Regnboginn í Vík í Mýrdal um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2021 12:32 Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í Mýrdalshreppi alla helgina. Aðal hátíðarhöldin fara þó fram í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Vík í Mýrdal og sveitunum þar í kring, ásamt gestum sínum ætla að skemmta sér saman um helgina því þar fer fram menningarhátíðin „Regnboginn – list í fögru umhverfi“. Menningarhátíð Mýrdælinga, „Regnboginn – list í fögru umhverfi“ hófst á fimmtudaginn og stendur alla helgina. Boðið er upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það verður tónlist, tónleikar, það er ball, það eru myndlistarsýningar og við erum með alþjóðlegt matarsmakk, auk þess sem við skrifuðum undir samning við Landlækni um heilsueflandi samfélag í gær. Það er bara nóg af öllu á þessari flottu hátíð,“ segir Þorbjörg. Hún segir almennt góða þátttöku í hátíðinni, sem er haldin á hverju hausti. „Já, það hefur aukist núna aftur. Það var mjög góð þátttaka í fyrra og mér sýnist hún vera mjög góð ár. Núna sit ég heima hjá mér og er að smyrja heimabakað rúgbrauð frá Kerlingardal með reyktri bleikju frá Fagradal en það verður framlag sveitarstjórans og þessara tveggja bænda, íslenska framlagið á matarsmakkinu, þannig að það eru allir að gera eitthvað og undirbúa.“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir alla velkomna á hátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörg segist finna það mjög vel hvað fólk er þyrst í að gera eitthvað saman eftir allar samkomutakmarkanirnar vegna Covid. Þá sé hátíðin í Mýrdalshreppi flott framtak. „Já, þetta er mjög mikilvægt, fólk er allan jafnan mjög upptekið og allir á hlaupum og þessi einangrun hefur verið undanfarið ár, fólk hefur verið hvert í sínu horni og þá er þetta enn og frekar mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Þorbjörg. Hægt er að nálgast alla dagskrá helgarinnar inn á heimasíðu sveitarfélagsins, vik.is Mýrdalshreppur Menning Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Menningarhátíð Mýrdælinga, „Regnboginn – list í fögru umhverfi“ hófst á fimmtudaginn og stendur alla helgina. Boðið er upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það verður tónlist, tónleikar, það er ball, það eru myndlistarsýningar og við erum með alþjóðlegt matarsmakk, auk þess sem við skrifuðum undir samning við Landlækni um heilsueflandi samfélag í gær. Það er bara nóg af öllu á þessari flottu hátíð,“ segir Þorbjörg. Hún segir almennt góða þátttöku í hátíðinni, sem er haldin á hverju hausti. „Já, það hefur aukist núna aftur. Það var mjög góð þátttaka í fyrra og mér sýnist hún vera mjög góð ár. Núna sit ég heima hjá mér og er að smyrja heimabakað rúgbrauð frá Kerlingardal með reyktri bleikju frá Fagradal en það verður framlag sveitarstjórans og þessara tveggja bænda, íslenska framlagið á matarsmakkinu, þannig að það eru allir að gera eitthvað og undirbúa.“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir alla velkomna á hátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörg segist finna það mjög vel hvað fólk er þyrst í að gera eitthvað saman eftir allar samkomutakmarkanirnar vegna Covid. Þá sé hátíðin í Mýrdalshreppi flott framtak. „Já, þetta er mjög mikilvægt, fólk er allan jafnan mjög upptekið og allir á hlaupum og þessi einangrun hefur verið undanfarið ár, fólk hefur verið hvert í sínu horni og þá er þetta enn og frekar mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Þorbjörg. Hægt er að nálgast alla dagskrá helgarinnar inn á heimasíðu sveitarfélagsins, vik.is
Mýrdalshreppur Menning Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira