Staðfestu dóm fyrir brot gegn stjúpsyni Þorgils Jónsson skrifar 8. október 2021 20:28 Landsrétturstaðfesti í dag dóm yfir konu fyrir brot gegn stjúpsyni hennar. Vísir/Vilhelm Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin. Dómurinn staðfesti einnig að konan skyldi greiða drengnum miskabætur að upphæð 700.000 krónur fyrir rangar sakargiftir, en hún sakaði drenginn um nauðgun og kynferðilega áreitni. Þá var konunni gert að greiða áfrýjunarkostnað að upphæð 1.849.884 kr. auk málsvarnarlauna verjanda, 1.272.240 kr., og þóknun skipaðs réttargæslumanns upp á 471.200 kr. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við ákvörðun konunnar um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar á sakfellingu og þyngri refsingu, konan krafðist sýknu eða vægari refsingar, auk lægri miskabóta. Var 16 og 17 ára þegar brotin áttu sér stað Brotin áttu sér stað frá september 2015 til apríl 2017 en pilturinn var þá 16 og 17 ára. Í dómi héraðsdóms segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu þangað til að upp komst um samband þeirra í október 2017. Uppljóstrunin hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. „Svolítið asnalegt“ Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Dómurinn staðfesti einnig að konan skyldi greiða drengnum miskabætur að upphæð 700.000 krónur fyrir rangar sakargiftir, en hún sakaði drenginn um nauðgun og kynferðilega áreitni. Þá var konunni gert að greiða áfrýjunarkostnað að upphæð 1.849.884 kr. auk málsvarnarlauna verjanda, 1.272.240 kr., og þóknun skipaðs réttargæslumanns upp á 471.200 kr. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við ákvörðun konunnar um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar á sakfellingu og þyngri refsingu, konan krafðist sýknu eða vægari refsingar, auk lægri miskabóta. Var 16 og 17 ára þegar brotin áttu sér stað Brotin áttu sér stað frá september 2015 til apríl 2017 en pilturinn var þá 16 og 17 ára. Í dómi héraðsdóms segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu þangað til að upp komst um samband þeirra í október 2017. Uppljóstrunin hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. „Svolítið asnalegt“ Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40