Innlent

Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Níu hús voru rýmd á Seyðisfirði síðastliðinn mánudag vegna skriðuhættunnar. 
Níu hús voru rýmd á Seyðisfirði síðastliðinn mánudag vegna skriðuhættunnar.  Veðurstofan

Hættu­stig al­manna­varna er enn í gildi á Seyðis­firði vegna hættu á skriðu­föllum. Lítil úr­koma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólar­hringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatns­hæð í bor­holum.

Á­fram er þó vel fylgst með stöðu mála þar sem það sést enn hæg­fara hreyfing á flekanum sem er utan í stóra skriðu­sárinu við Búðar­á. Þetta segir Esther Hlíðar Jens­sen, ofan­flóða­sér­fræðingur hjá Veður­stofunni, í sam­tali við frétta­stofu.

„Síðan erum við að sjá að það er von á úr­komu næsta sólar­hringinn þannig við munum bara fylgjast nánar með því,“ segir Esther. Þrátt fyrir að vatns­þrýstingur í hlíðinni hafi minnkað er staðan enn var­huga­verð og er beðið eftir frekari spám.

„Við eigum eftir að fá nýjustu keyrslu og þá sjáum við betur hversu mikil úr­koma er væntan­leg. Það bendir allt til þess að það muni verða ein­hver úr­koma, ekkert endi­lega mjög mikil, en við eigum bara eftir að sjá,“ segir Esther enn fremur.

Lög­reglan á­kvað síðast­liðinn mánu­dag að rýma níu hús vegna hættu á skriðu og er gert ráð fyrir að sú rýming vari fram yfir helgi. Húsin sem rýmd voru standa við Foss­götu og Hafnar­götu en ekki er gert ráð fyrir frekari rýmingu.

„Við reiknum ekki með frekari rýmingu, þetta er það af­markað svæði, og við reiknum ekki með að það á­hrif neitt fyrir utan þetta sem er búið að af­marka,“ segir Esther Hlíðar Jen­sen, ofan­flóða­sér­fræðingur hjá Veður­stofunni.


Tengdar fréttir

Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu

Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×