Kjarnorkuvísindamaðurinn AQ Khan er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 09:54 AQ Khan veðrur líklega helst minnst fyrir að hafa selt kjarnorkutækni til Norður-Kóreu, Líbíu og Íran. EPA/T. MUGHAL Pakistanski kjarnorkuvísindamaðurinn Abdul Qadeer Khan, betur þekktur sem AQ Khan, er látinn, 85 ára að aldri. Khan var lagður inn á Khan sjúkrahúsið þann 26. ágúst síðastliðinn eftir að hann greindist smitaður af kórónuveirunni en var síðar færður á hersjúkrahúsið í Rawalpindi, samkvæmt frétt ríkisútvarps Pakistan. „Hann var elskaður og dáður af þjóðinni vegna hans mikilvæga framlags til að gera okkur að kjarnorkuveldi,“ skrifaði Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan á Twitter í dag. „Hann var þjóðargersemi.“ Deeply saddened by the passing of Dr A Q Khan. He was loved by our nation bec of his critical contribution in making us a nuclear weapon state. This has provided us security against an aggressive much larger nuclear neighbour. For the people of Pakistan he was a national icon.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) October 10, 2021 Khan verður helst minnst fyrir kjarnorkuviðskiptaskandalinn sem kom upp árið 2004 þegar í ljós kom að hann seldi Norður-Kóreu, Íran og Líbíu kjarnorkutækni. Khan viðurkenndi sekt sína í viðtali við ríkisútvarp Pakistan en var síðar náðaður af Pervez Musharraf, forseta landsins. Þrátt fyrir það var Khan í stofufangelsi á heimili sínu, sem helst má líkja við höll, í Islamabad. Þegar hann viðurkenndi sekt sína sagðist Khan hafa starfað einn við sölu kjarnorkutækninnar, pakistanska ríkið hafi ekkert vitað af viðskiptunum. Síðar sagðist Khan þó hafa verið gerður að blóraböggli. Khan forsætisráðherra, sem er ekki skyldur AQ Khan á nokkurn hátt, tilkynnti jafnframt á Twitter að vísindamaðurinn verði lagður til hinstu hvílu í Faisal moskunni í Islamabad, höfuðborg Pakistan, að hans ósk. Pakistan Kjarnorka Andlát Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Khan var lagður inn á Khan sjúkrahúsið þann 26. ágúst síðastliðinn eftir að hann greindist smitaður af kórónuveirunni en var síðar færður á hersjúkrahúsið í Rawalpindi, samkvæmt frétt ríkisútvarps Pakistan. „Hann var elskaður og dáður af þjóðinni vegna hans mikilvæga framlags til að gera okkur að kjarnorkuveldi,“ skrifaði Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan á Twitter í dag. „Hann var þjóðargersemi.“ Deeply saddened by the passing of Dr A Q Khan. He was loved by our nation bec of his critical contribution in making us a nuclear weapon state. This has provided us security against an aggressive much larger nuclear neighbour. For the people of Pakistan he was a national icon.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) October 10, 2021 Khan verður helst minnst fyrir kjarnorkuviðskiptaskandalinn sem kom upp árið 2004 þegar í ljós kom að hann seldi Norður-Kóreu, Íran og Líbíu kjarnorkutækni. Khan viðurkenndi sekt sína í viðtali við ríkisútvarp Pakistan en var síðar náðaður af Pervez Musharraf, forseta landsins. Þrátt fyrir það var Khan í stofufangelsi á heimili sínu, sem helst má líkja við höll, í Islamabad. Þegar hann viðurkenndi sekt sína sagðist Khan hafa starfað einn við sölu kjarnorkutækninnar, pakistanska ríkið hafi ekkert vitað af viðskiptunum. Síðar sagðist Khan þó hafa verið gerður að blóraböggli. Khan forsætisráðherra, sem er ekki skyldur AQ Khan á nokkurn hátt, tilkynnti jafnframt á Twitter að vísindamaðurinn verði lagður til hinstu hvílu í Faisal moskunni í Islamabad, höfuðborg Pakistan, að hans ósk.
Pakistan Kjarnorka Andlát Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira