Bannað að fjarlægja verju í miðjum klíðum Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2021 09:07 Þau sem hafa lent í því að bólfélagi fjarlægi verju án vitundar þeirra lýsa ótta við smitsjúkdóma og óléttu auk þess sem þau upplifa svik og nauðgun. Vísir/Getty Ólöglegt er nú að fjarlægja smokk án samþykkis samkvæmt nýjum lögum sem ríkisstjóri Kaliforníu í Bandaríkjunum staðfesti í síðustu viku. Kalifornía varð þá fyrsta ríkið til að banna slíkt hátterni Með lögunum er það nú skilgreint sem kynferðisofbeldi að fjarlægja smokk á meðan á kynferðislegum athöfnum stendur án samþykkis í einkamálarétti í Kaliforníu. Þverpólitísk sátt var um málið á ríkisþinginu. „Við vildum tryggja að það væri ekki aðeins ósiðlegt heldur ólöglegt,“ sagði Cristina García, ríkisþingkona sem lagði frumvarpið fram. Hún hafði áður lagt fram frumvörp um að gera athæfið saknæmt en þau hlutu ekki brautargengi í þinginu. Nýju lögin gera fórnarlömbum kleift að stefna geranda til skaðabóta en ekki er hægt að gefa út ákæru vegna þess. Rannsóknir benda til þess að það að karlmaður fjarlægi smokk án vitundar eða vilja bólfélaga síns sé tiltölulega algengt. Það hefur verið nefnt laumupukur (e. stealthing). Ein þeirra bendir til þess að 12% kvenna á aldrinum 21-30 ára hafi orðið fyrir því. Breska ríkisútvarpið nefnir dæmi um vændiskonu í Alaska sem varð ólétt eftir að kúnni fjarlægði smokk án vitundar hennar fyrir um þrjátíu árum. Hún þurfti að greiða tugi þúsunda króna fyrir þungunarrof og var óvinnufær í mánuð á eftir. Nýju lögin í Kaliforníu gera kynlífsverkafólki sem lendir í sambærilegum aðstæðum kleift að stefna kúnnum. Þannig eiga er þeim meðal annars ætlað að veita því og öðrum jaðarsettum hópum í réttarkerfinu aukna lagavernd. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Með lögunum er það nú skilgreint sem kynferðisofbeldi að fjarlægja smokk á meðan á kynferðislegum athöfnum stendur án samþykkis í einkamálarétti í Kaliforníu. Þverpólitísk sátt var um málið á ríkisþinginu. „Við vildum tryggja að það væri ekki aðeins ósiðlegt heldur ólöglegt,“ sagði Cristina García, ríkisþingkona sem lagði frumvarpið fram. Hún hafði áður lagt fram frumvörp um að gera athæfið saknæmt en þau hlutu ekki brautargengi í þinginu. Nýju lögin gera fórnarlömbum kleift að stefna geranda til skaðabóta en ekki er hægt að gefa út ákæru vegna þess. Rannsóknir benda til þess að það að karlmaður fjarlægi smokk án vitundar eða vilja bólfélaga síns sé tiltölulega algengt. Það hefur verið nefnt laumupukur (e. stealthing). Ein þeirra bendir til þess að 12% kvenna á aldrinum 21-30 ára hafi orðið fyrir því. Breska ríkisútvarpið nefnir dæmi um vændiskonu í Alaska sem varð ólétt eftir að kúnni fjarlægði smokk án vitundar hennar fyrir um þrjátíu árum. Hún þurfti að greiða tugi þúsunda króna fyrir þungunarrof og var óvinnufær í mánuð á eftir. Nýju lögin í Kaliforníu gera kynlífsverkafólki sem lendir í sambærilegum aðstæðum kleift að stefna kúnnum. Þannig eiga er þeim meðal annars ætlað að veita því og öðrum jaðarsettum hópum í réttarkerfinu aukna lagavernd.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira