Er þetta of róttækt fyrir þig? Gunnar Smári Egilsson skrifar 11. október 2021 12:00 Það merkilegasta sem ég komst að í nýliðinni kosningabaráttu er að Ísland er miklu vanþróaðra samfélag en ég hélt. Og hafði ég svo sem ekki mikla trú á landinu sem þróuðu lýðræðisríki. En fyrir kosningar, og enn frekar eftir þær, hef ég velt fyrir mér hvort þessi vanþroski sé svo útbreiddur, djúpstæður og rótgróinn, og að um hann sé svo almenn sátt, að okkur muni ekki takast að brjótast út úr þessu ástandi og byggja hér upp almennilegt samfélag. Að við séum dæmd til að lifa innan gerspillts þjófræðis hinna fáu, freku og vanhæfu vegna þess að við kunnum ekki að útbúa tæki til að berjast gegn þeim. Eitt einkenni kosningabaráttunnar var að hún snerist ekki um nein málefni. Engin kosningamál urðu fréttamál. Engin sérstök umræða var um málefni á borð við húsnæðiskreppuna, vanda heilbrigðiskerfisins, einkavæðingaráform í vegakerfinu, breyttar áherslur í ríkisfjármálum, útbreidda fátækt meðal öryrkja, lífeyrissjóðakerfið né nokkuð annað. Sumt af þessu poppaði upp í leikrænum umræðuþáttum í sjónvarpi, innan um hálfvitalegar spurningar um fráleit aukaatriði og sérviskulegar vangaveltur þáttastjórnanda. Hin raunverulegu ímyndarstjórnmál Meginfarvegur kosningabaráttunnar voru auglýsingatímar útvarps og sjónvarps og keypt birting á samskiptamiðlum. Í grunninn var þetta eins og keppni stórfyrirtækja í markaðssetningu. Flokkarnir á þingi tóku um 2,8 milljarða króna úr ríkissjóði á kjörtímabilinu og ætla má að ekki minna en milljarði af því fé hafi verið varið í markaðsstarf fyrir kosningarnar, mest síðasta mánuðinn og mest af því síðustu vikuna. Ef við gerum ráð fyrir að um hálfur milljarður hafi farið í birtingar þá hafa auglýsingar flokkanna verið eins og 3,5% af öllum auglýsingum ársins. Og þar af leiðandi um 1/3 af öllum auglýsingunum í september og vel yfir 50% síðustu tíu dagana fyrir kosningar. Í samanburði við þetta álag á landsmenn frá ímyndarauglýsingum flokkanna þá vigtaði almenn samfélagsumræða varla nokkuð. Enda var niðurstaða kosninganna að þeir flokkar sem voru með bestu og áköfustu auglýsingaherferðirnar unnu. Þessar kosningar snerust alfarið um falska ímynd, lítið ef nokkuð um málefni eða stefnu. man einhver hvað Framsókn lagði til í nokkru máli? Þessu veldur ekki aðeins fyrirferð auglýsinganna heldur líka hversu lítið var fjallað um kosningarnar í fréttum og hversu undarlegir umræðuþættir voru. Lítið róttækt við tilboð Sósíalista Sósíalistar mættu til kosninganna með breiða stefnuskrá, sem sett var fram í fjölda tilboðum til kjósenda. Megininntak þeirra var að snúa við flutningi valda, eigna, auðs og auðlinda frá almenningi til hinna fáu, sem átt hafði sér stað á nýfrjálshyggjuárunum. Þetta var alls ekki róttæk stefna frá neinum sjónarhóli. Í fyrsta lagi byggði hún að stóru leyti á afstöðu mikils meirihluta landsmanna í veigamiklum málum; svo sem að hækka ætti skatta á hin ríku, að almenningur ætti fiskimiðin, að auka ætti framlög til heilbrigðis- og velferðarmála o.s.frv. í öðru lagi byggði hún á sannreyndum kenningum; að stóru leyti þeirri samfélagsuppbyggingu valddreifingar og réttlætis sem reynt var að koma á á eftirstríðsárunum og er í reynd grunnurinn að öllu því sem einhvers virði er í samfélagi okkar. Í þriðja lagi byggði hún á þeirri deiglu í efnahags- og stjórnmálum sem átt hefur sér stað frá falli nýfrjálshyggjunnar eftir Hrun og enn frekar í cóvid og litað hefur alla samfélagsumræðu í okkar heimshluta misserum og árum saman. Erindi Sósíalista var að nýfrjálshyggjan væri hrunin og að sósíalisminn væri eina færa leiðin út. Þetta er meginstraumshugmynd. Og alls ekki róttæk í dag, þótt hún kunni að hafa hljómað svo fyrir tuttugu árum. Þetta er t.d. megininntak nýrrar bókar Thomas Piketty, sem vel virtur meginstraumshagfræðingur. Sátt við óbreytt ástand Okkur Sósíalistum var hins vegar tekið sem nánast hættulegu jaðarfyrirbrigði í umræðunni. Spyrlar í umræðuþáttum létu sem þeir hefðu ekki heyrt af neinum sósíalisma nema þeim sem Stalín eða Kim Jong-un hafa skreytt sig með. Haldið þið að talsfólk Rødt í Noregi, Enhedsliten í Danmörku, Sósíalista í Frakklandi eða Portúgal sé spurð svona spurninga? Nei, auðvitað ekki. Í þessum löndum snýst samfélagsumræðan um að velta upp hugmyndum og sjónarmiðum en ekki að halda þeim úti. Eins og raunin er á Íslandi. Ég vil skjóta hér inn kenningu Noam Chomsky og Edward S. Herman um að meginhlutverk fjölmiðla í samfélagi síðkapítalismans sé að selja fólki sátt við óbreytt ástand. Slíkt á sér ekki bara stað í þáttum eins og Vikunni með Gísla Marteini heldur í fréttum, umræðuþáttum og öllu meginefni fjölmiðla. Undantekningarnar eru fáar; rannsóknarblaðamennska og gagnrýnin skrif. Þær eru ekki fjölmiðlun eins og hún er almennt stunduð; aðeins veikt frávik frá megintilgangi fjölmiðlunar. Sem er að selja almenningi sátt við óbreytt ástand. Er ekki bara best að halda sem flestu óbreyttu, sem er einmitt tóninn sem Framsókn sló og gæti líka verið yfirskrift Vikunnar með Gísla Marteini og nánast alls efnis fjölmiðla í dag. Hið venjulega sagt óvenjulegt Þessi afstaða fjölmiðlafólks varð þess valdandi að tillögur Sósíalista, sem voru í fullkomnum takti við stjórnmál innan lýðræðisríkja okkar heimshluta, voru kynntar sem árás á samfélagssáttmálann. Þetta átti t.d. við um ábendingar Sósíalista um að vilji almennings hljóti ætíð að ráða í lýðræðissamfélagi, að almenningur er fullvalda. Til dæmis um að almenningur geti byggt upp nýtt dómskerfi ef það gamla sé svo spillt að það komi í veg fyrir að vilji almennings í mikilvægum málum nái fram að ganga. Einhverjar spyrlar brugðu sér í gervi stjórnlagaspekinga og fullyrtu að þetta stangaðist á við stjórnarskrá. Sem það gerir ekki. Í stjórnarskránni stendur: „Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana.“ Þarna kemur fram að tillaga Sósíalista er samkvæmt stjórnarskrá, enda í fullkomnum takti við stjórnmál eins og þau hafa verið stunduð í okkar heimshluta frá stríðslokum. Almenningur getur ef hann vill breytt skipan dómstóla og lagt niður héraðsdóm. Landsrétt eða Hæstarétt. Það er nauðsynlegt að hafa þetta í huga þegar stórútgerðin fullyrðir að þeir dómarar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett í Hæstarétt muni verja ímyndaðan einkarétt hennar yfir auðlindum sjávar frekar en raunverulegan eignarétt almennings. Hér má vitna í þann ágæta aðgerðarsinna David Graeber heitinn, sem sagði að það gleymdist oft að öll kerfi sem við búum við sé mannanna verk og við getum svo auðveldlega haft þau allt öðruvísi. Graeber var þarna að tala inn í nauðhyggju nýfrjálshyggjunnar, sem einmitt vill halda því fram að hlutirnir geti alls ekki verið öðruvísi; að ómögulegt sé að taka kvótann af stórútgerðinni, að ómögulegt sé að leggja skatta á eignafólk, að ómögulegt sé byggja yfir þau sem skortir húsnæði og að allt annað en óbreytt ástand sé ómögulegt, utan getu okkar og valds. Svo er auðvitað ekki. Og glæpurinn í þessum heimi er ekki að benda á mikil völd almennings innan lýðræðisríkjanna. Glæpurinn er að halda linnulaust fram valdaleysi almennings. Hið sjálfsagða tekið sem undarlegheitum Annað dæmi sem var tekið um hættulega róttækni Sósíalista var að þeir settu fram þá sjálfsögðu kröfu að Samherji yrði klofinn bæði þversum og langsum. Þversum vegna þess að fullkomlega óeðlilegt væri að sama fyrirtæki gæti drottnað yfir allri virðiskeðjunni frá óveiddum fiski að sölu á afurðum úti í heimi. Mýmörg dæmi eru um slíkar aðgerðir. Íslendingar hafa t.d. beygt sig undir að kljúfa dreifinetið frá Landsvirkjun af þessum sömu ástæðum ástæðum og sölu til neytenda frá orkuveitu Reykjavíkur. Það er magnað að fréttafólk og þáttastjórnendur hafi leyft sér að spyrja um þessi atriði eins og væru þau of róttæk fyrir samtíma okkar. Og Sósíalistar vildu kljúfa Samherja langsum vegna þess að völd þess fyrirtækis yfir sjávarútvegi á stórum hluta landsins er einfaldlega of mikið, stærð fyrirtækisins hefur skaðleg áhrif á samfélagið. Þetta er á engan hátt róttæk hugmynd fyrir samfélagsumræðu innan okkar heimshluta. Það eru aðeins nokkrir áratugir síðan Bandaríkjamenn klufu Bell símafyrirtækið og þar er reglulega rætt um að kljúfa Microsoft, Amazon, Google eða Facebook. Og þykir engum djörf hugmynd, enginn sem jedúdímíar sig yfir henni. En hér heima er þessum hugmyndum mætt með hnussi og undrun, eins og við ættum ekki að leyfa okkur að hugsa á þessum nótum. Að velsæld og ógnarvald hinna ríku og valdamiklu séu ekki pólitísk umfjöllunarefni fjöldans í almennum kosningum. Að nauðsynlegt varri að hussa á allar slíkar hugmyndir. Hvaðan kemur þessi heimska? Þessi botnlausa heimska sem borin er fram eins og hún sé óumdeilanlegur og hversdagslegur sannleikur? Enn frekara hnuss yfir hversdagslegri umræðu Ég gæti tekið fleiri dæmi úr umræðunni fyrir kosningar. Einn frambjóðandi Sósíalista var spurður um Facebook-færslu mína þar sem ég lagði til að skrúfað yrði ofan af ohf-væðingu Ríkisútvarpsins og það aftur gert að stofnun, raunverulegu þjóðarútvarpi en ekki þessu hálfmarkaðsvæddu ómynd undir hæl Sjálfstæðisflokksins sem RÚV er í dag. Hvað er hættulegt við þessa hugmynd? Þetta er nánast einföld báknið burt-tillaga og/eða endurreisnar krafa; um að Ríkisútvarpinu verði gert að finna rætur sínar. Ekkert frumlegt við þetta og alls ekkert róttækt. Þetta er umræða sem ætti að vera í gangi alla daga. Nema ef fólk heldur að umræðuleysið tryggi sátt við óbreytt ástand. Eins var tillögu Sósíalista um að styðja fjölmiðla með því að styrkja blaðamenn beint, svipað og gert er með starfslaun listamanna, tekið sem einhverjum undrum. Það er á móti náttúrlega miklu róttækari hugmynd sem Alþingi fór, að styrkja auðfólk til að halda úti málgögnum sínum á borð við Morgunblaðið. Fréttablaðið og Viðskiptablaðið. Það er kerfi sem ætlað er að brjóta endanlega niður frjálsa fjölmiðlun í landinu. Ég man ekki til þess að spurningarmerki hafi nokkru sinni verið sett við þessa leið. Ákvörðun Sósíalista um nota ekki styrktarfé úr ríkissjóði til að prenta stórar andlitsmyndir af forystufólkinu, eins og gert er í alræðisríkjum, var gerð tortryggileg eins og það væri ógn við lýðræðið að nýta þetta fé frekar til að efla hagsmunabaráttu þeirra sem ekki hafa efnahagslegan styrk til baráttu (fátækt fólk, leigjendur, innflytjendur, eftirlaunafólk o.s.frv.) og til að byggja um umræðuvettvang þar sem þetta fólk getur rætt um samfélagið frá sínum sjónarhóli. En ekki af hrauk hinna steingeldu meginstraumsmiðla. Gagnbylting hinna ríku er normið Á sama tíma og sakleysislegum tillögum Sósíalista var stillt upp sem ógn við almannareglu nefndu fjölmiðlar ekki áform Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins eða niðurbrot lífeyriskerfisins, ekki áform Framsóknar um einkavæðingu vegakerfisins og ekki staðfestu þessara flokka um að reka hér áfram óbreytta nýfrjálshyggju með tilheyrandi niðurbroti allra grunnkerfa samfélagsins, stjórnlausu auðmannadekri og linnulausum flutningi á völdum, eignum, fé og auðlindum frá almenningi til hinna fáu ríku og valdamiklu. Málið er nefnilega að við búum við byltingu hinna ríku, sem stefnt er að því samfélagið sem byggt var upp af kröfum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á síðustu öld. Þetta er valdarán, sem stendur yfir og sem halda mun áfram á þessu kjörtímabili. Og þetta er valdarán sem meginstraumsmiðlarnir styðja og verja. Allri ógn við þennan þjófnað er mætt sem ógn við almannareglu og hún skilgreind sem hættuleg jaðarskoðun. Það er því miður staðan á íslenska lýðveldinu. Við höfum ekki vettvang til að ræða hvað hrjáir samfélagið okkar. Sá umræðuvettvangur sem við notumst við er í raun heimavöllur þeirra sem eru að ræna almenning völdum og eignum. Og þau sem stýra umræðunni upplifa það sem skyldu sína að verja óbreytt ástand og að selja almenningi sátt við það. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það merkilegasta sem ég komst að í nýliðinni kosningabaráttu er að Ísland er miklu vanþróaðra samfélag en ég hélt. Og hafði ég svo sem ekki mikla trú á landinu sem þróuðu lýðræðisríki. En fyrir kosningar, og enn frekar eftir þær, hef ég velt fyrir mér hvort þessi vanþroski sé svo útbreiddur, djúpstæður og rótgróinn, og að um hann sé svo almenn sátt, að okkur muni ekki takast að brjótast út úr þessu ástandi og byggja hér upp almennilegt samfélag. Að við séum dæmd til að lifa innan gerspillts þjófræðis hinna fáu, freku og vanhæfu vegna þess að við kunnum ekki að útbúa tæki til að berjast gegn þeim. Eitt einkenni kosningabaráttunnar var að hún snerist ekki um nein málefni. Engin kosningamál urðu fréttamál. Engin sérstök umræða var um málefni á borð við húsnæðiskreppuna, vanda heilbrigðiskerfisins, einkavæðingaráform í vegakerfinu, breyttar áherslur í ríkisfjármálum, útbreidda fátækt meðal öryrkja, lífeyrissjóðakerfið né nokkuð annað. Sumt af þessu poppaði upp í leikrænum umræðuþáttum í sjónvarpi, innan um hálfvitalegar spurningar um fráleit aukaatriði og sérviskulegar vangaveltur þáttastjórnanda. Hin raunverulegu ímyndarstjórnmál Meginfarvegur kosningabaráttunnar voru auglýsingatímar útvarps og sjónvarps og keypt birting á samskiptamiðlum. Í grunninn var þetta eins og keppni stórfyrirtækja í markaðssetningu. Flokkarnir á þingi tóku um 2,8 milljarða króna úr ríkissjóði á kjörtímabilinu og ætla má að ekki minna en milljarði af því fé hafi verið varið í markaðsstarf fyrir kosningarnar, mest síðasta mánuðinn og mest af því síðustu vikuna. Ef við gerum ráð fyrir að um hálfur milljarður hafi farið í birtingar þá hafa auglýsingar flokkanna verið eins og 3,5% af öllum auglýsingum ársins. Og þar af leiðandi um 1/3 af öllum auglýsingunum í september og vel yfir 50% síðustu tíu dagana fyrir kosningar. Í samanburði við þetta álag á landsmenn frá ímyndarauglýsingum flokkanna þá vigtaði almenn samfélagsumræða varla nokkuð. Enda var niðurstaða kosninganna að þeir flokkar sem voru með bestu og áköfustu auglýsingaherferðirnar unnu. Þessar kosningar snerust alfarið um falska ímynd, lítið ef nokkuð um málefni eða stefnu. man einhver hvað Framsókn lagði til í nokkru máli? Þessu veldur ekki aðeins fyrirferð auglýsinganna heldur líka hversu lítið var fjallað um kosningarnar í fréttum og hversu undarlegir umræðuþættir voru. Lítið róttækt við tilboð Sósíalista Sósíalistar mættu til kosninganna með breiða stefnuskrá, sem sett var fram í fjölda tilboðum til kjósenda. Megininntak þeirra var að snúa við flutningi valda, eigna, auðs og auðlinda frá almenningi til hinna fáu, sem átt hafði sér stað á nýfrjálshyggjuárunum. Þetta var alls ekki róttæk stefna frá neinum sjónarhóli. Í fyrsta lagi byggði hún að stóru leyti á afstöðu mikils meirihluta landsmanna í veigamiklum málum; svo sem að hækka ætti skatta á hin ríku, að almenningur ætti fiskimiðin, að auka ætti framlög til heilbrigðis- og velferðarmála o.s.frv. í öðru lagi byggði hún á sannreyndum kenningum; að stóru leyti þeirri samfélagsuppbyggingu valddreifingar og réttlætis sem reynt var að koma á á eftirstríðsárunum og er í reynd grunnurinn að öllu því sem einhvers virði er í samfélagi okkar. Í þriðja lagi byggði hún á þeirri deiglu í efnahags- og stjórnmálum sem átt hefur sér stað frá falli nýfrjálshyggjunnar eftir Hrun og enn frekar í cóvid og litað hefur alla samfélagsumræðu í okkar heimshluta misserum og árum saman. Erindi Sósíalista var að nýfrjálshyggjan væri hrunin og að sósíalisminn væri eina færa leiðin út. Þetta er meginstraumshugmynd. Og alls ekki róttæk í dag, þótt hún kunni að hafa hljómað svo fyrir tuttugu árum. Þetta er t.d. megininntak nýrrar bókar Thomas Piketty, sem vel virtur meginstraumshagfræðingur. Sátt við óbreytt ástand Okkur Sósíalistum var hins vegar tekið sem nánast hættulegu jaðarfyrirbrigði í umræðunni. Spyrlar í umræðuþáttum létu sem þeir hefðu ekki heyrt af neinum sósíalisma nema þeim sem Stalín eða Kim Jong-un hafa skreytt sig með. Haldið þið að talsfólk Rødt í Noregi, Enhedsliten í Danmörku, Sósíalista í Frakklandi eða Portúgal sé spurð svona spurninga? Nei, auðvitað ekki. Í þessum löndum snýst samfélagsumræðan um að velta upp hugmyndum og sjónarmiðum en ekki að halda þeim úti. Eins og raunin er á Íslandi. Ég vil skjóta hér inn kenningu Noam Chomsky og Edward S. Herman um að meginhlutverk fjölmiðla í samfélagi síðkapítalismans sé að selja fólki sátt við óbreytt ástand. Slíkt á sér ekki bara stað í þáttum eins og Vikunni með Gísla Marteini heldur í fréttum, umræðuþáttum og öllu meginefni fjölmiðla. Undantekningarnar eru fáar; rannsóknarblaðamennska og gagnrýnin skrif. Þær eru ekki fjölmiðlun eins og hún er almennt stunduð; aðeins veikt frávik frá megintilgangi fjölmiðlunar. Sem er að selja almenningi sátt við óbreytt ástand. Er ekki bara best að halda sem flestu óbreyttu, sem er einmitt tóninn sem Framsókn sló og gæti líka verið yfirskrift Vikunnar með Gísla Marteini og nánast alls efnis fjölmiðla í dag. Hið venjulega sagt óvenjulegt Þessi afstaða fjölmiðlafólks varð þess valdandi að tillögur Sósíalista, sem voru í fullkomnum takti við stjórnmál innan lýðræðisríkja okkar heimshluta, voru kynntar sem árás á samfélagssáttmálann. Þetta átti t.d. við um ábendingar Sósíalista um að vilji almennings hljóti ætíð að ráða í lýðræðissamfélagi, að almenningur er fullvalda. Til dæmis um að almenningur geti byggt upp nýtt dómskerfi ef það gamla sé svo spillt að það komi í veg fyrir að vilji almennings í mikilvægum málum nái fram að ganga. Einhverjar spyrlar brugðu sér í gervi stjórnlagaspekinga og fullyrtu að þetta stangaðist á við stjórnarskrá. Sem það gerir ekki. Í stjórnarskránni stendur: „Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana.“ Þarna kemur fram að tillaga Sósíalista er samkvæmt stjórnarskrá, enda í fullkomnum takti við stjórnmál eins og þau hafa verið stunduð í okkar heimshluta frá stríðslokum. Almenningur getur ef hann vill breytt skipan dómstóla og lagt niður héraðsdóm. Landsrétt eða Hæstarétt. Það er nauðsynlegt að hafa þetta í huga þegar stórútgerðin fullyrðir að þeir dómarar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett í Hæstarétt muni verja ímyndaðan einkarétt hennar yfir auðlindum sjávar frekar en raunverulegan eignarétt almennings. Hér má vitna í þann ágæta aðgerðarsinna David Graeber heitinn, sem sagði að það gleymdist oft að öll kerfi sem við búum við sé mannanna verk og við getum svo auðveldlega haft þau allt öðruvísi. Graeber var þarna að tala inn í nauðhyggju nýfrjálshyggjunnar, sem einmitt vill halda því fram að hlutirnir geti alls ekki verið öðruvísi; að ómögulegt sé að taka kvótann af stórútgerðinni, að ómögulegt sé að leggja skatta á eignafólk, að ómögulegt sé byggja yfir þau sem skortir húsnæði og að allt annað en óbreytt ástand sé ómögulegt, utan getu okkar og valds. Svo er auðvitað ekki. Og glæpurinn í þessum heimi er ekki að benda á mikil völd almennings innan lýðræðisríkjanna. Glæpurinn er að halda linnulaust fram valdaleysi almennings. Hið sjálfsagða tekið sem undarlegheitum Annað dæmi sem var tekið um hættulega róttækni Sósíalista var að þeir settu fram þá sjálfsögðu kröfu að Samherji yrði klofinn bæði þversum og langsum. Þversum vegna þess að fullkomlega óeðlilegt væri að sama fyrirtæki gæti drottnað yfir allri virðiskeðjunni frá óveiddum fiski að sölu á afurðum úti í heimi. Mýmörg dæmi eru um slíkar aðgerðir. Íslendingar hafa t.d. beygt sig undir að kljúfa dreifinetið frá Landsvirkjun af þessum sömu ástæðum ástæðum og sölu til neytenda frá orkuveitu Reykjavíkur. Það er magnað að fréttafólk og þáttastjórnendur hafi leyft sér að spyrja um þessi atriði eins og væru þau of róttæk fyrir samtíma okkar. Og Sósíalistar vildu kljúfa Samherja langsum vegna þess að völd þess fyrirtækis yfir sjávarútvegi á stórum hluta landsins er einfaldlega of mikið, stærð fyrirtækisins hefur skaðleg áhrif á samfélagið. Þetta er á engan hátt róttæk hugmynd fyrir samfélagsumræðu innan okkar heimshluta. Það eru aðeins nokkrir áratugir síðan Bandaríkjamenn klufu Bell símafyrirtækið og þar er reglulega rætt um að kljúfa Microsoft, Amazon, Google eða Facebook. Og þykir engum djörf hugmynd, enginn sem jedúdímíar sig yfir henni. En hér heima er þessum hugmyndum mætt með hnussi og undrun, eins og við ættum ekki að leyfa okkur að hugsa á þessum nótum. Að velsæld og ógnarvald hinna ríku og valdamiklu séu ekki pólitísk umfjöllunarefni fjöldans í almennum kosningum. Að nauðsynlegt varri að hussa á allar slíkar hugmyndir. Hvaðan kemur þessi heimska? Þessi botnlausa heimska sem borin er fram eins og hún sé óumdeilanlegur og hversdagslegur sannleikur? Enn frekara hnuss yfir hversdagslegri umræðu Ég gæti tekið fleiri dæmi úr umræðunni fyrir kosningar. Einn frambjóðandi Sósíalista var spurður um Facebook-færslu mína þar sem ég lagði til að skrúfað yrði ofan af ohf-væðingu Ríkisútvarpsins og það aftur gert að stofnun, raunverulegu þjóðarútvarpi en ekki þessu hálfmarkaðsvæddu ómynd undir hæl Sjálfstæðisflokksins sem RÚV er í dag. Hvað er hættulegt við þessa hugmynd? Þetta er nánast einföld báknið burt-tillaga og/eða endurreisnar krafa; um að Ríkisútvarpinu verði gert að finna rætur sínar. Ekkert frumlegt við þetta og alls ekkert róttækt. Þetta er umræða sem ætti að vera í gangi alla daga. Nema ef fólk heldur að umræðuleysið tryggi sátt við óbreytt ástand. Eins var tillögu Sósíalista um að styðja fjölmiðla með því að styrkja blaðamenn beint, svipað og gert er með starfslaun listamanna, tekið sem einhverjum undrum. Það er á móti náttúrlega miklu róttækari hugmynd sem Alþingi fór, að styrkja auðfólk til að halda úti málgögnum sínum á borð við Morgunblaðið. Fréttablaðið og Viðskiptablaðið. Það er kerfi sem ætlað er að brjóta endanlega niður frjálsa fjölmiðlun í landinu. Ég man ekki til þess að spurningarmerki hafi nokkru sinni verið sett við þessa leið. Ákvörðun Sósíalista um nota ekki styrktarfé úr ríkissjóði til að prenta stórar andlitsmyndir af forystufólkinu, eins og gert er í alræðisríkjum, var gerð tortryggileg eins og það væri ógn við lýðræðið að nýta þetta fé frekar til að efla hagsmunabaráttu þeirra sem ekki hafa efnahagslegan styrk til baráttu (fátækt fólk, leigjendur, innflytjendur, eftirlaunafólk o.s.frv.) og til að byggja um umræðuvettvang þar sem þetta fólk getur rætt um samfélagið frá sínum sjónarhóli. En ekki af hrauk hinna steingeldu meginstraumsmiðla. Gagnbylting hinna ríku er normið Á sama tíma og sakleysislegum tillögum Sósíalista var stillt upp sem ógn við almannareglu nefndu fjölmiðlar ekki áform Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins eða niðurbrot lífeyriskerfisins, ekki áform Framsóknar um einkavæðingu vegakerfisins og ekki staðfestu þessara flokka um að reka hér áfram óbreytta nýfrjálshyggju með tilheyrandi niðurbroti allra grunnkerfa samfélagsins, stjórnlausu auðmannadekri og linnulausum flutningi á völdum, eignum, fé og auðlindum frá almenningi til hinna fáu ríku og valdamiklu. Málið er nefnilega að við búum við byltingu hinna ríku, sem stefnt er að því samfélagið sem byggt var upp af kröfum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á síðustu öld. Þetta er valdarán, sem stendur yfir og sem halda mun áfram á þessu kjörtímabili. Og þetta er valdarán sem meginstraumsmiðlarnir styðja og verja. Allri ógn við þennan þjófnað er mætt sem ógn við almannareglu og hún skilgreind sem hættuleg jaðarskoðun. Það er því miður staðan á íslenska lýðveldinu. Við höfum ekki vettvang til að ræða hvað hrjáir samfélagið okkar. Sá umræðuvettvangur sem við notumst við er í raun heimavöllur þeirra sem eru að ræna almenning völdum og eignum. Og þau sem stýra umræðunni upplifa það sem skyldu sína að verja óbreytt ástand og að selja almenningi sátt við það. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun