Fyrrum markvörður Man Utd á leið til Íslendingaliðs Venezia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2021 18:16 Sergio Romero er á leið til Venezia. Michael Regan/Getty Images Argentíski markvörðurinn Sergio Romero er að ganga í raðir ítalska félagsins Venezia. Þrír Íslendingar eru á mála hjá félaginu. Venezia - nýliði í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni - er sem stendur í 17. sæti deildarinnar með fimm stig að loknum sjö leikjum. Liðið hefur fengið á sig 12 mörk í leikjunum sjö og hefur nú leitað á það ráð að fá nýjan markvörð til liðsins. Unnendur enska boltans þekkja til kappans en hann var varamarkvörður Manchester United um árabil og lengi vel talinn sá besti á þeim vettvangi. Það er einn traustasti varamarkvörður síðari ára. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að hinn 34 ára gamli Romero sé á leið til Venezia og samningar verði undirritaðir á morgun, þriðjudag. Argentinian goalkeeper Sergio Romero had his medical with Venezia today. Former Man Utd player is expected to sign his contract tomorrow - final details to be fixed then he ll join Venezia as free agent. #transfersChelsea were considering Romero before signing Bettinelli. https://t.co/L6lfBzkA79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2021 Romero hefur verið án félags síðan samningur hans við Man United rann út í sumar. Hann þekkir vel til ítalska boltans eftir að hafa leikið með Sampdoria frá 2011 til 2015. Þrátt fyrir að hafa verið varamarkvörður undanfarin ár er Romero einkar reynslumikill eftir að hafa spilað í Argentínu, Hollandi, Ítalíu, Frakklandi og Englandi. Þá var hann lengi vel fastamaður í argentíska landsliðinu en hann á alls að baki 96 landsleiki fyrir þjóð sína. Til að mynda stóð hann í markinu er Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014. Venezia er sannkallað Íslendingalið en Bjarki Steinn Bjarkason og Arnór Sigurðsson eru í leikmannahóp liðsins í dag, sá síðarnefndi er á láni frá CSKA Moskvu. Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Siena í Serie C um þessar mundir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Venezia - nýliði í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni - er sem stendur í 17. sæti deildarinnar með fimm stig að loknum sjö leikjum. Liðið hefur fengið á sig 12 mörk í leikjunum sjö og hefur nú leitað á það ráð að fá nýjan markvörð til liðsins. Unnendur enska boltans þekkja til kappans en hann var varamarkvörður Manchester United um árabil og lengi vel talinn sá besti á þeim vettvangi. Það er einn traustasti varamarkvörður síðari ára. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að hinn 34 ára gamli Romero sé á leið til Venezia og samningar verði undirritaðir á morgun, þriðjudag. Argentinian goalkeeper Sergio Romero had his medical with Venezia today. Former Man Utd player is expected to sign his contract tomorrow - final details to be fixed then he ll join Venezia as free agent. #transfersChelsea were considering Romero before signing Bettinelli. https://t.co/L6lfBzkA79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2021 Romero hefur verið án félags síðan samningur hans við Man United rann út í sumar. Hann þekkir vel til ítalska boltans eftir að hafa leikið með Sampdoria frá 2011 til 2015. Þrátt fyrir að hafa verið varamarkvörður undanfarin ár er Romero einkar reynslumikill eftir að hafa spilað í Argentínu, Hollandi, Ítalíu, Frakklandi og Englandi. Þá var hann lengi vel fastamaður í argentíska landsliðinu en hann á alls að baki 96 landsleiki fyrir þjóð sína. Til að mynda stóð hann í markinu er Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014. Venezia er sannkallað Íslendingalið en Bjarki Steinn Bjarkason og Arnór Sigurðsson eru í leikmannahóp liðsins í dag, sá síðarnefndi er á láni frá CSKA Moskvu. Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Siena í Serie C um þessar mundir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira