Loka­sóknin um ó­mark­vissa hetju Green Bay: „Þetta er náttúru­lega ekki hægt, hvaða grín er þetta?“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mason Crosby hleður í eitt af mörgum spörkum sínum gegn Bengals.
Mason Crosby hleður í eitt af mörgum spörkum sínum gegn Bengals. Andy Lyons/Getty Images

Mason Walker Crosby reyndist hetja Green Bay Packers í sigri á Cincinnati Bengals í NFL-deildinni um helgina. Packers unnu með þriggja stiga mun, 25-22, og skoraði Crosby stigin sem skildu liðin að. Hann átti þó ekki sinn besta leik líkt og kollegi sinn í Bengals.

Í síðasta þætti Lokasóknarinnar fóru Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson yfir stórskemmtilegan leik Packers og Bengals sem Packers vann með þriggja stiga mun eftir framlengdan leik, 25-22. 

Sparkari Green Bay, Mason Crosby, reyndist hetjan en allt stefndi í að hann yrði skúrkurinn eftir að hafa brennt af vallarmarkstilraun undir lok leiks sem hefði getað tryggt Packers sigurinn.

Crosby og Brandon Wilson, sparkari Bengals, átti báðir afleitan leik og var það til umræðu í Lokasókninni.

„Þetta er náttúrulega ekki hægt. Hvaða grín er þetta,“ sagði Andri um eina tilraun Crosby í leiknum.

„Þetta er inni, nei ha? Bíddu, nei, ha?,“ sagði þríeykið allt í kór er þeir hlógu að viðbrögðum leikmanna Bengals er þeir héldu að sigurinn væri kominn í hús þökk sé vallarmarki. Boltinn fór hins vegar fram hjá.

„Þetta dugði til og hann hristi bara hausinn,“ sagði Andri um lokaskot Crosby í leiknum. Sjón er sögu ríkari. Hér að neðan má sjá skotin sem fóru forgörðum sem og umræðu þeirra félaga í kringum þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×