Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 12. október 2021 09:44 Hagur Íslandsbanka hefur vænkast milli ára. Vísir/Egill Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. Til samanburðar nam hagnaður bankans 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi árið 2020 og arðsemi eiginfjár 7,4%. Greiningaraðilar höfðu nú spáð 4,6 milljarða króna hagnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en rekstrartekjur síðasta ársfjórðungs nema um 13,3 milljörðum króna sem er 20,6% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þar af nema hreinar vaxtatekjur um 8,8 milljörðum króna, hreinar þóknanatekjur um 3,4 milljörðum og hreinar fjármunatekjur um 0,9 milljörðum króna. Að sögn bankans jukust hreinar fjármunatekjur milli ára aðallega vegna jákvæðrar virðisbreytingar á fjárfestingu í óskráðum hlutdeildarfélögum. Rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur um 5,7 milljörðum króna samanborið við 5,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2020. Jákvæð virðisrýrnun Áréttað er í tilkynningu að uppgjörið og kynningarefni fyrir þriðja ársfjórðung 2021 sé enn í vinnslu og því geti tölurnar tekið breytingum fram að birtingardegi þann 28. október næstkomandi. Að sögn bankans skýrast frávikin milli ára og frá markmiðum bankans að stærstum hluta af því að virðisrýrnun er jákvæð. Er um 1,8 milljarður króna færður til tekna vegna þess í fjórðungnum, að mestu leyti vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu og minni óvissu í mati á vanefndarlíkum einstaklinga í kjölfar uppfærðs áhættumatslíkans. Til samanburðar færði bankinn um 1,1 milljarð króna til gjalda í virðisrýrnun á þriðja ársfjórðungi sem tengdist að mestu leyti þeirri óvissu sem uppi var vegna Covid-19 faraldursins á þeim tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Íslandsbanki hagnast um 5,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Birna Einarsdóttir, bankastjóri lýsir yfir mikilli ánægju með rekstrarniðurstöðuna sem samsvarar 11,6% arðsemi á ársgrundvelli. 28. júlí 2021 16:17 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira
Til samanburðar nam hagnaður bankans 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi árið 2020 og arðsemi eiginfjár 7,4%. Greiningaraðilar höfðu nú spáð 4,6 milljarða króna hagnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en rekstrartekjur síðasta ársfjórðungs nema um 13,3 milljörðum króna sem er 20,6% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þar af nema hreinar vaxtatekjur um 8,8 milljörðum króna, hreinar þóknanatekjur um 3,4 milljörðum og hreinar fjármunatekjur um 0,9 milljörðum króna. Að sögn bankans jukust hreinar fjármunatekjur milli ára aðallega vegna jákvæðrar virðisbreytingar á fjárfestingu í óskráðum hlutdeildarfélögum. Rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur um 5,7 milljörðum króna samanborið við 5,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2020. Jákvæð virðisrýrnun Áréttað er í tilkynningu að uppgjörið og kynningarefni fyrir þriðja ársfjórðung 2021 sé enn í vinnslu og því geti tölurnar tekið breytingum fram að birtingardegi þann 28. október næstkomandi. Að sögn bankans skýrast frávikin milli ára og frá markmiðum bankans að stærstum hluta af því að virðisrýrnun er jákvæð. Er um 1,8 milljarður króna færður til tekna vegna þess í fjórðungnum, að mestu leyti vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu og minni óvissu í mati á vanefndarlíkum einstaklinga í kjölfar uppfærðs áhættumatslíkans. Til samanburðar færði bankinn um 1,1 milljarð króna til gjalda í virðisrýrnun á þriðja ársfjórðungi sem tengdist að mestu leyti þeirri óvissu sem uppi var vegna Covid-19 faraldursins á þeim tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Íslandsbanki hagnast um 5,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Birna Einarsdóttir, bankastjóri lýsir yfir mikilli ánægju með rekstrarniðurstöðuna sem samsvarar 11,6% arðsemi á ársgrundvelli. 28. júlí 2021 16:17 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira
Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17
Íslandsbanki hagnast um 5,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Birna Einarsdóttir, bankastjóri lýsir yfir mikilli ánægju með rekstrarniðurstöðuna sem samsvarar 11,6% arðsemi á ársgrundvelli. 28. júlí 2021 16:17