„Eðlilegt að gefa rautt spjald þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2021 19:04 Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma. fréttablaðið/afp Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, var eðlilega ánægður með sigur liðsins gegn KA. Liðið hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í upphafi tímabils. „Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum í smá vandræðum í vörninni, en augljóslega ekki í sókninni,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigur dagsins. „Við fengum Bjössa [Björn Viðar Björnsson] inn á lykilaugnanblikum og vorum að fá gott framlag frá öllum sem var mjög mikilvægt. Þannig að jú, ég er bara mjög ánægður með að vinna og vera taplaus.“ Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik, en stuttu fyrir hlé tóku Eyjamenn völdin og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Gestirnir að norðan komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og söxuðu vel á forskot Eyjamanna. „Þetta er kannski eitthvað sem við verðum að pæla í. Við erum að byrja leikinn og seinni hálfleikinn ekki nægilega vel, við þurfum að kíkja á það.“ „En mér fannst við bara vera mjög sannfærandi í mörgu af því sem við vorum að gera og mér fannst eins og liðið hafi bara þjappað sig vel saman við það að ég fékk þetta rauða spjald og bara gaman að sjá það. Bara frábær liðsheild í dag.“ Rúnar átti góðan leik fram að rauða spjaldinu, en hann skoraði sjö mörk í dag. Rúnar segist skilja dóminn, en að brotið hafi í sjálfu sér ekki verið gróft. „Hann [Patrekur Stefánsson] er að koma á fleygiferð og ég er kannski ekki nógu vel staðsettur. Ég held að ég hafi farið í öxlina á honum en þetta gerðist á mikilli ferð og hann fer illa út úr þessu og þetta lítur illa út.“ „Í raun og veru eðlilegt að gefa rautt spjald þarna þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft. En svona er þetta bara og ég var bara óheppinn þarna.“ En fannst Rúnari rautt spjald vera réttur dómur? „Ég ætla að segja að ég skilji af hverju þeir dæma það. En réttur eða rangur dómur. Ég skil þetta, en er ekki bara nógu slæmt að vera kominn með rautt og blátt spjald? Að fara að rífa kjaft ofan á það, ég ætla ekki að gera illt verra.“ Eyjamenn eru nú á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum sínum. Rúnar segist vera virkilega ánægður í Vestmannaeyjum, og að umgjörðin í kringum liðið sé jafnvel betri en úti í atvinnumennskunni. „Þetta er bara búið að vera mjög gott. Það kom mér smá á óvart, en samt ekki, og maður var búinn að heyra góða hluti um Eyjamenn. Við fjölskyldan erum ánægð og ef konana og börnin eru ánægð og ég í handboltanum þá er ekki hægt að kvarta mikið.“ „Það er betri stemning hérna en þar sem ég var síðast allavega. Atvinnumannaumhverfið er eiginlega bara betra hér. Frábær umgjörð og hvernig er staðið að þessu öllu, þjálfarar og bara allt í kringum liðið þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta hér.“ Handbolti Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum í smá vandræðum í vörninni, en augljóslega ekki í sókninni,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigur dagsins. „Við fengum Bjössa [Björn Viðar Björnsson] inn á lykilaugnanblikum og vorum að fá gott framlag frá öllum sem var mjög mikilvægt. Þannig að jú, ég er bara mjög ánægður með að vinna og vera taplaus.“ Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik, en stuttu fyrir hlé tóku Eyjamenn völdin og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Gestirnir að norðan komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og söxuðu vel á forskot Eyjamanna. „Þetta er kannski eitthvað sem við verðum að pæla í. Við erum að byrja leikinn og seinni hálfleikinn ekki nægilega vel, við þurfum að kíkja á það.“ „En mér fannst við bara vera mjög sannfærandi í mörgu af því sem við vorum að gera og mér fannst eins og liðið hafi bara þjappað sig vel saman við það að ég fékk þetta rauða spjald og bara gaman að sjá það. Bara frábær liðsheild í dag.“ Rúnar átti góðan leik fram að rauða spjaldinu, en hann skoraði sjö mörk í dag. Rúnar segist skilja dóminn, en að brotið hafi í sjálfu sér ekki verið gróft. „Hann [Patrekur Stefánsson] er að koma á fleygiferð og ég er kannski ekki nógu vel staðsettur. Ég held að ég hafi farið í öxlina á honum en þetta gerðist á mikilli ferð og hann fer illa út úr þessu og þetta lítur illa út.“ „Í raun og veru eðlilegt að gefa rautt spjald þarna þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft. En svona er þetta bara og ég var bara óheppinn þarna.“ En fannst Rúnari rautt spjald vera réttur dómur? „Ég ætla að segja að ég skilji af hverju þeir dæma það. En réttur eða rangur dómur. Ég skil þetta, en er ekki bara nógu slæmt að vera kominn með rautt og blátt spjald? Að fara að rífa kjaft ofan á það, ég ætla ekki að gera illt verra.“ Eyjamenn eru nú á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum sínum. Rúnar segist vera virkilega ánægður í Vestmannaeyjum, og að umgjörðin í kringum liðið sé jafnvel betri en úti í atvinnumennskunni. „Þetta er bara búið að vera mjög gott. Það kom mér smá á óvart, en samt ekki, og maður var búinn að heyra góða hluti um Eyjamenn. Við fjölskyldan erum ánægð og ef konana og börnin eru ánægð og ég í handboltanum þá er ekki hægt að kvarta mikið.“ „Það er betri stemning hérna en þar sem ég var síðast allavega. Atvinnumannaumhverfið er eiginlega bara betra hér. Frábær umgjörð og hvernig er staðið að þessu öllu, þjálfarar og bara allt í kringum liðið þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta hér.“
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42