Wind dregur saman seglin og fer úr landi Eiður Þór Árnason skrifar 11. október 2021 15:35 Gulu hjólin hafa fram að þessu verið áberandi víðs vegar um borgina. Vísir/Vilhelm Rafhlaupahjólaleigan Wind hefur hætt starfsemi hér á landi en rúmt ár er síðan þýska fyrirtækið opnaði þjónustu sína í Reykjavík. Notendur Wind hafa átt í miklum vandræðum að nálgast rafhlaupahjól leigunnar að undanförnu. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, starfandi samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að fulltrúar Wind hafi tilkynnt borginni fyrr í haust að fyrirtækið hygðist hætta að þjónusta Reykjavík. „Það eina sem við í rauninni fengum að vita var að þetta hafði ekkert með Reykjavík að gera eða samskipti við okkur heldur hafi þetta bara verið ákvörðun sem hafi verið tekin af stjórnendum fyrirtækisins.“ Leiga á rafhlaupahjólum er leyfisskyld starfsemi í Reykjavík og þurfa fyrirtæki að viðhalda ákveðinni hjólanýtingu til að viðhalda starfsleyfinu. Guðbjörg segir að Wind hafi ekki átt í vandræðum með að ná því lágmarki. Var strax stærsti aðilinn á markaði „Við viljum upplýsa þig um að þjónustu okkar hefur verið lokað á Íslandi og getur þú þar af leiðandi ekki lengur leigt rafhlaupahjólin okkar. Að svo stöddu liggja ekki fyrir upplýsingar um endurkomu okkar en við þökkum þér fyrir að velja WIND og vera tryggur viðskiptavinur,“ segir í svari Wind til viðskiptavinar. Þá kemur fram að notendur sem eigi enn ónotaða inneign hjá Wind fái hana endurgreidda á næstu vikum en einnig sé hægt að óska eftir fljótari afgreiðslu. Minni eftirspurn yfir vetrarmánuðina Wind segir í svari við fyrirspurn Vísis að rafhlaupahjólin hafi notið mikilla vinsælda í Reykjavík yfir sumartímann en ákveðið hafi verið að stöðva þjónustuna nú þegar veturinn nálgast. Ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort Wind snúi aftur í borgina næsta sumar. Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segist ekki missa svefn yfir brotthvarfi gulu hjólanna. „Þessi markaður er mjög frjór og maður hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég er líklega búinn að ganga framhjá svona fimmtán hjólum á meðan ég fór núna upp Laugaveginn.“ Wind kom með krafti inn á íslenskan rafhlaupahjólamarkað þann 5. september 2020 og var frá fyrsta degi með tvöfalt fleiri hjól en næsti samkeppnisaðili, eða alls 600 talsins. Ókey, eruð þið ekki að grínast með þennan sturlaða fjölda af gulum rafmagnshlaupahjólum? Þetta er alls staðar!— Stefán Pálsson (@Stebbip) September 12, 2020 Gulu hjólin, einkennismerki Wind, nutu þó nokkurra vinsælda og voru strax mjög áberandi í Reykjavík. Rétt rúmu ári síðan hafði sú staða skyndilega breyst. Hvað eru öll wind hjólin? pic.twitter.com/nhUi7Ug8hI— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) October 9, 2021 Wind Mobility var stofnað árið 2017 og starfrækir hjóla- og rafhlaupahjólaleigur í minnst sex öðrum ríkjum en Írland bættist í hópinn í ágúst síðastliðnum. Vísir hefur verið uppfærð. Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. 6. október 2021 20:31 Aðeins fjórir þurft að leggjast inn eftir milljón ferðir Fjórir hafa þurft að leggjast inn á Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli en almennt eru slys á slíkum fararskjótum ekki alvarleg. Yfirlæknir bráðamóttöku bendir á að fá slys verði á rafhlaupahjólum miðað við hversu margar ferðir eru farnar á þeim. 6. október 2021 15:24 Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, starfandi samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að fulltrúar Wind hafi tilkynnt borginni fyrr í haust að fyrirtækið hygðist hætta að þjónusta Reykjavík. „Það eina sem við í rauninni fengum að vita var að þetta hafði ekkert með Reykjavík að gera eða samskipti við okkur heldur hafi þetta bara verið ákvörðun sem hafi verið tekin af stjórnendum fyrirtækisins.“ Leiga á rafhlaupahjólum er leyfisskyld starfsemi í Reykjavík og þurfa fyrirtæki að viðhalda ákveðinni hjólanýtingu til að viðhalda starfsleyfinu. Guðbjörg segir að Wind hafi ekki átt í vandræðum með að ná því lágmarki. Var strax stærsti aðilinn á markaði „Við viljum upplýsa þig um að þjónustu okkar hefur verið lokað á Íslandi og getur þú þar af leiðandi ekki lengur leigt rafhlaupahjólin okkar. Að svo stöddu liggja ekki fyrir upplýsingar um endurkomu okkar en við þökkum þér fyrir að velja WIND og vera tryggur viðskiptavinur,“ segir í svari Wind til viðskiptavinar. Þá kemur fram að notendur sem eigi enn ónotaða inneign hjá Wind fái hana endurgreidda á næstu vikum en einnig sé hægt að óska eftir fljótari afgreiðslu. Minni eftirspurn yfir vetrarmánuðina Wind segir í svari við fyrirspurn Vísis að rafhlaupahjólin hafi notið mikilla vinsælda í Reykjavík yfir sumartímann en ákveðið hafi verið að stöðva þjónustuna nú þegar veturinn nálgast. Ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort Wind snúi aftur í borgina næsta sumar. Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segist ekki missa svefn yfir brotthvarfi gulu hjólanna. „Þessi markaður er mjög frjór og maður hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég er líklega búinn að ganga framhjá svona fimmtán hjólum á meðan ég fór núna upp Laugaveginn.“ Wind kom með krafti inn á íslenskan rafhlaupahjólamarkað þann 5. september 2020 og var frá fyrsta degi með tvöfalt fleiri hjól en næsti samkeppnisaðili, eða alls 600 talsins. Ókey, eruð þið ekki að grínast með þennan sturlaða fjölda af gulum rafmagnshlaupahjólum? Þetta er alls staðar!— Stefán Pálsson (@Stebbip) September 12, 2020 Gulu hjólin, einkennismerki Wind, nutu þó nokkurra vinsælda og voru strax mjög áberandi í Reykjavík. Rétt rúmu ári síðan hafði sú staða skyndilega breyst. Hvað eru öll wind hjólin? pic.twitter.com/nhUi7Ug8hI— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) October 9, 2021 Wind Mobility var stofnað árið 2017 og starfrækir hjóla- og rafhlaupahjólaleigur í minnst sex öðrum ríkjum en Írland bættist í hópinn í ágúst síðastliðnum. Vísir hefur verið uppfærð.
Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. 6. október 2021 20:31 Aðeins fjórir þurft að leggjast inn eftir milljón ferðir Fjórir hafa þurft að leggjast inn á Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli en almennt eru slys á slíkum fararskjótum ekki alvarleg. Yfirlæknir bráðamóttöku bendir á að fá slys verði á rafhlaupahjólum miðað við hversu margar ferðir eru farnar á þeim. 6. október 2021 15:24 Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. 6. október 2021 20:31
Aðeins fjórir þurft að leggjast inn eftir milljón ferðir Fjórir hafa þurft að leggjast inn á Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli en almennt eru slys á slíkum fararskjótum ekki alvarleg. Yfirlæknir bráðamóttöku bendir á að fá slys verði á rafhlaupahjólum miðað við hversu margar ferðir eru farnar á þeim. 6. október 2021 15:24
Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00