Hættu að spila og söfnuðust saman á miðjunni til að sýna þolendum stuðning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2021 07:30 Leikmenn Washington Spirit og Gotham FC safnast saman á miðjum vellinum. Það sama gerðu leikmenn í leikjum North Carolina Courage og Racing Louisville og Houston Dash og Portland Thorns. getty/Mitchell Leff Leikmenn sex liða í bandarísku kvennadeildinni sýndu leikmönnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi samstöðu með táknrænum hætti í gær. Í öllum þremur leikjunum hættu leikmenn að spila á 6. mínútu og söfnuðust saman á miðjum vellinum. Sjötta mínútan varð fyrir valinu vegna þess að það tók sex ár fyrir ásakanirnar í garð þjálfarans Pauls Riley að koma fram í dagsljósið. pic.twitter.com/9ENxA18PR3— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/fkG79FqJ5Q— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/0h0lwySyih— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 7, 2021 North Carolina Courage rak Riley úr starfi í síðustu viku vegna ásakana um áratugalanga harðstjórn, kynferðislega áreitni og óviðeigandi ummæli. Hann hafnar sök. Fyrrverandi leikmenn Rileys, Mana Shim og Sinead Farrelly, stigu fram undir nafni og ræddu ofbeldið sem hann beitti þær og vanhæfni bandarísku deildarinnar til að taka á því. Meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að deildin beiti sér markvisst í því að verja leikmenn fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi er ofurstjarnan Alex Morgan. Leikmenn deildarinnar hafa líka tekið málin í sínar hendur eins og sást í leikjunum þremur í gær. Þeir gerðu þetta til að styðja við bakið á þeim Shim og Farrelly og öllum öðrum leikmönnum sem hafa verið áreittir og á þá ekki hlustað. Fleiri þjálfarar hafa verið látnir taka pokann sinn að undanförnu vegna kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og að hafa misnotað valdastöðu sína. Þá sagði framkvæmdastjóri deildarinnar, Lisa Baird, af sér. Með því sagðist hún taka ábyrgð á því að hafa brugðist er ásakanirnar bárust á sínum tíma. FIFA hefur blandað sér í málið og dómstóll sambandsins hefur hafið rannsókn á því. NWSL Kynferðisofbeldi Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
Í öllum þremur leikjunum hættu leikmenn að spila á 6. mínútu og söfnuðust saman á miðjum vellinum. Sjötta mínútan varð fyrir valinu vegna þess að það tók sex ár fyrir ásakanirnar í garð þjálfarans Pauls Riley að koma fram í dagsljósið. pic.twitter.com/9ENxA18PR3— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/fkG79FqJ5Q— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/0h0lwySyih— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 7, 2021 North Carolina Courage rak Riley úr starfi í síðustu viku vegna ásakana um áratugalanga harðstjórn, kynferðislega áreitni og óviðeigandi ummæli. Hann hafnar sök. Fyrrverandi leikmenn Rileys, Mana Shim og Sinead Farrelly, stigu fram undir nafni og ræddu ofbeldið sem hann beitti þær og vanhæfni bandarísku deildarinnar til að taka á því. Meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að deildin beiti sér markvisst í því að verja leikmenn fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi er ofurstjarnan Alex Morgan. Leikmenn deildarinnar hafa líka tekið málin í sínar hendur eins og sást í leikjunum þremur í gær. Þeir gerðu þetta til að styðja við bakið á þeim Shim og Farrelly og öllum öðrum leikmönnum sem hafa verið áreittir og á þá ekki hlustað. Fleiri þjálfarar hafa verið látnir taka pokann sinn að undanförnu vegna kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og að hafa misnotað valdastöðu sína. Þá sagði framkvæmdastjóri deildarinnar, Lisa Baird, af sér. Með því sagðist hún taka ábyrgð á því að hafa brugðist er ásakanirnar bárust á sínum tíma. FIFA hefur blandað sér í málið og dómstóll sambandsins hefur hafið rannsókn á því.
NWSL Kynferðisofbeldi Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira