Tveir eru enn í varðhaldi og ljóst er að líkamsárásin var alvarleg. Fórnarlambið, 21 árs gamall karlmaður, missti meðal annars meðvitund tímabundið eftir árásina. Atvikið átti sér stað á næturklúbbi í miðbæ Kaupmannahafnar og lögreglan talar um að hópur fólks hafi ráðist saman á fórnarlambið.
Báðir Íslendingarnir sem enn eru í varðhaldi vegna árásinnar, og hafa verið í um þrjár vikur, eru 20 ára að aldri, samkvæmt upplýsingum frá dönsku lögreglunni.
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins staðfesti í síðustu viku að mál af þessum toga er á borði skrifstofunnar, en ráðuneytið veitir ekki efnislegar upplýsingar um málið.