Þetta kemur fram í daglegri færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á Facebook en á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig bílarnir hindra för dælubílsins.
Ekki kemur fram hvar í bænum þetta var, nákvæmlega hvenær eða hversu alvarlegt útkallið var.
Í færslunni segir að mikið hafi verið að gera hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring; sjúkrabílar farið í 135 útköll og af þeim voru tólf vegna Covid-smitaðra. Sem betur fer hafi lítið verið að gera hjá dælubílum.