Risa kötturinn Skjöldur í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2021 20:53 María Ísrún og Skjöldur eru miklir vinir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skjöldur er risa köttur á heimili í Keflavík sem er rúmlega einn metri á lengd og tólf kíló á þyngd. Eigandinn segir að þrátt fyrir stærð kattarins sé hjartað hans mjög lítið enda Skjöldur feimin og inn í sig. Fjölskylda á Melteignum í Keflavík í Reykjanesbæ er dýrasjúk enda með nokkur tvo risa ketti á heimilinu, tvo hunda og þrjú börn. Kötturinn Skjöldur vekur mikla athygli fyrir stærð sína enda miklu stærri en hundarnir á heimilinu. Skjöldur er af Maine Coon kyni. „Þetta er líka með stærstu kisutegundum í heiminum af heimilisköttum, hann er mjög hræddur við að vera úti því hann er inni kisi. Þetta eru risa stórir kettir en með pínulítið hjarta,“ segir María Ísrún Hauksdóttir, eigandi Skjaldar. María segir að Skjöldur sé einn metri og fjórir sentímetrar að lengd og hann sé frá 10 til 12 kílóum á þyngd. Skjöldur er risa köttur eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við köllum hann stundum Skúli Fúli því ég segi það ef hann væri manneskja væri hann alltaf tuðandi en ann er rosalega skemmtilegur og mikil keligrís.“ En hvernig er að vera með hunda og ketti saman á heimili? „Það gengur rosalega vel, sérstaklega með þessa tegund af köttum því þeir eru mjög hrifnir af hundum. Þau leika sér öll saman og kúra saman, já, þetta gengur ótrúlega vel,“ segir María og bætir við. „Ég segi stundum í gríni við fólk þegar það kemur í heimsókn að það verði að borga 50 krónur inn því ég sé með lítinn húsdýragarð hérna inni, það þurfi að borga fyrir að heimsækja mig. En mér finnst þetta rosalega gaman, mér finnst æðislegt að vera með svona mikið af dýrum en maður þarf náttúrulega að hugsa um þeim. Þetta er áhugamál, maður þarf að hugsa um þau, gefa þeim það besta að borða, fara með þau út að ganga, kemba og greiða og leika. Sumir fara í golf, ég á fullt af dýrum.“ María Ísrún Hauksdóttir dýraeigandi með meiru í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Reykjanesbær Dýr Kettir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Fjölskylda á Melteignum í Keflavík í Reykjanesbæ er dýrasjúk enda með nokkur tvo risa ketti á heimilinu, tvo hunda og þrjú börn. Kötturinn Skjöldur vekur mikla athygli fyrir stærð sína enda miklu stærri en hundarnir á heimilinu. Skjöldur er af Maine Coon kyni. „Þetta er líka með stærstu kisutegundum í heiminum af heimilisköttum, hann er mjög hræddur við að vera úti því hann er inni kisi. Þetta eru risa stórir kettir en með pínulítið hjarta,“ segir María Ísrún Hauksdóttir, eigandi Skjaldar. María segir að Skjöldur sé einn metri og fjórir sentímetrar að lengd og hann sé frá 10 til 12 kílóum á þyngd. Skjöldur er risa köttur eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við köllum hann stundum Skúli Fúli því ég segi það ef hann væri manneskja væri hann alltaf tuðandi en ann er rosalega skemmtilegur og mikil keligrís.“ En hvernig er að vera með hunda og ketti saman á heimili? „Það gengur rosalega vel, sérstaklega með þessa tegund af köttum því þeir eru mjög hrifnir af hundum. Þau leika sér öll saman og kúra saman, já, þetta gengur ótrúlega vel,“ segir María og bætir við. „Ég segi stundum í gríni við fólk þegar það kemur í heimsókn að það verði að borga 50 krónur inn því ég sé með lítinn húsdýragarð hérna inni, það þurfi að borga fyrir að heimsækja mig. En mér finnst þetta rosalega gaman, mér finnst æðislegt að vera með svona mikið af dýrum en maður þarf náttúrulega að hugsa um þeim. Þetta er áhugamál, maður þarf að hugsa um þau, gefa þeim það besta að borða, fara með þau út að ganga, kemba og greiða og leika. Sumir fara í golf, ég á fullt af dýrum.“ María Ísrún Hauksdóttir dýraeigandi með meiru í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Reykjanesbær Dýr Kettir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira