Innlent

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Birgi Þórarinsson um ákvörðun hans um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, en hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar.

Þá hefur Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, lagt fram kæru vegna alþingiskosninganna og kallar eftir því að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk komist inn á þing.

Þá verður fjallað um skjálftann í Öskju í morgun en hann er á öflugasti á svæðinu frá aldamótum.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×