Innlent

Húsin sem næst standa varnar­garðinum á­fram rýmd

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd af vef Veðurstofunnar sýnir greinilega það svæði þar sem hreyfing hefur mælst.
Mynd af vef Veðurstofunnar sýnir greinilega það svæði þar sem hreyfing hefur mælst. Veðurstofa Íslands

Útreikningar á virkni leiðigarða og safnþróar undir óstöðugum hrygg milli stóru skriðunnar sem féll á Seyðisfjörð í desember á síðasta ári og Búðarár liggja fyrir. Líkur eru taldar á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna til sjávar en þar sem enn mælist hreyfing á hryggnum hefur rýmingu á nokkrum húsum á Seyðisfirði ekki verið aflétt.

Um er að ræða þau hús sem næst standa varnargarðinum. Þau hús sem áfram verða rýmd eru: Fossgata 5 og 7 og Hafnargata 10, 16b og 18c.

Þá er hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði. Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar aðrar en þær sem mælst hafa í hryggnum.

Hér að neðan má sjá tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi um rýminguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×