Faldi synina fyrir Björk undir fréttaborðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 13:00 Elín Hirst, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, rifjaði það upp í afmælisþætti sjónvarpsstöðvarinnar að hún hafi í eitt sinn þurft að fela syni sína undir fréttaborðinu á meðan hún las kvöldfréttir. Þeir hafi þó skotið upp kollinum þegar Björk mætti á staðinn. Vísir/Getty Elín Stefánsdóttir Hirst, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, rifjaði það upp í 35 ára afmælisþætti Stöðvar 2, sem sýndur var á laugardaginn að hún hafi eitt sinn þurft að daga syni sína tvo með í vinnuna þegar hún var að lesa kvöldfréttir. Drengirnir hafi verið eins og englar og beðið undir fréttaborðinu en skotið upp kollinum þegar tónlistarkonan Björk mætti í stúdíóið. Elín og Lóa Pind, sem báðar störfuðu sem fréttamenn á Stöð 2 á sínum tíma, ræddu upphafsárin við Kristján Má Unnarsson í afmælisþættinum. Þar rifjuðu þær til dæmis upp hvernig fréttamálum var skipt upp á milli kynja, konur hafi fengið „mjúku“ málin en karlarnir hafi verið sendir í eldgosaferðir og fleira. Þær tvær hafi hins vegar ekkert gefið eftir og Elín Hirst hafi til dæmis verið fyrsti fréttamaðurinn sem hafi elt ráðherra til að krefjast svara í beinni útsendingu. „Það er fullt sem gerist í svona sjónvarpi sem við segjum aldrei frá. En það eru samt örugglega einhver leyndarmál sem er allt í lagi að segja frá núna,“ sagði Kristján Már í þættinum og bað þær Lóu og Elínu að kjafta frá. „Ég er með eitt sem ég er búin að burðast með mjög lengi og ég veit ekki hvort ég á að þora. En ég heyrði að Edda Sif Pálsdóttir hafi oft legið undir fréttaborðinu hjá pabba sínum. Þetta kom einu sinni fyrir hjá mér að ég fékk ekki pössun og var með strákana mína, held ég sex og átta ára, undir fréttaborðinu,“ sagði Elín. „Þetta var dálítill geimur og ég geymdi þá þarna í beinni útsendingu. Þetta voru svo vel upp alin börn að þeir létu ekkert á sér bæra. Nema það í lokin þá held ég að Björk hafi komið í stúdíóið, sem var alveg við hliðina á fréttaborðinu. Þá gátu mínir menn ekki setið á sér og laumuðu andlitunum upp, það komu tveir glókollar upp á fréttaborðið. Þetta var svo sætt en ekki prófessjónal,“ sagði Elín Hirst. „Lóa átt þú einhverja svona sögu?“ spurði Kristján þá Lóu. „Nei, veistu, það hefði aldrei gengið að hafa mína drengi inni í stúdíói. Það hefði rofið útsendingu.“ Lóa sagðist ekki muna eftir neinum leyndarmálum, en Elín rifjaði upp að eitt sinn hafi Ómar Ragnarsson verið að lesa fréttirnar á nærbuxunum. Hann hafi ekki mátt vera að því að klæða sig í nema skyrtu, bindi og jakka. „Hann var bara að koma úr einhverjum leiðangri og mátti ekkert vera að þessu.“ Grín og gaman Björk Tengdar fréttir Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. 11. október 2021 22:48 Hárið á Jóa eins og „gömul, lúin moppa“ og fékk að fjúka í Idolinu Athafna- og fjölmiðlamennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, sem nánast undantekningalaust eru þekktir saman sem Simmi og Jói, voru á meðal gesta í 35 ára afmælisveislu Stöðvar 2 í gær og ræddu tíma sinn sem kynnar í Idol Stjörnuleit. 10. október 2021 22:14 Kom heim úr Kryddsíldinni einu bílprófi fátækari Páll Magnússon, sem um árabil gegndi stöðu fréttastjóra á Stöð 2, var gestur Eddu Andrésdóttur í afmælisdagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi, í tilefni af 35 ára afmæli stöðvarinnar. Þar var hann ásamt sjónvarpskonunni Eddu Sif Pálsdóttur, dóttur sinni, þar sem þau rifjuðu upp sögur frá tíma Páls á Stöð 2. 10. október 2021 18:41 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Elín og Lóa Pind, sem báðar störfuðu sem fréttamenn á Stöð 2 á sínum tíma, ræddu upphafsárin við Kristján Má Unnarsson í afmælisþættinum. Þar rifjuðu þær til dæmis upp hvernig fréttamálum var skipt upp á milli kynja, konur hafi fengið „mjúku“ málin en karlarnir hafi verið sendir í eldgosaferðir og fleira. Þær tvær hafi hins vegar ekkert gefið eftir og Elín Hirst hafi til dæmis verið fyrsti fréttamaðurinn sem hafi elt ráðherra til að krefjast svara í beinni útsendingu. „Það er fullt sem gerist í svona sjónvarpi sem við segjum aldrei frá. En það eru samt örugglega einhver leyndarmál sem er allt í lagi að segja frá núna,“ sagði Kristján Már í þættinum og bað þær Lóu og Elínu að kjafta frá. „Ég er með eitt sem ég er búin að burðast með mjög lengi og ég veit ekki hvort ég á að þora. En ég heyrði að Edda Sif Pálsdóttir hafi oft legið undir fréttaborðinu hjá pabba sínum. Þetta kom einu sinni fyrir hjá mér að ég fékk ekki pössun og var með strákana mína, held ég sex og átta ára, undir fréttaborðinu,“ sagði Elín. „Þetta var dálítill geimur og ég geymdi þá þarna í beinni útsendingu. Þetta voru svo vel upp alin börn að þeir létu ekkert á sér bæra. Nema það í lokin þá held ég að Björk hafi komið í stúdíóið, sem var alveg við hliðina á fréttaborðinu. Þá gátu mínir menn ekki setið á sér og laumuðu andlitunum upp, það komu tveir glókollar upp á fréttaborðið. Þetta var svo sætt en ekki prófessjónal,“ sagði Elín Hirst. „Lóa átt þú einhverja svona sögu?“ spurði Kristján þá Lóu. „Nei, veistu, það hefði aldrei gengið að hafa mína drengi inni í stúdíói. Það hefði rofið útsendingu.“ Lóa sagðist ekki muna eftir neinum leyndarmálum, en Elín rifjaði upp að eitt sinn hafi Ómar Ragnarsson verið að lesa fréttirnar á nærbuxunum. Hann hafi ekki mátt vera að því að klæða sig í nema skyrtu, bindi og jakka. „Hann var bara að koma úr einhverjum leiðangri og mátti ekkert vera að þessu.“
Grín og gaman Björk Tengdar fréttir Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. 11. október 2021 22:48 Hárið á Jóa eins og „gömul, lúin moppa“ og fékk að fjúka í Idolinu Athafna- og fjölmiðlamennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, sem nánast undantekningalaust eru þekktir saman sem Simmi og Jói, voru á meðal gesta í 35 ára afmælisveislu Stöðvar 2 í gær og ræddu tíma sinn sem kynnar í Idol Stjörnuleit. 10. október 2021 22:14 Kom heim úr Kryddsíldinni einu bílprófi fátækari Páll Magnússon, sem um árabil gegndi stöðu fréttastjóra á Stöð 2, var gestur Eddu Andrésdóttur í afmælisdagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi, í tilefni af 35 ára afmæli stöðvarinnar. Þar var hann ásamt sjónvarpskonunni Eddu Sif Pálsdóttur, dóttur sinni, þar sem þau rifjuðu upp sögur frá tíma Páls á Stöð 2. 10. október 2021 18:41 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. 11. október 2021 22:48
Hárið á Jóa eins og „gömul, lúin moppa“ og fékk að fjúka í Idolinu Athafna- og fjölmiðlamennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, sem nánast undantekningalaust eru þekktir saman sem Simmi og Jói, voru á meðal gesta í 35 ára afmælisveislu Stöðvar 2 í gær og ræddu tíma sinn sem kynnar í Idol Stjörnuleit. 10. október 2021 22:14
Kom heim úr Kryddsíldinni einu bílprófi fátækari Páll Magnússon, sem um árabil gegndi stöðu fréttastjóra á Stöð 2, var gestur Eddu Andrésdóttur í afmælisdagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi, í tilefni af 35 ára afmæli stöðvarinnar. Þar var hann ásamt sjónvarpskonunni Eddu Sif Pálsdóttur, dóttur sinni, þar sem þau rifjuðu upp sögur frá tíma Páls á Stöð 2. 10. október 2021 18:41