Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Snorri Másson skrifar 11. október 2021 19:51 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Stjórnarmyndunarviðræður í fullum gangi. Vísir/Vilhelm Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur og allt í einu var tilkynnt um það um helgina að nýr þingmaður væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta á sér mjög skamman aðdraganda og ekki mikil umræða sem fór fram um það. En við bara fögnum því yfir að menn lýsi því yfir að þeir vilji ganga til liðs við okkur og beita sér með Sjálfstæðisflokknum í því sem hann vill setja á oddinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir segir vistaskipti Birgis ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður enda nálgist flokkarnir það verkefni hvort sem er sem jafningjar, þrátt fyrir að fylgi flokkanna sé ólíkt mikið. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert en auðvitað er það kannski óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svona snemma eftir kosningar eins og raun ber vitni,“ segir Katrín. Hún segir þetta sérkennilegt. Birgir Ármannsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Það hlýtur alltaf að orka tvímælis þegar hlutir gerast svona skömmu eftir kosningar.“ Birgir Þórarinsson hefur talað gegn stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, hælisleitendamálum og hann mótmælti rýmkun á heimild kvenna til þungunarrofs. Bjarni Benediktsson segist ekki vera sérfræðingur í afstöðu Birgis til einstakra mála. „En það auðvitað liggur í hlutarins eðli að þegar Birgir sækist eftir því að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá telur hann að hann geti rúmast þar inni og að hans sjónarmið rekist ekki um of á við það sem við erum að leggja áherslu á.“ Katrín: „Við vitum það að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að þannig verði það áfram.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur og allt í einu var tilkynnt um það um helgina að nýr þingmaður væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta á sér mjög skamman aðdraganda og ekki mikil umræða sem fór fram um það. En við bara fögnum því yfir að menn lýsi því yfir að þeir vilji ganga til liðs við okkur og beita sér með Sjálfstæðisflokknum í því sem hann vill setja á oddinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir segir vistaskipti Birgis ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður enda nálgist flokkarnir það verkefni hvort sem er sem jafningjar, þrátt fyrir að fylgi flokkanna sé ólíkt mikið. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert en auðvitað er það kannski óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svona snemma eftir kosningar eins og raun ber vitni,“ segir Katrín. Hún segir þetta sérkennilegt. Birgir Ármannsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Það hlýtur alltaf að orka tvímælis þegar hlutir gerast svona skömmu eftir kosningar.“ Birgir Þórarinsson hefur talað gegn stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, hælisleitendamálum og hann mótmælti rýmkun á heimild kvenna til þungunarrofs. Bjarni Benediktsson segist ekki vera sérfræðingur í afstöðu Birgis til einstakra mála. „En það auðvitað liggur í hlutarins eðli að þegar Birgir sækist eftir því að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá telur hann að hann geti rúmast þar inni og að hans sjónarmið rekist ekki um of á við það sem við erum að leggja áherslu á.“ Katrín: „Við vitum það að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að þannig verði það áfram.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira