Hættu að spila og söfnuðust saman á miðjunni til að sýna þolendum stuðning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2021 07:30 Leikmenn Washington Spirit og Gotham FC safnast saman á miðjum vellinum. Það sama gerðu leikmenn í leikjum North Carolina Courage og Racing Louisville og Houston Dash og Portland Thorns. getty/Mitchell Leff Leikmenn sex liða í bandarísku kvennadeildinni sýndu leikmönnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi samstöðu með táknrænum hætti í gær. Í öllum þremur leikjunum hættu leikmenn að spila á 6. mínútu og söfnuðust saman á miðjum vellinum. Sjötta mínútan varð fyrir valinu vegna þess að það tók sex ár fyrir ásakanirnar í garð þjálfarans Pauls Riley að koma fram í dagsljósið. pic.twitter.com/9ENxA18PR3— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/fkG79FqJ5Q— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/0h0lwySyih— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 7, 2021 North Carolina Courage rak Riley úr starfi í síðustu viku vegna ásakana um áratugalanga harðstjórn, kynferðislega áreitni og óviðeigandi ummæli. Hann hafnar sök. Fyrrverandi leikmenn Rileys, Mana Shim og Sinead Farrelly, stigu fram undir nafni og ræddu ofbeldið sem hann beitti þær og vanhæfni bandarísku deildarinnar til að taka á því. Meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að deildin beiti sér markvisst í því að verja leikmenn fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi er ofurstjarnan Alex Morgan. Leikmenn deildarinnar hafa líka tekið málin í sínar hendur eins og sást í leikjunum þremur í gær. Þeir gerðu þetta til að styðja við bakið á þeim Shim og Farrelly og öllum öðrum leikmönnum sem hafa verið áreittir og á þá ekki hlustað. Fleiri þjálfarar hafa verið látnir taka pokann sinn að undanförnu vegna kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og að hafa misnotað valdastöðu sína. Þá sagði framkvæmdastjóri deildarinnar, Lisa Baird, af sér. Með því sagðist hún taka ábyrgð á því að hafa brugðist er ásakanirnar bárust á sínum tíma. FIFA hefur blandað sér í málið og dómstóll sambandsins hefur hafið rannsókn á því. NWSL Kynferðisofbeldi Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Í öllum þremur leikjunum hættu leikmenn að spila á 6. mínútu og söfnuðust saman á miðjum vellinum. Sjötta mínútan varð fyrir valinu vegna þess að það tók sex ár fyrir ásakanirnar í garð þjálfarans Pauls Riley að koma fram í dagsljósið. pic.twitter.com/9ENxA18PR3— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/fkG79FqJ5Q— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/0h0lwySyih— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 7, 2021 North Carolina Courage rak Riley úr starfi í síðustu viku vegna ásakana um áratugalanga harðstjórn, kynferðislega áreitni og óviðeigandi ummæli. Hann hafnar sök. Fyrrverandi leikmenn Rileys, Mana Shim og Sinead Farrelly, stigu fram undir nafni og ræddu ofbeldið sem hann beitti þær og vanhæfni bandarísku deildarinnar til að taka á því. Meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að deildin beiti sér markvisst í því að verja leikmenn fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi er ofurstjarnan Alex Morgan. Leikmenn deildarinnar hafa líka tekið málin í sínar hendur eins og sást í leikjunum þremur í gær. Þeir gerðu þetta til að styðja við bakið á þeim Shim og Farrelly og öllum öðrum leikmönnum sem hafa verið áreittir og á þá ekki hlustað. Fleiri þjálfarar hafa verið látnir taka pokann sinn að undanförnu vegna kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og að hafa misnotað valdastöðu sína. Þá sagði framkvæmdastjóri deildarinnar, Lisa Baird, af sér. Með því sagðist hún taka ábyrgð á því að hafa brugðist er ásakanirnar bárust á sínum tíma. FIFA hefur blandað sér í málið og dómstóll sambandsins hefur hafið rannsókn á því.
NWSL Kynferðisofbeldi Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira