Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 128-117 | Lítill varnarleikur, ótrúlegt magn stiga og framlengt er KR vann Breiðablik Árni Jóhannsson skrifar 7. október 2021 22:24 Brynjar Þór Björnsson átti flottan leik í kvöld og skoraði 29 stig. Foto: Bára Dröfn kristinsdóttir,Brynjar Þór Björnsson/Bára Dröfn kristinsdóttir Það fór ekki mikið fyrir varnarleiknum þegar KR vann Breiðablik í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikar enduðu 128-117 eftir framlengdan leik. Oft rennt blint í sjóinn í fyrstu umferð körfuknattleiks tímabilsins þar sem liðin hafa kannski ekki náð að æfa saman nema í stuttan tíma fyrir fyrsta leik og með mikið magn af nýjum leikmönnum. Fyrir leik KR og Breiðabliks í kvöld var tilfinning blaðamanns á þessa leið en ekki óraði honum fyrir hvað átti eftir að eiga sér stað. Bæði lið gerðu sig aldrei líkleg til þess að spila varnarleikinn af nokkurri hörku í kvöld og sást það strax á fyrstu mínútum leiksins þar sem hvert gegnumbrotið rak annað á meðan stigin hrönnuðust á töfluna. Bæði lið voru góð sóknarlega og leikurinn því í nokkuð góðu jafnvægi þegar fyrsta leikhluta var lokið en jafnt var 34-34. Það heyrir oft til tíðinda að lið skori meira en 30 stig í einum leikhluta í íslenskum körfuknattleik og hvað þá þegar bæði liðin gera það. Annar leikhluti þróaðist á með sama hætti framan af en bæði lið skiptust á sprettum en um miðbik leikhlutans skildu leiðir. KR fór þá á átta stiga sprett og komust í forystu en staðan hafði verið 49-49 þegar spretturinn hófst. Þeir náðu að halda Blikum fyrir aftan sig þangað til að koma að hálfleiknum en þá var staðan orðin 65-58 og margur kannski haldið að þrír leikhlutar væru búnir af leiknum. Íslensku ungstirnin Þórir Þorbjarnason og Hilmar Pétursson fóru fyrir sínum mönnum ásamt því að Brynjar Þór Björnsson lagði heldur betur lóð á vogaskálarnar en hann leit út fyrir að vera heill heilsu í kvöld og megi það lengi halda áfram. Shawn Glover hafði haft hægt um sig í fyrri hálfleik en það átti eftir að breytast eftir því sem á leið. Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu sjö stigin. Þar með jöfnuðu þeir metin í 65-65 en þá hrukku heimamenn í gang og sölluðu næstu 10 stigum niður og komust í annað sinn í forskot sem var tveggja stafa. Aftur komu Blikar þó til baka og náðu að naga forskotið niður í þrjú stig þegar stutt var eftir af þriðja leikhluta en náðu þó ekki að jafna metin. Staðan 91-88 þegar einn leikhluti var eftir af hefðbundnum leikhluta. Aftur hrökk KR þá í gang og sallaði niður stigunum og var Shawn Glover fremstur meðal jafningja í að skora stigin. Blikarnir réðu illa við hann en þeir hafa ekki úr miklu að moða í miðherja stöðunni þó að Sveinbjörn Jóhannesson hafi átt skínandi leik en það er ekki á allra færi að eiga við Glover þegar hann kemst í takt. KR komst mest 13 stigum yfir um miðjan fjórða leikhluta og voru örugglega margir á því að þeir myndu ná að sigla sigrinum heim. Það var nú aldeilis ekki raunin. Blikar unnu nefnilega seinustu fimm mínútur leiksins 16-7 og jafnaði Hilmar Pétursson metin, 115-115, þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum en hvorugt lið náði að skora á þessum seinustu sekúndum og því þurfti að framlengja. Aftur náði KR undirtökunum og komst í gott forskot en tíminn var ekki nægur fyrir Blika að eiga sinn sprett undir lok leiksins. Blikar voru klaufar í sínum sóknarleik í framlengingunni ásamt því að lukkudísirnar voru ekki alltaf með þeim. Boltinn vildi hreinlega ekki ofan í fyrir þá. KR sigldi sigrinum heim og geta verið ánægðir með það en bæði lið hljóta að vilja bæta varnarleik sinn fyrir næstu umferð. Afhverju vann KR? Eins og Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, komst að orði í viðtali þá hittu KR-ingar úr sínum skotum í framlengingunni en hans menn ekki. Það var í raun og veru satt hjá honum en þessi leikur einkenndist af því að liðin vildu spila sóknarleik. Hvað gekk illa? Eins og lokatölurnar gefa til kynna þá var það varnarleikurinn sem gekk illa. Hittni liðanna var mjög eðlileg ef svo má að orði komast en leikmenn í báðum liðum áttu í erfiðleikum með að halda manninum sínum fyrir framan sig ásamt því að hratt var elikið en liðin náðu 87 og 92 skotum í leiknum. Það telst mikið. Bestur á vellinum? Shawn Glover er þekktur fyrir að vera mikill sóknarmaður. Hann sýndi það svo sannarlega í kvöld en kappinn skilaði 40 stigum í púkkið fyrir heimamenn og hátt í 30 þeirra komu í seinni hálfleik og í framlengingu. Blikar réðu mjög illa við hann. Tölfræði sem vakti athygli? Leikurinn var jafn og spennandi. Liðin skiptust átta sinnum á forystu og átta sinnum var jafnt á öllum tölum. Byrjunarlið KR skoraði 97 stig og byrjunarlið Blika 95 og þá skoruðu bæði lið 62 stig inn í teig. Það sem skilur á milli eru stig af bekknum en KR fékk 31 stig þaðan á móti 22 stigum varamanna Blika. Pétur Ingvarsson: Svona ætlum við að spila í vetur Þjálfari Blika, Pétur Ingvarsson, var ekki alveg sammála blaðamanni þegar hann sagði að hvorugt lið hefði verið að einbeita sér að varnarleik í leik kvöldsins. „Jú jú, þau gerðu það nú. Þetta var bara hörkusóknarleikur og við erum að reyna að spila svona bolta. Þetta spilaðist eins og við vildum og við áttum alveg möguleika á að vinna þetta hérna í lokin.“ Pétur var spurður þá að því hvað hefði þurft að gerast til að Blikar tækju sigurinn. „Einfaldlega verjast betur og skora meira. Við hittum engu í framlengingunni og þeir hittu sínum skotum. Við komum okkur í framlenginguna með hálf tapaðan leik þegar um þrjár mínútur voru eftir. Ég lærði eiginlega ekkert um liðið mitt í kvöld. Þetta er hópur af mönnum sem finnst skemmtilegt að spila körfubolta og í kvöld fannst okkur, að ég held, skemmtilegt að spila og ég vona að áhorfendum hafi fundist þetta skemmtilegt. Svona ætlum við að spila í vetur.“ Undir lok leiks þá áttu sér stað undarlegir atburðir en Pétur fékk dæmda á sig tæknivillu og héldu margir að nú ætti að reka hann út úr húsi. Þar á meðal einn dómarinn sem gaf honum bendingu um að yfirgefa svæðið en hinir dómararnir komu aðvífandi og leiðréttur misskilninginn. Pétur var spurður út í hvað hafi gerst. „Mér var hent inn í leikinn. Þar sem búið var að dæma tæknivillur á bekkinn þá má maður víst fá þrjár tæknivillur. Ég var ekki rekinn út heldur rekinn inn“, sagði Pétur brosandi út í annað og var spurður hvort eitthvað sérstakt hafi pirrað hann í störfum dómara. „Ég var ósáttur við mitt lið og ég var að reyna að kenna dómaranum um það. Það er svona klassískt.“ Subway-deild karla KR Breiðablik
Það fór ekki mikið fyrir varnarleiknum þegar KR vann Breiðablik í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikar enduðu 128-117 eftir framlengdan leik. Oft rennt blint í sjóinn í fyrstu umferð körfuknattleiks tímabilsins þar sem liðin hafa kannski ekki náð að æfa saman nema í stuttan tíma fyrir fyrsta leik og með mikið magn af nýjum leikmönnum. Fyrir leik KR og Breiðabliks í kvöld var tilfinning blaðamanns á þessa leið en ekki óraði honum fyrir hvað átti eftir að eiga sér stað. Bæði lið gerðu sig aldrei líkleg til þess að spila varnarleikinn af nokkurri hörku í kvöld og sást það strax á fyrstu mínútum leiksins þar sem hvert gegnumbrotið rak annað á meðan stigin hrönnuðust á töfluna. Bæði lið voru góð sóknarlega og leikurinn því í nokkuð góðu jafnvægi þegar fyrsta leikhluta var lokið en jafnt var 34-34. Það heyrir oft til tíðinda að lið skori meira en 30 stig í einum leikhluta í íslenskum körfuknattleik og hvað þá þegar bæði liðin gera það. Annar leikhluti þróaðist á með sama hætti framan af en bæði lið skiptust á sprettum en um miðbik leikhlutans skildu leiðir. KR fór þá á átta stiga sprett og komust í forystu en staðan hafði verið 49-49 þegar spretturinn hófst. Þeir náðu að halda Blikum fyrir aftan sig þangað til að koma að hálfleiknum en þá var staðan orðin 65-58 og margur kannski haldið að þrír leikhlutar væru búnir af leiknum. Íslensku ungstirnin Þórir Þorbjarnason og Hilmar Pétursson fóru fyrir sínum mönnum ásamt því að Brynjar Þór Björnsson lagði heldur betur lóð á vogaskálarnar en hann leit út fyrir að vera heill heilsu í kvöld og megi það lengi halda áfram. Shawn Glover hafði haft hægt um sig í fyrri hálfleik en það átti eftir að breytast eftir því sem á leið. Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu sjö stigin. Þar með jöfnuðu þeir metin í 65-65 en þá hrukku heimamenn í gang og sölluðu næstu 10 stigum niður og komust í annað sinn í forskot sem var tveggja stafa. Aftur komu Blikar þó til baka og náðu að naga forskotið niður í þrjú stig þegar stutt var eftir af þriðja leikhluta en náðu þó ekki að jafna metin. Staðan 91-88 þegar einn leikhluti var eftir af hefðbundnum leikhluta. Aftur hrökk KR þá í gang og sallaði niður stigunum og var Shawn Glover fremstur meðal jafningja í að skora stigin. Blikarnir réðu illa við hann en þeir hafa ekki úr miklu að moða í miðherja stöðunni þó að Sveinbjörn Jóhannesson hafi átt skínandi leik en það er ekki á allra færi að eiga við Glover þegar hann kemst í takt. KR komst mest 13 stigum yfir um miðjan fjórða leikhluta og voru örugglega margir á því að þeir myndu ná að sigla sigrinum heim. Það var nú aldeilis ekki raunin. Blikar unnu nefnilega seinustu fimm mínútur leiksins 16-7 og jafnaði Hilmar Pétursson metin, 115-115, þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum en hvorugt lið náði að skora á þessum seinustu sekúndum og því þurfti að framlengja. Aftur náði KR undirtökunum og komst í gott forskot en tíminn var ekki nægur fyrir Blika að eiga sinn sprett undir lok leiksins. Blikar voru klaufar í sínum sóknarleik í framlengingunni ásamt því að lukkudísirnar voru ekki alltaf með þeim. Boltinn vildi hreinlega ekki ofan í fyrir þá. KR sigldi sigrinum heim og geta verið ánægðir með það en bæði lið hljóta að vilja bæta varnarleik sinn fyrir næstu umferð. Afhverju vann KR? Eins og Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, komst að orði í viðtali þá hittu KR-ingar úr sínum skotum í framlengingunni en hans menn ekki. Það var í raun og veru satt hjá honum en þessi leikur einkenndist af því að liðin vildu spila sóknarleik. Hvað gekk illa? Eins og lokatölurnar gefa til kynna þá var það varnarleikurinn sem gekk illa. Hittni liðanna var mjög eðlileg ef svo má að orði komast en leikmenn í báðum liðum áttu í erfiðleikum með að halda manninum sínum fyrir framan sig ásamt því að hratt var elikið en liðin náðu 87 og 92 skotum í leiknum. Það telst mikið. Bestur á vellinum? Shawn Glover er þekktur fyrir að vera mikill sóknarmaður. Hann sýndi það svo sannarlega í kvöld en kappinn skilaði 40 stigum í púkkið fyrir heimamenn og hátt í 30 þeirra komu í seinni hálfleik og í framlengingu. Blikar réðu mjög illa við hann. Tölfræði sem vakti athygli? Leikurinn var jafn og spennandi. Liðin skiptust átta sinnum á forystu og átta sinnum var jafnt á öllum tölum. Byrjunarlið KR skoraði 97 stig og byrjunarlið Blika 95 og þá skoruðu bæði lið 62 stig inn í teig. Það sem skilur á milli eru stig af bekknum en KR fékk 31 stig þaðan á móti 22 stigum varamanna Blika. Pétur Ingvarsson: Svona ætlum við að spila í vetur Þjálfari Blika, Pétur Ingvarsson, var ekki alveg sammála blaðamanni þegar hann sagði að hvorugt lið hefði verið að einbeita sér að varnarleik í leik kvöldsins. „Jú jú, þau gerðu það nú. Þetta var bara hörkusóknarleikur og við erum að reyna að spila svona bolta. Þetta spilaðist eins og við vildum og við áttum alveg möguleika á að vinna þetta hérna í lokin.“ Pétur var spurður þá að því hvað hefði þurft að gerast til að Blikar tækju sigurinn. „Einfaldlega verjast betur og skora meira. Við hittum engu í framlengingunni og þeir hittu sínum skotum. Við komum okkur í framlenginguna með hálf tapaðan leik þegar um þrjár mínútur voru eftir. Ég lærði eiginlega ekkert um liðið mitt í kvöld. Þetta er hópur af mönnum sem finnst skemmtilegt að spila körfubolta og í kvöld fannst okkur, að ég held, skemmtilegt að spila og ég vona að áhorfendum hafi fundist þetta skemmtilegt. Svona ætlum við að spila í vetur.“ Undir lok leiks þá áttu sér stað undarlegir atburðir en Pétur fékk dæmda á sig tæknivillu og héldu margir að nú ætti að reka hann út úr húsi. Þar á meðal einn dómarinn sem gaf honum bendingu um að yfirgefa svæðið en hinir dómararnir komu aðvífandi og leiðréttur misskilninginn. Pétur var spurður út í hvað hafi gerst. „Mér var hent inn í leikinn. Þar sem búið var að dæma tæknivillur á bekkinn þá má maður víst fá þrjár tæknivillur. Ég var ekki rekinn út heldur rekinn inn“, sagði Pétur brosandi út í annað og var spurður hvort eitthvað sérstakt hafi pirrað hann í störfum dómara. „Ég var ósáttur við mitt lið og ég var að reyna að kenna dómaranum um það. Það er svona klassískt.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum