Aflétta rýmingu og aflýsa hættustigi á Seyðisfirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2021 17:22 Frá Seyðisfirði. Daníel Örn Gíslason Rýmingu sem var í gildi á nokkrum húsum á Seyðisfirði vegna hreyfinga í hlíðum ofan bæjarins hefur verið aflétt að fullu. Þá hefur hættustigi almannavarna verið aflýst. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að hægst hafi á hreyfingu sem mælst hefur á hryggnum milli skriðusársins sem myndaðist þegar skriða féll á Seyðisfjörð í desember í fyrra og Búðarár. „Mælingar og athuganir á vettvangi sýna að sprungur hafa opnast undanfarna daga og hryggurinn gliðnað. Þannig hafa líkur aukist á að hann brotni upp. Falli hann fram mun hann að líkindum fara í nokkrum stykkjum. Við því mætti búast í rigningartíð einhvern tíma á næstunni,“ segir í tilkynningunni. Þá sýni útreikningar sem kynntir voru í gær að allar líkur séu á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna til sjávar, án þess að valda tjóni á mannvirkjum, jafnvel þó hún fari af stað öll í einu. „Í ljósi þess hefur lögreglustjórinn á Austurlandi ákveðið að aflétta rýmingu á þeim fimm húsum sem enn voru rýmd eftir gærdaginn. Íbúum í þeim húsum hefur þegar verið kynnt þessi niðurstaða.“ Þá hefur hættistig almannavarna sem verið hefur í gildi færst niður á óvissustig. „Áfram verði aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Fjöldahjálparstöð sem opin hefur verið í Herðubreið hefur nú verið lokað en minnt á íbúafund í Herðubreið næstkomandi fimmtudag. Þá er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins 1717,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að hægst hafi á hreyfingu sem mælst hefur á hryggnum milli skriðusársins sem myndaðist þegar skriða féll á Seyðisfjörð í desember í fyrra og Búðarár. „Mælingar og athuganir á vettvangi sýna að sprungur hafa opnast undanfarna daga og hryggurinn gliðnað. Þannig hafa líkur aukist á að hann brotni upp. Falli hann fram mun hann að líkindum fara í nokkrum stykkjum. Við því mætti búast í rigningartíð einhvern tíma á næstunni,“ segir í tilkynningunni. Þá sýni útreikningar sem kynntir voru í gær að allar líkur séu á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna til sjávar, án þess að valda tjóni á mannvirkjum, jafnvel þó hún fari af stað öll í einu. „Í ljósi þess hefur lögreglustjórinn á Austurlandi ákveðið að aflétta rýmingu á þeim fimm húsum sem enn voru rýmd eftir gærdaginn. Íbúum í þeim húsum hefur þegar verið kynnt þessi niðurstaða.“ Þá hefur hættistig almannavarna sem verið hefur í gildi færst niður á óvissustig. „Áfram verði aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Fjöldahjálparstöð sem opin hefur verið í Herðubreið hefur nú verið lokað en minnt á íbúafund í Herðubreið næstkomandi fimmtudag. Þá er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins 1717,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira