Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Kjartan Kjartansson og Snorri Másson skrifa 11. október 2021 11:58 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. Birgir olli töluverðu fjaðrafoki um helgina þegar hann tilkynnti að hann hefði sagt skilið við Miðflokkinn og væri genginn í Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar. Vísaði hann til samstarfsörðugleika innan Miðflokksins sem ættu rætur sínar að rekja til gagnrýni hans á framferði samflokksmanna í Klaustursmálinu svonefnda. Áður en Bjarni Benediktsson hélt inn á fund með formönnum hinna stjórnarflokkanna fyrir hádegið sagði hann fréttamönnum að vistaskipti Birgis hafi komið á óvart, sérstaklega svo skömmu eftir kosningar. Það væri í sjálfu sér jákvætt að þingmenn vildu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Á þingi hefur Birgir meðal annars talað gegn rétti kvenna til þungunarrofs og fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Þegar Bjarni var spurður að því hvort að skoðanir Birgis samrýmdust stefnu Sjálfstæðisflokksins sagði hann það liggja í hlutarins eðli að Birgir teldi sig geta rúmast innan flokksins fyrst hann sæktist eftir að ganga til liðs við þingflokkinn. Benti Bjarni á að Sjálfstæðisflokkurinn væri breiðfylking með atkvæði um fjórðungs landsmanna á bak við sig. „Það er ekkert nýtt að það séu ólíkir karakterar í okkar þingliði eða í framboði. Ég er sannfærður um að kraftmikill þingmaður eins og Birgir getur lagt okkur lið,“ sagði Bjarni. Ekkert heyrt frá Ernu Í yfirlýsingu um helgina sagðist Birgir hafa rætt við Ernu Bjarnadóttur, varaþingmann sinn úr Miðflokknum, og að hún yrði varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur þó ekki staðfest það sjálf en ekkert hefur frá henni heyrst opinberlega eftir tíðindin. Bjarni sagðist ekkert hafa heyrt frá Ernu. Það þurfi að koma í ljós hvort að hún verði varaþingmaður flokksins skapist þær aðstæður að kalla þurfi inn varamann fyrir Birgi. Aukinn þingstyrkur Sjálfstæðisflokksins eftir vistaskipti Birgis hefur ekki áhrif á stjórnarmyndunarviðræðurnar, að sögn Bjarna. Varðandi réttmæti þess að Birgir segði skilið við flokkinn sem hann var kjörinn á þing fyrir svo skömmu eftir kosningar sagði Bjarni það óvanalegt. Stóra spurning væri hvort að þingmenn ættu að halda þingsætinu segðu þeir skilið við flokkinn sem kom þeim á þing. Ótal dæmi séu um að þingmenn skipti um flokk á Íslandi en það leiði af þeirri reglu að þeir séu aðeins bundnir af sannfæringu sinni og verði ekki settir undir flokksaga eftir að þeir ná kjöri. „Þess vegna er þetta svona. Hér á Íslandi hafa menn getað gert þetta.“ Ásakanir Sigmundar „út í hött“ Bjarni gaf lítið fyrir ásakanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar gerði Sigmundur að því skóna að skyndilegt brotthvarf Birgis væri runnið undan rifjum sjálfstæðismanna sem hefðu með reynt að koma í veg fyrir að eftirstandandi þingmenn Miðflokksins gætu stofnað þingflokk. Aðeins tveir þingmenn eru nú eftir í Miðflokknum. Þessa kenningu sagði Bjarni út í hött. Hún væri mögulega tilraun Sigmundar til þess að dreifa athyglinni frá vandræðum á milli manna í hans eigin flokki. „Þetta mál var að frumkvæði Birgis,“ fullyrti Bjarni. Þá vildi Bjarni ekki velta vöngum yfir því hvort að fleiri liðsmenn Miðflokksins gætu skipt yfir í Sjálfstæðisflokkinn á næstunni og hvort að hann tæki við þeim. Væri sérstakt að skipta út forsætisráðherra í samstarfi sömu flokka Bjarni vildi sem fæst segja um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Þær gengju ágætlega. Flokkarnir hafi hugmyndir fyrir næstu ár sem verðskuldi að þeir taki sér nokkra daga í að kortleggja helstu áherslur sínar. Ráðherraskipan hafi verið ræddd lauslega en hvorki sé tímabært að ræða hana né mögulega fjölgun embætta. Sagðist Bjarni telja nær öruggt að allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins frá síðasta kjörtímabili hefðu hug á að gegna áfram ráðherraembætti. Viðræðurnar miðast við að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði áfram forsætisráðherra. „Það hefði nú verið dálítið sérstakt ef sömu flokkar eru áfram að starfa að skipta um forsætisráðherra í sama flokkasamstarfi þó að það hafi ekki verið útilokað. En það er ekki ennþá endanlega útkljáð frekar en annað,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Spyr hvort Birgir eða Rósa Björk sé yfirvegaðri Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis hefur enn til skoðunar kosningarnar í Norðvesturkjördæmi en fjöldi kæra vegna talningar atkvæða þar hefur borist. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, einn þeirra þingmanna sem datt út af þingi eftir umdeilda endurtalningu atkvæða í kjördæminu, sagði í gær óheppilegt að Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður kjörbréfanefndar hafi tjáð sig um æskilega niðurstöður áður en nefndin tók kærurnar fyrir. Spurður út í gagnrýni Rósu Bjarkar sagði Bjarni aðeins: „Hvor ætli sé líklegur til þess að geta fjallað um þetta mál af einhverri yfirvegun: Birgir Ármannsson eða Rósa? Ég spyr bara“. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. 11. október 2021 11:51 Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Birgir olli töluverðu fjaðrafoki um helgina þegar hann tilkynnti að hann hefði sagt skilið við Miðflokkinn og væri genginn í Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar. Vísaði hann til samstarfsörðugleika innan Miðflokksins sem ættu rætur sínar að rekja til gagnrýni hans á framferði samflokksmanna í Klaustursmálinu svonefnda. Áður en Bjarni Benediktsson hélt inn á fund með formönnum hinna stjórnarflokkanna fyrir hádegið sagði hann fréttamönnum að vistaskipti Birgis hafi komið á óvart, sérstaklega svo skömmu eftir kosningar. Það væri í sjálfu sér jákvætt að þingmenn vildu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Á þingi hefur Birgir meðal annars talað gegn rétti kvenna til þungunarrofs og fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Þegar Bjarni var spurður að því hvort að skoðanir Birgis samrýmdust stefnu Sjálfstæðisflokksins sagði hann það liggja í hlutarins eðli að Birgir teldi sig geta rúmast innan flokksins fyrst hann sæktist eftir að ganga til liðs við þingflokkinn. Benti Bjarni á að Sjálfstæðisflokkurinn væri breiðfylking með atkvæði um fjórðungs landsmanna á bak við sig. „Það er ekkert nýtt að það séu ólíkir karakterar í okkar þingliði eða í framboði. Ég er sannfærður um að kraftmikill þingmaður eins og Birgir getur lagt okkur lið,“ sagði Bjarni. Ekkert heyrt frá Ernu Í yfirlýsingu um helgina sagðist Birgir hafa rætt við Ernu Bjarnadóttur, varaþingmann sinn úr Miðflokknum, og að hún yrði varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur þó ekki staðfest það sjálf en ekkert hefur frá henni heyrst opinberlega eftir tíðindin. Bjarni sagðist ekkert hafa heyrt frá Ernu. Það þurfi að koma í ljós hvort að hún verði varaþingmaður flokksins skapist þær aðstæður að kalla þurfi inn varamann fyrir Birgi. Aukinn þingstyrkur Sjálfstæðisflokksins eftir vistaskipti Birgis hefur ekki áhrif á stjórnarmyndunarviðræðurnar, að sögn Bjarna. Varðandi réttmæti þess að Birgir segði skilið við flokkinn sem hann var kjörinn á þing fyrir svo skömmu eftir kosningar sagði Bjarni það óvanalegt. Stóra spurning væri hvort að þingmenn ættu að halda þingsætinu segðu þeir skilið við flokkinn sem kom þeim á þing. Ótal dæmi séu um að þingmenn skipti um flokk á Íslandi en það leiði af þeirri reglu að þeir séu aðeins bundnir af sannfæringu sinni og verði ekki settir undir flokksaga eftir að þeir ná kjöri. „Þess vegna er þetta svona. Hér á Íslandi hafa menn getað gert þetta.“ Ásakanir Sigmundar „út í hött“ Bjarni gaf lítið fyrir ásakanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar gerði Sigmundur að því skóna að skyndilegt brotthvarf Birgis væri runnið undan rifjum sjálfstæðismanna sem hefðu með reynt að koma í veg fyrir að eftirstandandi þingmenn Miðflokksins gætu stofnað þingflokk. Aðeins tveir þingmenn eru nú eftir í Miðflokknum. Þessa kenningu sagði Bjarni út í hött. Hún væri mögulega tilraun Sigmundar til þess að dreifa athyglinni frá vandræðum á milli manna í hans eigin flokki. „Þetta mál var að frumkvæði Birgis,“ fullyrti Bjarni. Þá vildi Bjarni ekki velta vöngum yfir því hvort að fleiri liðsmenn Miðflokksins gætu skipt yfir í Sjálfstæðisflokkinn á næstunni og hvort að hann tæki við þeim. Væri sérstakt að skipta út forsætisráðherra í samstarfi sömu flokka Bjarni vildi sem fæst segja um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Þær gengju ágætlega. Flokkarnir hafi hugmyndir fyrir næstu ár sem verðskuldi að þeir taki sér nokkra daga í að kortleggja helstu áherslur sínar. Ráðherraskipan hafi verið ræddd lauslega en hvorki sé tímabært að ræða hana né mögulega fjölgun embætta. Sagðist Bjarni telja nær öruggt að allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins frá síðasta kjörtímabili hefðu hug á að gegna áfram ráðherraembætti. Viðræðurnar miðast við að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði áfram forsætisráðherra. „Það hefði nú verið dálítið sérstakt ef sömu flokkar eru áfram að starfa að skipta um forsætisráðherra í sama flokkasamstarfi þó að það hafi ekki verið útilokað. En það er ekki ennþá endanlega útkljáð frekar en annað,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Spyr hvort Birgir eða Rósa Björk sé yfirvegaðri Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis hefur enn til skoðunar kosningarnar í Norðvesturkjördæmi en fjöldi kæra vegna talningar atkvæða þar hefur borist. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, einn þeirra þingmanna sem datt út af þingi eftir umdeilda endurtalningu atkvæða í kjördæminu, sagði í gær óheppilegt að Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður kjörbréfanefndar hafi tjáð sig um æskilega niðurstöður áður en nefndin tók kærurnar fyrir. Spurður út í gagnrýni Rósu Bjarkar sagði Bjarni aðeins: „Hvor ætli sé líklegur til þess að geta fjallað um þetta mál af einhverri yfirvegun: Birgir Ármannsson eða Rósa? Ég spyr bara“. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. 11. október 2021 11:51 Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. 11. október 2021 11:51
Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40