Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2021 22:36 Brynja segir að farið sé að rigna inn í öll herbergi á efstu hæðinni. aðsend „Ég tek þessu bara af æðruleysi og reyni að sjá spaugilegu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldursdóttir listakona á Siglufirði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var nýbúin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar. „Við erum búin að setja út alla bala og potta, dollur og ílát sem ég á út á gólfið og svo stendur maður bara í ströngu við að ausa úr því fram eftir nóttu,“ segir hún. Fréttastofa náði tali af Brynju þegar hún var nýbúin að koma þessum ílátum fyrir á eftir hæðinni. Nú er bara að hita sér sterkt kaffi og horfa á eitthvað skemmtilegt þangað til hún fer upp að vitja ílátanna. Var svo montin af vel festu þaki „Ég er sem sagt nýbúin að láta skipta um allt hérna og koma fyrir splunkunýju þaki. Við vorum einmitt að tala um það hérna hvað þetta væri einstaklega vel gert hjá þeim, þetta væri fest eins og í gamla daga og ég var eiginlega búin að vera hálfmontin einmitt af því hversu vel festur pappinn væri á þakinu,“ segir Brynja. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu Brynju í kvöld áður en það varð allt of hvasst til að vera ofan á þakinu.ingvar erlingsson Pappinn fór svo af í miklum vindi í kvöld og eftir stendur ber viðurinn og einangrun sem eru farin að leka. „Og nú rignir bara inn í öllum herbergjum hér á efstu hæðinni. Það verður líklega ekki hægt að fjarlægja einangrunina fyrr en undir morgun hugsa ég,“ segir Brynja. Segldúkur hefði getað tekið menn með sér Björgunarsveitin Strákar voru hjá Brynju fyrr í kvöld til að reyna að halda þakinu. „En þau urðu frá að hverfa vegna þess að það var komið svo mikið rok og þau gátu ekki verið viss um að vera örugg uppi á þaki. Það gengur að sjálfsögðu fyrir. Þetta er auðvitað ekki nema bara hús. Þú keppir ekki við kára.“ Þá var planið að festa segldúk yfir þakið til að hlífa efstu hæðinni við bleytunni en vindáttin og vindstyrkurinn voru orðin það mikil að það þótti ekki öruggt að vera með segldúk á ferð. „Því hann hefði getað farið á flug og tekið menn bara með sér,“ segir Brynja. Að sögn björgunarsveitarmanns að norðan skall óveðrið nokkuð óvænt á í kvöld. Það hefur ringt og gengið á með mjög sterkum hviðum á Siglufirði í kvöld.ingvar erlingsson Um leið og vindáttin breytist eða gengur niður á Brynja von á að björgunarsveitarfólkið komi aftur til að reyna að festa dúkinn yfir þakið. Brynja veit ekki hversu mikið tjónið er. „Ég tek þetta bara eitt skref í einu. Og nú er það að fá sér kaffi og passa ílátin á efstu hæðinni. Svo þurfum við bara að meta hitt síðar.“ Náttúruhamfarir Fjallabyggð Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Við erum búin að setja út alla bala og potta, dollur og ílát sem ég á út á gólfið og svo stendur maður bara í ströngu við að ausa úr því fram eftir nóttu,“ segir hún. Fréttastofa náði tali af Brynju þegar hún var nýbúin að koma þessum ílátum fyrir á eftir hæðinni. Nú er bara að hita sér sterkt kaffi og horfa á eitthvað skemmtilegt þangað til hún fer upp að vitja ílátanna. Var svo montin af vel festu þaki „Ég er sem sagt nýbúin að láta skipta um allt hérna og koma fyrir splunkunýju þaki. Við vorum einmitt að tala um það hérna hvað þetta væri einstaklega vel gert hjá þeim, þetta væri fest eins og í gamla daga og ég var eiginlega búin að vera hálfmontin einmitt af því hversu vel festur pappinn væri á þakinu,“ segir Brynja. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu Brynju í kvöld áður en það varð allt of hvasst til að vera ofan á þakinu.ingvar erlingsson Pappinn fór svo af í miklum vindi í kvöld og eftir stendur ber viðurinn og einangrun sem eru farin að leka. „Og nú rignir bara inn í öllum herbergjum hér á efstu hæðinni. Það verður líklega ekki hægt að fjarlægja einangrunina fyrr en undir morgun hugsa ég,“ segir Brynja. Segldúkur hefði getað tekið menn með sér Björgunarsveitin Strákar voru hjá Brynju fyrr í kvöld til að reyna að halda þakinu. „En þau urðu frá að hverfa vegna þess að það var komið svo mikið rok og þau gátu ekki verið viss um að vera örugg uppi á þaki. Það gengur að sjálfsögðu fyrir. Þetta er auðvitað ekki nema bara hús. Þú keppir ekki við kára.“ Þá var planið að festa segldúk yfir þakið til að hlífa efstu hæðinni við bleytunni en vindáttin og vindstyrkurinn voru orðin það mikil að það þótti ekki öruggt að vera með segldúk á ferð. „Því hann hefði getað farið á flug og tekið menn bara með sér,“ segir Brynja. Að sögn björgunarsveitarmanns að norðan skall óveðrið nokkuð óvænt á í kvöld. Það hefur ringt og gengið á með mjög sterkum hviðum á Siglufirði í kvöld.ingvar erlingsson Um leið og vindáttin breytist eða gengur niður á Brynja von á að björgunarsveitarfólkið komi aftur til að reyna að festa dúkinn yfir þakið. Brynja veit ekki hversu mikið tjónið er. „Ég tek þetta bara eitt skref í einu. Og nú er það að fá sér kaffi og passa ílátin á efstu hæðinni. Svo þurfum við bara að meta hitt síðar.“
Náttúruhamfarir Fjallabyggð Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira