Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 23:55 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er ánægður með sig þessa dagana. Hann bindur nú þannig um hnútana að demókratar þurfi einir að hækka skuldaþak ríkissjóðs. Það á að verða vopn í höndum frambjóðenda repúblikana í þingkosningum næsta árs. AP/J. Scott Applewhite Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi færðust nær samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs. Bandaríkin gætu lent í sögulegu greiðsluþroti síðar í þessum mánuði sem er talið myndu hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér verði þakið ekki hækkað. Bandaríkjaþing verður að hækka lögbundið þak á skuldir ríkissjóðs á allra næstu dögum ef ekki á illa að fara. Fjármálaráðuneytið áætlar að þakinu verði náð í kringum 18. október en eftir þann tíma gæti Bandaríkjastjórn ekki lengur staðið við allar fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Janet Yellen, fjármálaráðherra, hefur sagt að afleiðingar þess yrðu hörmulegar fyrir efnahag Bandaríkjanna og það gæti leitt til kreppu. Demókratar eru með afar nauman meirihluta á þinginu og þurfa á samvinnu repúblikana að halda til þess að hækka skuldaþakið. Það vilja leiðtogar repúblikana ekki gera og hafa þeir boðað að þeir muni beita málþófi til að koma í veg fyrir að demókratar samþykki frumvarp þess efnis. Repúblikanar vilja heldur að demókratar þurfi einir að hækka þakið með flókinni og tímafrekri smugu fram hjá málþófinu í þingsköpum til þess að þeir geti barið á þeim fyrir að hækka skuldir alríkisins í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar á næstu árum. Joe Biden forseti og leiðtogar demókrata hafa sagt að smugan sem repúblikanar vilja að demókratar noti, svonefnd sáttaleið um fjárlög (e. budget reconciliation), sé alltof flókin og tímafrek nú þegar aðeins nokkrir dagar eru til stefnu til að hækka skuldaþakið. Þá hafna demókratar því að þeir eigi einir að bera ábyrgð á hækkun skuldaþaksins enda hafi ríkisstjórnir beggja flokka stofnað til núverandi skulda. Hækka þarf þakið vegna núverandi skulda ríkissjóðs, óháð því hvort að demókratar nái að samþykkja tvö frumvörp um helstu stefnumál Biden sem repúblikanar halda fram að séu alltof kostnaðarsöm. Þyrftu enn að hækka þakið einir í desember Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, steig lítið skref í átt að sáttum í dag þegar hann opnaði á þann möguleika að repúblikanar beittu ekki málþófi og leyfðu þingmönnum demókrata að samþykkja tímabundna hækkun skuldaþaksins fram í desember með einföldum meirihluta. Þingmenn demókrata tóku nokkuð vel í það boð, að sögn AP-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðslu um næstu skref í málinu var frestað í þinginu til þess að þeir gætu rætt framhaldið. Þrátt fyrir þessa tilslökun stendur McConnell enn fastur á því að demókratar þurfi að standa einir að hækkun skuldaþaksins til lengri tíma í desember. Boð hans nú gefi þeim lengri tíma til að fá sáttaleiðina svonefndu. Boð McConnell kom eftir að Biden forseti sagðist opinn fyrir því að breyta reglum öldungadeildar þingsins um málþóf til þess að gera einföldum meirihluta þingmanna kleift að hækka skuldaþakið. Samkvæmt núverandi þingsköpum geta þingmenn stöðvað umræðu um mál með því einu að segjast ætla að beita málþófi. Þá þarf sextíu þingmenn til þess að koma máli í gegn. Demókratar og repúblikanar eru með fimmtíu sæti hvor í öldungadeildinni en Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði til að höggva á hnútinn ef atkvæði falla jöfn. Biden og íhaldssamari þingmenn demókrata hafa verið mótfallnir því að breyta reglum um málþófið jafnvel þó að hendur þeirra séu nær algerlega bundnar í þinginu. Repúblikanar leyfa málum þeirra ekki að fara í gegn án málþófs. Því reyna demókratar nú að koma tveimur risavöxnum útgjaldafrumvörpum vegna helstu stefnumála Biden í gegnum þingið með sáttaleiðinni um fjárlög þar sem einfaldur meirihluti dugar. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum. 4. október 2021 20:20 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Bandaríkjaþing verður að hækka lögbundið þak á skuldir ríkissjóðs á allra næstu dögum ef ekki á illa að fara. Fjármálaráðuneytið áætlar að þakinu verði náð í kringum 18. október en eftir þann tíma gæti Bandaríkjastjórn ekki lengur staðið við allar fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Janet Yellen, fjármálaráðherra, hefur sagt að afleiðingar þess yrðu hörmulegar fyrir efnahag Bandaríkjanna og það gæti leitt til kreppu. Demókratar eru með afar nauman meirihluta á þinginu og þurfa á samvinnu repúblikana að halda til þess að hækka skuldaþakið. Það vilja leiðtogar repúblikana ekki gera og hafa þeir boðað að þeir muni beita málþófi til að koma í veg fyrir að demókratar samþykki frumvarp þess efnis. Repúblikanar vilja heldur að demókratar þurfi einir að hækka þakið með flókinni og tímafrekri smugu fram hjá málþófinu í þingsköpum til þess að þeir geti barið á þeim fyrir að hækka skuldir alríkisins í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar á næstu árum. Joe Biden forseti og leiðtogar demókrata hafa sagt að smugan sem repúblikanar vilja að demókratar noti, svonefnd sáttaleið um fjárlög (e. budget reconciliation), sé alltof flókin og tímafrek nú þegar aðeins nokkrir dagar eru til stefnu til að hækka skuldaþakið. Þá hafna demókratar því að þeir eigi einir að bera ábyrgð á hækkun skuldaþaksins enda hafi ríkisstjórnir beggja flokka stofnað til núverandi skulda. Hækka þarf þakið vegna núverandi skulda ríkissjóðs, óháð því hvort að demókratar nái að samþykkja tvö frumvörp um helstu stefnumál Biden sem repúblikanar halda fram að séu alltof kostnaðarsöm. Þyrftu enn að hækka þakið einir í desember Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, steig lítið skref í átt að sáttum í dag þegar hann opnaði á þann möguleika að repúblikanar beittu ekki málþófi og leyfðu þingmönnum demókrata að samþykkja tímabundna hækkun skuldaþaksins fram í desember með einföldum meirihluta. Þingmenn demókrata tóku nokkuð vel í það boð, að sögn AP-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðslu um næstu skref í málinu var frestað í þinginu til þess að þeir gætu rætt framhaldið. Þrátt fyrir þessa tilslökun stendur McConnell enn fastur á því að demókratar þurfi að standa einir að hækkun skuldaþaksins til lengri tíma í desember. Boð hans nú gefi þeim lengri tíma til að fá sáttaleiðina svonefndu. Boð McConnell kom eftir að Biden forseti sagðist opinn fyrir því að breyta reglum öldungadeildar þingsins um málþóf til þess að gera einföldum meirihluta þingmanna kleift að hækka skuldaþakið. Samkvæmt núverandi þingsköpum geta þingmenn stöðvað umræðu um mál með því einu að segjast ætla að beita málþófi. Þá þarf sextíu þingmenn til þess að koma máli í gegn. Demókratar og repúblikanar eru með fimmtíu sæti hvor í öldungadeildinni en Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði til að höggva á hnútinn ef atkvæði falla jöfn. Biden og íhaldssamari þingmenn demókrata hafa verið mótfallnir því að breyta reglum um málþófið jafnvel þó að hendur þeirra séu nær algerlega bundnar í þinginu. Repúblikanar leyfa málum þeirra ekki að fara í gegn án málþófs. Því reyna demókratar nú að koma tveimur risavöxnum útgjaldafrumvörpum vegna helstu stefnumála Biden í gegnum þingið með sáttaleiðinni um fjárlög þar sem einfaldur meirihluti dugar.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum. 4. október 2021 20:20 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum. 4. október 2021 20:20
Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44