Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 11:30 Stuðningsmenn Newcastle hafa ekki miklar áhyggjur af því að nýir eigendur liðsins láti myrða andófsfólks og fangelsa fólk sem berst fyrir mannréttindum í konungsríkinu. Vísir/EPA Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. Enska úrvalsdeildin lagði blessun sína yfir að Opinberi fjárfestingarsjóðurinn (PIF), sádiarabískur sjóður sem Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu, stýrir festi kaup á Newcastle í gær. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri ekki armur af sádiarabísku ríkisstjórninni. Yfirtakan er umdeild enda hafa Salman krónprins og sádiarabísk stjórnvöld verið sökuð um stórfelld mannréttindabrot. Eitt það hrottalegasta var morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, ætlaði að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt og Cengiz. Á ræðisskrifstofunni beið hans aftökulið frá Sádi-Arabíu sem myrti hann, bútaði niður líkið og lét það hverfa. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið, hvað sem neitunum sádiarabískra stjórnvalda líður. Aðrir hlutir skipti meira máli en fjárhagsleg framtíð „Ég er mjög vonsvikin,“ segir Cengiz um að Salman og Sádum hafi verið leyft að kaupa Newcastle. Frá því að Khashoggi var myrtur hafi hún eytt öllum sínum kröftum í að leita réttlætis. „Síðan sé ég skyndilega fréttirnar og fólk var að tala um yfirtökuna og ég sagði „gerið það, ekki gera þetta, gerið það, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur“,“ segir hún við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að með yfirtökunni verði Newcastle auðugasta knattspyrnufélag í heimi minnir Cengiz stuðningsmenn liðsins á að aðrir hlutir skipti meira máli. „Svo virðist sem að þeim standi á sama um það sem kom fyrir Jamal, þeim er bara annt um fjárhagslega framtíð sína,“ sagði hún. Aðrir gagnrýnendur yfirtöku Sáda á liðinu segja að henni sé fyrst og fremst ætlað að hvítþvo ímynd olíuríkisins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist með böggum hildar yfir henni. Hann vill að sjálfstæður eftirlitsaðili meti hæfi hugsanlegra kaupenda knattspyrnuliða. Þá hafa margir spurt sig hvernig enska úrvalsdeildin gat komist að þeirri niðurstöðu að sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn væri óháður stjórnvöldum í Ríad. Úrvalsdeildin hafði raunar áður hafnað yfirtöku hans, meðal annars á þeim forsendum að sjóðurinn væri undir stjórn stjórnvalda. Í yfirlýsingu í gær sagðist deildin hafa fengið „lagalegar tryggingar“ um að sádiarabíska ríkið muni ekki stjórna Newcastle. I am very interested to know how the Saudi sovereign wealth fund proved they are not a state-run entity. https://t.co/31dPimDsX5— southpaw (@nycsouthpaw) October 7, 2021 Sádi-Arabía Enski boltinn Morðið á Khashoggi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Enska úrvalsdeildin lagði blessun sína yfir að Opinberi fjárfestingarsjóðurinn (PIF), sádiarabískur sjóður sem Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu, stýrir festi kaup á Newcastle í gær. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri ekki armur af sádiarabísku ríkisstjórninni. Yfirtakan er umdeild enda hafa Salman krónprins og sádiarabísk stjórnvöld verið sökuð um stórfelld mannréttindabrot. Eitt það hrottalegasta var morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, ætlaði að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt og Cengiz. Á ræðisskrifstofunni beið hans aftökulið frá Sádi-Arabíu sem myrti hann, bútaði niður líkið og lét það hverfa. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið, hvað sem neitunum sádiarabískra stjórnvalda líður. Aðrir hlutir skipti meira máli en fjárhagsleg framtíð „Ég er mjög vonsvikin,“ segir Cengiz um að Salman og Sádum hafi verið leyft að kaupa Newcastle. Frá því að Khashoggi var myrtur hafi hún eytt öllum sínum kröftum í að leita réttlætis. „Síðan sé ég skyndilega fréttirnar og fólk var að tala um yfirtökuna og ég sagði „gerið það, ekki gera þetta, gerið það, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur“,“ segir hún við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að með yfirtökunni verði Newcastle auðugasta knattspyrnufélag í heimi minnir Cengiz stuðningsmenn liðsins á að aðrir hlutir skipti meira máli. „Svo virðist sem að þeim standi á sama um það sem kom fyrir Jamal, þeim er bara annt um fjárhagslega framtíð sína,“ sagði hún. Aðrir gagnrýnendur yfirtöku Sáda á liðinu segja að henni sé fyrst og fremst ætlað að hvítþvo ímynd olíuríkisins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist með böggum hildar yfir henni. Hann vill að sjálfstæður eftirlitsaðili meti hæfi hugsanlegra kaupenda knattspyrnuliða. Þá hafa margir spurt sig hvernig enska úrvalsdeildin gat komist að þeirri niðurstöðu að sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn væri óháður stjórnvöldum í Ríad. Úrvalsdeildin hafði raunar áður hafnað yfirtöku hans, meðal annars á þeim forsendum að sjóðurinn væri undir stjórn stjórnvalda. Í yfirlýsingu í gær sagðist deildin hafa fengið „lagalegar tryggingar“ um að sádiarabíska ríkið muni ekki stjórna Newcastle. I am very interested to know how the Saudi sovereign wealth fund proved they are not a state-run entity. https://t.co/31dPimDsX5— southpaw (@nycsouthpaw) October 7, 2021
Sádi-Arabía Enski boltinn Morðið á Khashoggi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira