Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 16:58 Dmitry Muratov. AP/Alexander Zemlianichenko Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. „Igor Domnikov, Yuri Shchekochikhin, Anna Politkovskaya, Stas Markelov, Anastasia Baburova, Natasha Estemirova. Þetta er fólkið sem unnu friðvarðlaun Nóbels,“ sagði Muratov í dag. hann sagðist þeirrar skoðunar að verðlaunanefndin hefði viljað viðurkenna afrek þessa fólks en valið hann, því látnir einstaklingar tækju ekki við verðlaunum. Auk Muratov fékk filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa friðarverðlaun en Nóbelsnefndin sagði tjáningarfrelsi í heiminum, sem væri forsenda lýðræðis og varanlegs friðar, vera í hættu. Sjá einnig: Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muratov ræddi einnig herferð yfirvalda í Rússlandi gegn frjálsum fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki viss um að verðlaunin myndu hafa áhrif á það. Hann vilji þó nota hluta verðlaunanna sem hann fékk til að styðja við bakið á sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Muratov sagði einnig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, að hann hefði persónulega veitt Alexei Navalní friðarverðlaunin. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín, forseta, og ríkisstjórnar hans. Þá hefur hann barist gegn ríkisstjórninni og varpað ljósi á meinta spillingu innan hennar. Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi. Hann var handtekinn fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Skilorðsdóminn hafði hann fengið vegna máls sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt pólitísks eðlis. Yfirvöld í Rússlandi hófu nýverið enn eina rannsóknina gegn Navalní og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Rússland hefur lengi verið hættulegt blaðamönnum. CPJ segir 58 hafa verið myrta vegna starfa þeirra frá 1992. Reuters segir að meðal þeirra séu blaðamenn sem unnu fyrir Muratov. Til að mynda Anna Politkovskaya og Natasha Estemirova, Politkovskaya var skotin til bana á stigangi þar sem hún bjó árið 2006 og Estemirova var rænt af heimili hennar í Gorzny í Téténíu og hún myrt árið 2009. Novaya Gazeta var stofnað árið 1993. Mikhlail Gobachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og síðasti Rússinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels, gaf hluta peninganna sem hann fékk til dagblaðsins. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, hrósaði Muratov fyrir verðlaunin í dag. Hann sagði blaðamanninn ávallt hafa unnið í samræmi við samvisku sína og að hann væri hæfileikaríkur blaðamaður. Þá sagði Peskov: „Hann er hugrakkur“. Rússland Nóbelsverðlaun Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
„Igor Domnikov, Yuri Shchekochikhin, Anna Politkovskaya, Stas Markelov, Anastasia Baburova, Natasha Estemirova. Þetta er fólkið sem unnu friðvarðlaun Nóbels,“ sagði Muratov í dag. hann sagðist þeirrar skoðunar að verðlaunanefndin hefði viljað viðurkenna afrek þessa fólks en valið hann, því látnir einstaklingar tækju ekki við verðlaunum. Auk Muratov fékk filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa friðarverðlaun en Nóbelsnefndin sagði tjáningarfrelsi í heiminum, sem væri forsenda lýðræðis og varanlegs friðar, vera í hættu. Sjá einnig: Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muratov ræddi einnig herferð yfirvalda í Rússlandi gegn frjálsum fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki viss um að verðlaunin myndu hafa áhrif á það. Hann vilji þó nota hluta verðlaunanna sem hann fékk til að styðja við bakið á sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Muratov sagði einnig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, að hann hefði persónulega veitt Alexei Navalní friðarverðlaunin. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín, forseta, og ríkisstjórnar hans. Þá hefur hann barist gegn ríkisstjórninni og varpað ljósi á meinta spillingu innan hennar. Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi. Hann var handtekinn fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Skilorðsdóminn hafði hann fengið vegna máls sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt pólitísks eðlis. Yfirvöld í Rússlandi hófu nýverið enn eina rannsóknina gegn Navalní og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Rússland hefur lengi verið hættulegt blaðamönnum. CPJ segir 58 hafa verið myrta vegna starfa þeirra frá 1992. Reuters segir að meðal þeirra séu blaðamenn sem unnu fyrir Muratov. Til að mynda Anna Politkovskaya og Natasha Estemirova, Politkovskaya var skotin til bana á stigangi þar sem hún bjó árið 2006 og Estemirova var rænt af heimili hennar í Gorzny í Téténíu og hún myrt árið 2009. Novaya Gazeta var stofnað árið 1993. Mikhlail Gobachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og síðasti Rússinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels, gaf hluta peninganna sem hann fékk til dagblaðsins. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, hrósaði Muratov fyrir verðlaunin í dag. Hann sagði blaðamanninn ávallt hafa unnið í samræmi við samvisku sína og að hann væri hæfileikaríkur blaðamaður. Þá sagði Peskov: „Hann er hugrakkur“.
Rússland Nóbelsverðlaun Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira