Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 08:35 Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson við nuddbekkinn. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Jóhannes Tryggvi starfaði sem svonefndur „meðhöndlari“ og gaf sig út fyrir að geta linað þjáningar fólks með bak- og stoðkerfisvandamál. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 til 2015 í janúar. Fimmta nauðgunarmáli er nú á borði Héraðsdóms Reykjaness en Jóhannesi Tryggva er gefið að sök að hafa nauðgað konu með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án samþykkis hennar og misnotað traust hennar í tvígang í janúar árið 2012. Konan sem kærði brotin fór ekki fram á að þinghald í málinu yrði lokað til þess að hlífa hagsmunum hennar. Það gerði Jóhannes Tryggvi hins vegar. Vísaði hann til þess að opin þinghöld myndu leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla sem myndi reynast honum og fjölskyldu hans þungbær. Þar sem hann vildi getað kallað brotaþola úr fyrra dómsmálinu sem vitni gætu nöfn þeirra verið gerð opinber yrði þinghaldið opið. Þinghaldi ekki lokað bara vegna þess að mál séu þungbær Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hafnaði kröfu Jóhannesar Tryggva með þeim orðum að ekkert hafi komið fram sem yrði til þess að víkja skyldi frá þeirri meginreglu að þinghald væri opið. Þau rök sem Jóhannes Tryggvi hefði lagt fram fyrir kröfunni gætu ekki ein og sér orðið til þess að fallist yrði á hana. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varða að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira að koma til svo það verði gert,“ sagði í úrskurðarorðum hans. Þrír dómarar við Landsrétt staðfestu þann úrskurð. Misnotaði konurnar á nuddbekknum Þinghald í fyrra málinu gegn Jóhannesi Tryggva var lokað. Brot Jóhannesar á konunum fjórum í því máli voru með svipuðum hætti. Þær lágu allar léttklæddar á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Í öllum tilvikum hafi hann beitt konurnar ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem þær báru til hans. Í fimmta málinu sem nú er fyrir dómi er Jóhannesi Tryggva gefið að sök að hafa káfað á kynfærum konunnar, rasssi og brjósti og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum. Hann hafi jafnframt beitt konuna ólögmætri nauðung með því að misnota traust hennar. Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um 2,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jóhannes Tryggvi starfaði sem svonefndur „meðhöndlari“ og gaf sig út fyrir að geta linað þjáningar fólks með bak- og stoðkerfisvandamál. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 til 2015 í janúar. Fimmta nauðgunarmáli er nú á borði Héraðsdóms Reykjaness en Jóhannesi Tryggva er gefið að sök að hafa nauðgað konu með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án samþykkis hennar og misnotað traust hennar í tvígang í janúar árið 2012. Konan sem kærði brotin fór ekki fram á að þinghald í málinu yrði lokað til þess að hlífa hagsmunum hennar. Það gerði Jóhannes Tryggvi hins vegar. Vísaði hann til þess að opin þinghöld myndu leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla sem myndi reynast honum og fjölskyldu hans þungbær. Þar sem hann vildi getað kallað brotaþola úr fyrra dómsmálinu sem vitni gætu nöfn þeirra verið gerð opinber yrði þinghaldið opið. Þinghaldi ekki lokað bara vegna þess að mál séu þungbær Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hafnaði kröfu Jóhannesar Tryggva með þeim orðum að ekkert hafi komið fram sem yrði til þess að víkja skyldi frá þeirri meginreglu að þinghald væri opið. Þau rök sem Jóhannes Tryggvi hefði lagt fram fyrir kröfunni gætu ekki ein og sér orðið til þess að fallist yrði á hana. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varða að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira að koma til svo það verði gert,“ sagði í úrskurðarorðum hans. Þrír dómarar við Landsrétt staðfestu þann úrskurð. Misnotaði konurnar á nuddbekknum Þinghald í fyrra málinu gegn Jóhannesi Tryggva var lokað. Brot Jóhannesar á konunum fjórum í því máli voru með svipuðum hætti. Þær lágu allar léttklæddar á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Í öllum tilvikum hafi hann beitt konurnar ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem þær báru til hans. Í fimmta málinu sem nú er fyrir dómi er Jóhannesi Tryggva gefið að sök að hafa káfað á kynfærum konunnar, rasssi og brjósti og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum. Hann hafi jafnframt beitt konuna ólögmætri nauðung með því að misnota traust hennar. Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um 2,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira