Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2021 12:01 Trine Dyrholm er á Íslandi vegna sýningarinnar á Margrét fyrsta. Aðsent Lokahelgi RIFF er runnin í hlað og er búist við miklum fjölda á lokahelgi hátíðarinnar. Hátíðin vekur athygli á fjölda spennandi spurt og svarað kvikmyndasýningum á föstudag og um helgina .Azor, Bruno Reidal,Last Film Show, Sisterhoodog margar fleiri frábærar. Danska stórleikkonan Trine Dyrholm er heiðursgestur hátíðarinnar og tekur þátt í meistaraspjalli klukkan 11 í Norræna húsinu laugardaginn 10. október, en aðgangur er ókeypis. Einnig er hægt að kaupa miða á sérstakar spurt og svarað sýningar af Dronningen (2018) klukkan 14.45 og nýjustu mynd hennar, Margrét fyrsta, klukkan 19. Trine hefur unnið til sjö Bodil verðlauna á ferlinum, en það eru megin kvikmyndaverðlaun Dana, og er það metfjöldi. Nýjasta tækni og kvikmyndir er nýr viðburður á hátíðinni þar sem lögð er áhersla á sýndarveruleika, en gestir geta kynnt sér átta mismunandi „veruleika“. Viðburðurinn fer fram í anddyri Bíó Paradís, annars vegar milli 13:00 og 15:15 og hins vegar milli 15:30 og 17:45 laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. október og er enn hægt að kaupa miða. Á föstudag verður sérstakt opnunarhóf Nýjustu tækni og kvikmynd á Loft Hostel klukkan 19.30 þar sem tónlistarfólkið dj. flugvél og geimskip, Úlfur Eldjárn og Íris Thorarins kemur fram, aðgangur er ókeypis. Dagskrárflokkur tileinkaður vini og dagskrárstjóra RIFF á árunum 2005-2010, Dimitri Eipides, inniheldur nokkrar af eftirlætis myndum hans. Þrjár þeirra, Dogtooth, Taxidermia og Kinbaku – The Art of Bondage eru sýndar í Bíó Paradís á laugardaginn. Í dag klukkan 18.45 er svokallað „verk í vinnslu“ sýnd, heimildarmyndin „OMG ... it‘s a MIRACLE!“, sem er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og leikstýrð af Ara Alexander Egis Magnússyni. Myndin bregður upp mynd af íslenskum tónskáldum, en einblítt er á Gyðu Valtýsdóttur og útgáfutónleikar hennar fyrir plötuna „Epicycle II“, í þessari útgáfu. Á laugardaginn fer fram lokahóf RIFF í Bókabúð Máls og Menningar klukkan 17, þar sem tilkynnt er um sigurvegara í keppnisflokkum hátíðarinnar. Sýnt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Sigurmynd meginkeppnisflokksins Vitrana hlýtur Gyllta lundann, en þar eru sýndar kvikmyndir upprennandi leikstjóra. Í dómnefndinni sitja Trine Dyrholm leikkona, Yorgos Krassakopoulos dagskrárstjóri Þesalóníku hátíðarinnar, Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Aníta Bríem leikkona og Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri. Einnig eru veitt verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmynd, bestu alþjóðlegu stuttmynd, Gullna Eggið fyrir bestu stuttmynd þátttakenda í kvikmyndasmiðju RIFF, Mynd unga fólksins, og síðast en ekki síst eru veitt verðlaun fyrir bestu mynd í heimildarmyndaflokknum Önnur framtíð. RIFF Bíó og sjónvarp Danmörk Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Danska stórleikkonan Trine Dyrholm er heiðursgestur hátíðarinnar og tekur þátt í meistaraspjalli klukkan 11 í Norræna húsinu laugardaginn 10. október, en aðgangur er ókeypis. Einnig er hægt að kaupa miða á sérstakar spurt og svarað sýningar af Dronningen (2018) klukkan 14.45 og nýjustu mynd hennar, Margrét fyrsta, klukkan 19. Trine hefur unnið til sjö Bodil verðlauna á ferlinum, en það eru megin kvikmyndaverðlaun Dana, og er það metfjöldi. Nýjasta tækni og kvikmyndir er nýr viðburður á hátíðinni þar sem lögð er áhersla á sýndarveruleika, en gestir geta kynnt sér átta mismunandi „veruleika“. Viðburðurinn fer fram í anddyri Bíó Paradís, annars vegar milli 13:00 og 15:15 og hins vegar milli 15:30 og 17:45 laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. október og er enn hægt að kaupa miða. Á föstudag verður sérstakt opnunarhóf Nýjustu tækni og kvikmynd á Loft Hostel klukkan 19.30 þar sem tónlistarfólkið dj. flugvél og geimskip, Úlfur Eldjárn og Íris Thorarins kemur fram, aðgangur er ókeypis. Dagskrárflokkur tileinkaður vini og dagskrárstjóra RIFF á árunum 2005-2010, Dimitri Eipides, inniheldur nokkrar af eftirlætis myndum hans. Þrjár þeirra, Dogtooth, Taxidermia og Kinbaku – The Art of Bondage eru sýndar í Bíó Paradís á laugardaginn. Í dag klukkan 18.45 er svokallað „verk í vinnslu“ sýnd, heimildarmyndin „OMG ... it‘s a MIRACLE!“, sem er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og leikstýrð af Ara Alexander Egis Magnússyni. Myndin bregður upp mynd af íslenskum tónskáldum, en einblítt er á Gyðu Valtýsdóttur og útgáfutónleikar hennar fyrir plötuna „Epicycle II“, í þessari útgáfu. Á laugardaginn fer fram lokahóf RIFF í Bókabúð Máls og Menningar klukkan 17, þar sem tilkynnt er um sigurvegara í keppnisflokkum hátíðarinnar. Sýnt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Sigurmynd meginkeppnisflokksins Vitrana hlýtur Gyllta lundann, en þar eru sýndar kvikmyndir upprennandi leikstjóra. Í dómnefndinni sitja Trine Dyrholm leikkona, Yorgos Krassakopoulos dagskrárstjóri Þesalóníku hátíðarinnar, Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Aníta Bríem leikkona og Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri. Einnig eru veitt verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmynd, bestu alþjóðlegu stuttmynd, Gullna Eggið fyrir bestu stuttmynd þátttakenda í kvikmyndasmiðju RIFF, Mynd unga fólksins, og síðast en ekki síst eru veitt verðlaun fyrir bestu mynd í heimildarmyndaflokknum Önnur framtíð.
RIFF Bíó og sjónvarp Danmörk Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira