Loftslagsmál vega þungt í stjórnarmyndunarviðræðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. október 2021 13:22 Katrín Jakobsdóttir gekk bjartsýn til fundarins í dag og sagði aðalverkefni næstu daga að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. vísir/vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík. Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið fremur hægt og er ljóst að flokkarnir eigi enn eftir að ná saman í nokkrum stórum málum. En hvar er lengst á milli manna? „Ja, það er nú kannski erfitt að segja til um það. Ég meina við erum auðvitað búin að vera að nota töluverðan tíma til að ræða þau mál sem kláruðust ekki á síðasta kjörtímabili. En við erum í dag að fara að ræða svona frekari framtíðarmál," sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Helsta verkefni næstu daga yrði að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. Þar mætti finna mismunandi áherslur milli flokka. Viðræðurnar ganga þó ágætlega að hennar sögn og hún er bjartsýn á framhaldið. Þjóðgarðurinn verður áfram mál fyrir VG „Þær standa þar að við erum áfram að fara yfir stóru málin og við erum auðvitað núna að fara yfir okkar áherslumál. Þetta eru þrír ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þar erum við [VG] auðvitað að leggja mjög mikla áherslu á að það verði metnaðarfyllri markmið, til dæmis í loftslagsmálum og skýrar félagslegar áherslur marki kjörtímabilið fram undan. Er þjóðgarðurinn stórt mál þar? „Þjóðgarðurinn hefur verið og verður áfram mál fyrir okkur í VG," sagði Katrín. Bæði henni og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins var tíðrætt um loftslagsmál fyrir fundinn í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki veita viðtal. „Þetta hafa meðal annars verið orkumálin og rammaáætlun og slíkir hlutir en það er engin launung," sagi Sigurður Ingi. Sigurður Ingi sagði viðræðurnar á einhverri hreyfingu þó sú hreyfing væri mögulega hæg.vísir/vilhelm „Við kláruðum það ekki fyrir fjórum árum og það er mikilvægt að klára það núna vegna þess að það er jú hluti af áskorunum í loftslagsmálum að takast á við grænar fjárfestingar." Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið fremur hægt og er ljóst að flokkarnir eigi enn eftir að ná saman í nokkrum stórum málum. En hvar er lengst á milli manna? „Ja, það er nú kannski erfitt að segja til um það. Ég meina við erum auðvitað búin að vera að nota töluverðan tíma til að ræða þau mál sem kláruðust ekki á síðasta kjörtímabili. En við erum í dag að fara að ræða svona frekari framtíðarmál," sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Helsta verkefni næstu daga yrði að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. Þar mætti finna mismunandi áherslur milli flokka. Viðræðurnar ganga þó ágætlega að hennar sögn og hún er bjartsýn á framhaldið. Þjóðgarðurinn verður áfram mál fyrir VG „Þær standa þar að við erum áfram að fara yfir stóru málin og við erum auðvitað núna að fara yfir okkar áherslumál. Þetta eru þrír ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þar erum við [VG] auðvitað að leggja mjög mikla áherslu á að það verði metnaðarfyllri markmið, til dæmis í loftslagsmálum og skýrar félagslegar áherslur marki kjörtímabilið fram undan. Er þjóðgarðurinn stórt mál þar? „Þjóðgarðurinn hefur verið og verður áfram mál fyrir okkur í VG," sagði Katrín. Bæði henni og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins var tíðrætt um loftslagsmál fyrir fundinn í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki veita viðtal. „Þetta hafa meðal annars verið orkumálin og rammaáætlun og slíkir hlutir en það er engin launung," sagi Sigurður Ingi. Sigurður Ingi sagði viðræðurnar á einhverri hreyfingu þó sú hreyfing væri mögulega hæg.vísir/vilhelm „Við kláruðum það ekki fyrir fjórum árum og það er mikilvægt að klára það núna vegna þess að það er jú hluti af áskorunum í loftslagsmálum að takast á við grænar fjárfestingar."
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira